Verður aftur laglega ljóskan Elle Woods Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2024 11:19 Reese Witherspoon varð sannkölluð ofurstjarna þegar Legally Blonde sló í gegn. Amy Sussman/Getty Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti. Þetta kemur fram í umfjöllun Deadline þar sem segir að Amazon MGM kvikmyndaverið hafi þáttaröðina í bígerð, sem verður svokölluð hliðarsaga (e. spinoff) frá myndunum. Fyrsta myndin kom út árið 2001 og gerði Reese Witherspoon að sannkallaðri ofurstjörnu. Myndin fjallar um Elle Woods, einkar glæsilega píu sem er skyndilega sagt upp af kærastanum. Ástæðan sú að hann er á leiðinni í lögfræðinám í Harvard og telur hana of vitlausa fyrir sig. Elle sýnir kauða hinsvegar í tvo heimana, skráir sig sjálf í lögfræðinám í Harvard og slær einfaldlega í gegn. Myndin sló í gegn svo um munar og kom út framhaldsmynd árið 2003. Í þeirri mynd bætir Elle Woods um betur og tekur til starfa á bandaríska þinginu í Washington D.C. Vilja gera fleiri en eina seríu Í umfjöllun Deadline kemur fram að fátt sé vitað um væntanlega sjónvarpsþáttaseríu að svo stöddu. Hún verður skrifuð af Josh Schwartz og Stephanie Savage sem þekktust eru fyrir að hafa skrifað handritið að Gossip Girl þáttunum. Þá kemur fram að Amazon hafi í huga að gera fleiri en eina seríu tileinkaða Legally Blonde. Þá hefur þriðja Legally Blonde myndin verið í bígerð um nokkurra ára skeið og vinna þau Mindy Kaling og Dan Goor að handriti þeirrar myndar. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Deadline þar sem segir að Amazon MGM kvikmyndaverið hafi þáttaröðina í bígerð, sem verður svokölluð hliðarsaga (e. spinoff) frá myndunum. Fyrsta myndin kom út árið 2001 og gerði Reese Witherspoon að sannkallaðri ofurstjörnu. Myndin fjallar um Elle Woods, einkar glæsilega píu sem er skyndilega sagt upp af kærastanum. Ástæðan sú að hann er á leiðinni í lögfræðinám í Harvard og telur hana of vitlausa fyrir sig. Elle sýnir kauða hinsvegar í tvo heimana, skráir sig sjálf í lögfræðinám í Harvard og slær einfaldlega í gegn. Myndin sló í gegn svo um munar og kom út framhaldsmynd árið 2003. Í þeirri mynd bætir Elle Woods um betur og tekur til starfa á bandaríska þinginu í Washington D.C. Vilja gera fleiri en eina seríu Í umfjöllun Deadline kemur fram að fátt sé vitað um væntanlega sjónvarpsþáttaseríu að svo stöddu. Hún verður skrifuð af Josh Schwartz og Stephanie Savage sem þekktust eru fyrir að hafa skrifað handritið að Gossip Girl þáttunum. Þá kemur fram að Amazon hafi í huga að gera fleiri en eina seríu tileinkaða Legally Blonde. Þá hefur þriðja Legally Blonde myndin verið í bígerð um nokkurra ára skeið og vinna þau Mindy Kaling og Dan Goor að handriti þeirrar myndar.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein