Hagnaðardrifin leigufélög umsvifamest í nágrenni höfuðborgarsvæðis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. apríl 2024 19:17 Um 27 prósent allra gildra leigusamninga í leiguskránni eru vegna íbúða sem eru leigðar út af einstaklingum, en 27 prósent þeirra eru vegna íbúða sem eru leigðar út af leigufélögum sem eru rekin í hagnaðarskyni. Vísir/Vilhelm Hlutfall leiguíbúða sem reknar eru af hagnaðardrifnum leigufélögum er hærra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en í öðrum landshlutum samkvæmt upplýsingum úr leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í frétt á vef HMS segir að leiguskráin telji nú um 23 þúsund samninga, þar af séu 20 þúsund í gildi þessa stundina. Fram kemur að alls hafi um 855 samningar tekið gildi í marsmánuði, en að jafnaði hafi um þúsund samningar bæst við leiguskrána í hverjum mánuði síðan í október í fyrra. Á myndinni hér að neðan sést þróun gildra samninga í leiguskrá, en nokkur munur er á nýskráningum samninga eftir mánuðum. Það má rekja til þess að flestir samningar taki gildi í kringum byrjun skólaársins í ágúst. Þá segir að um 27 prósent allra gildra leigusamninga í leiguskránni séu vegna íbúða sem eru leigðar út af einstaklingum, en 27 prósent þeirra séu vegna íbúða sem eru leigðar út af leigufélögum sem eru rekin í hagnaðarskyni. Tæpur helmingur leigusamninga í leiguskrá séu hjá leiguíbúðum sem reknar eru á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana. Fram kemur að tegund leigusala sé breytileg eftir landshlutum, en samkvæmt leiguskránni hafa hagnaðardrifin leigufélög mun sterkari ítök í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins heldur en annars staðar á landinu. Líkt og myndin hér að neðan sýnir er meirihluti leiguíbúða í leiguskrá í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í eigu hagnaðardrifinna leigufélaga, á meðan slíkar íbúðir eru aðeins fimmtungur af íbúðum í leiguskrá á höfuðborgarsvæðinu. Lok segir að leiguskrá HMS bendi til þess að félagslegar leiguíbúðir séu hlutfallslega fáar í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, en hlutfall slíkra íbúða er helmingi minna þar en í öðrum landshlutum. Minni munur sé hins vegar á hlutfalli leiguíbúða í eigu einstaklinga, en það nær 23 prósentum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, 29 prósentum á höfuðborgarsvæðinu og 30 prósentum á landsbyggðinni. Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í frétt á vef HMS segir að leiguskráin telji nú um 23 þúsund samninga, þar af séu 20 þúsund í gildi þessa stundina. Fram kemur að alls hafi um 855 samningar tekið gildi í marsmánuði, en að jafnaði hafi um þúsund samningar bæst við leiguskrána í hverjum mánuði síðan í október í fyrra. Á myndinni hér að neðan sést þróun gildra samninga í leiguskrá, en nokkur munur er á nýskráningum samninga eftir mánuðum. Það má rekja til þess að flestir samningar taki gildi í kringum byrjun skólaársins í ágúst. Þá segir að um 27 prósent allra gildra leigusamninga í leiguskránni séu vegna íbúða sem eru leigðar út af einstaklingum, en 27 prósent þeirra séu vegna íbúða sem eru leigðar út af leigufélögum sem eru rekin í hagnaðarskyni. Tæpur helmingur leigusamninga í leiguskrá séu hjá leiguíbúðum sem reknar eru á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana. Fram kemur að tegund leigusala sé breytileg eftir landshlutum, en samkvæmt leiguskránni hafa hagnaðardrifin leigufélög mun sterkari ítök í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins heldur en annars staðar á landinu. Líkt og myndin hér að neðan sýnir er meirihluti leiguíbúða í leiguskrá í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í eigu hagnaðardrifinna leigufélaga, á meðan slíkar íbúðir eru aðeins fimmtungur af íbúðum í leiguskrá á höfuðborgarsvæðinu. Lok segir að leiguskrá HMS bendi til þess að félagslegar leiguíbúðir séu hlutfallslega fáar í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, en hlutfall slíkra íbúða er helmingi minna þar en í öðrum landshlutum. Minni munur sé hins vegar á hlutfalli leiguíbúða í eigu einstaklinga, en það nær 23 prósentum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, 29 prósentum á höfuðborgarsvæðinu og 30 prósentum á landsbyggðinni.
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira