Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 20:24 Tölvuteiknuð mynd sýnir færanlegt sýningarrými sem Perla norðursins vill reisa við norðvesturhlið Perlunnar. Perla norðursins Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samning við eignarhaldsfélagið Perlu norðursins ehf. um afnot af rúmlega hundrað fermetra svæði norðvestan við Perluna sem félagið vill nýta undir færanlegt sýningarrými. Perla norðursins hefur á leigu húsnæði borgarinnar í Perlunni undir sýningar. Sýningarrýmið á að hýsa eldfjallasýningu sem ber vinnuheitið „Inn í eldfjallið“ á ensku (e. Into the volcano). Í því eigi gestir að upplifa ferð að virku eldfjalli á Reykjanesi og þaðan niður á um tvö þúsund metra dýpi ofan í jörðina. Lagt er til að afnotasamningur verði tímabundinn í tilraunaskyni til þriggja ára samkvæmt bréfi eignaskrifstofu borgarinnar sem var lagt fyrir borgarráð í gær. Perla norðursins stendur undir öllum kostnaði við framkvæmdina og greiðir borginni milljón krónur í leigu á ári samkvæmt samningnum. Teikning af því hvernig sýningarrýmið undir eldfjallasýninguna gæti litið út. Það á að vera í formi lyftu sem sígur niður í gegnum jarðlög þúsundir metra undir yfirborði jarðar.Perla norðursins Ferðast gegnum jarlög niður á kviku Hugmynd að sýningunni sem kemur fram í frumdrögum sem voru lögð fyrir borgarráð með afnotasamningnum gengur út á að gestir upplifi að þeir fari niður í einhvers konar lyftu í gegnum jarðalagastaflann niður á um þúsund til tvö þúsund kílómetra dýpi. Ferðin á að hefjast við gjósandi eldfjall með kvikustrókum, gosmekki og rennandi hrauni í grennd við Grindavík, annað hvort Fagradalsfjall eða Sundhnúkagíga. Hún á að taka sjö mínútur. Á leiðinni niður fái gestir kynningu á ólíkum jarðlögum, þar á meðal sögulegum hraunlögum, en ferðin á að enda þegar komið er niður í glóandi kviku á meira en þúsund metra dýpi. Sjónvarpsskjáir eiga að sýna hvers konar jarðlög lyftan fer í gegnum og mælar sýna hversu djúpt hún er stödd, hvernig hitinn í berginu vex með auknu dýpi og skjálftavirkni. Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31 Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samning við eignarhaldsfélagið Perlu norðursins ehf. um afnot af rúmlega hundrað fermetra svæði norðvestan við Perluna sem félagið vill nýta undir færanlegt sýningarrými. Perla norðursins hefur á leigu húsnæði borgarinnar í Perlunni undir sýningar. Sýningarrýmið á að hýsa eldfjallasýningu sem ber vinnuheitið „Inn í eldfjallið“ á ensku (e. Into the volcano). Í því eigi gestir að upplifa ferð að virku eldfjalli á Reykjanesi og þaðan niður á um tvö þúsund metra dýpi ofan í jörðina. Lagt er til að afnotasamningur verði tímabundinn í tilraunaskyni til þriggja ára samkvæmt bréfi eignaskrifstofu borgarinnar sem var lagt fyrir borgarráð í gær. Perla norðursins stendur undir öllum kostnaði við framkvæmdina og greiðir borginni milljón krónur í leigu á ári samkvæmt samningnum. Teikning af því hvernig sýningarrýmið undir eldfjallasýninguna gæti litið út. Það á að vera í formi lyftu sem sígur niður í gegnum jarðlög þúsundir metra undir yfirborði jarðar.Perla norðursins Ferðast gegnum jarlög niður á kviku Hugmynd að sýningunni sem kemur fram í frumdrögum sem voru lögð fyrir borgarráð með afnotasamningnum gengur út á að gestir upplifi að þeir fari niður í einhvers konar lyftu í gegnum jarðalagastaflann niður á um þúsund til tvö þúsund kílómetra dýpi. Ferðin á að hefjast við gjósandi eldfjall með kvikustrókum, gosmekki og rennandi hrauni í grennd við Grindavík, annað hvort Fagradalsfjall eða Sundhnúkagíga. Hún á að taka sjö mínútur. Á leiðinni niður fái gestir kynningu á ólíkum jarðlögum, þar á meðal sögulegum hraunlögum, en ferðin á að enda þegar komið er niður í glóandi kviku á meira en þúsund metra dýpi. Sjónvarpsskjáir eiga að sýna hvers konar jarðlög lyftan fer í gegnum og mælar sýna hversu djúpt hún er stödd, hvernig hitinn í berginu vex með auknu dýpi og skjálftavirkni.
Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31 Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31
Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44