„Við viljum vera inn á öllum Evrópumótum“ Hinrik Wöhler skrifar 7. apríl 2024 19:18 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Anton Brink Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var kampakátur eftir fjögurra marka sigur á Færeyjum á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska liðið leikur á Evrópumótinu í nóvember og það í fyrsta sinn síðan 2012. „Mér líður mjög vel, við erum búnar að stefna að þessu lengi að koma okkur á þetta mót. Við gerðum það með glæsibrag. Við náum öðru sæti í riðlinum sem tryggir okkur inn, hefði meira að segja tryggt okkur inn á 16-liða EM. Þannig ég er mjög stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar skömmu leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki mikið skorað í byrjun leiks og Færeyingar leiddu framan af fyrri hálfleik. Um miðbik fyrir hálfleiks náði íslenska liðið góðum kafla og Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Við vorum búin að undirbúa að þær myndu spila sjö á sex og vera með línuna á milli eitt og tvö. Við lentum í vandræðum vinstra megin með árásirnar, þær settu Jönu [Mittún] yfir vinstra megin og við vorum í smá vandræðum en við lokuðum aftur fyrir það. Þetta er skák og þær eru með hörku góða leikmenn. Þær eru með stelpur sem eru að spila í góðum deildum, í dönsku úrvalsdeildinni og eru mjög góðar. Ég er mjög stoltur af þessu.“ Evrópumótið hefst í lok nóvember og er Arnar spenntur að sjá hvaða lið verða mótherjar íslenska liðsins. „Ég hlakka til og hlakka til að sjá í hvaða riðli við lendum og hvaða lið við fáum. Möguleikar og ekki möguleikar, við þurfum að sjá hvernig þetta mun þróast. Við þurfum að leggja inn mikla vinnu og nýta sumarið mjög vel,“ sagði Arnar fullur tilhlökkunar. „Vegferðin gengur út á það að koma okkur inn á þessi stórmót sem við höfum ekki verið á að undanförnum árum. Nú er þetta orðið 24-liða mót en við skulum hafa það á hreinu að við hefðum tryggt okkur inn á 16-liða mótið einnig. Horfum fram í tímann, við viljum vera inn á öllum Evrópumótum og ná úrslitum þar. Það gefur okkur meiri líkur að koma okkur á HM, út á það gengur það,“ sagði Arnar um Evrópumótið en Ísland tekur þátt í fyrsta sinn á lokamóti í tólf ár. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna, við vissum nokkurn vegin fyrirfram að við værum komnar áfram í gegnum annað eða þriðja sætið. Annað sætið gefur okkur vonandi betri riðil á EM og þá náum við okkur vonandi hærra fyrir HM,“ bætti Arnar við. Gestirnir frá Færeyjum þurftu ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leikinn kom það í ljós að þær munu einnig taka þátt á lokamóti EM. Fjögur stigahæstu liðin sem enduðu í þriðja sæti í undanriðlunum fá þátttökurétt á lokamótinu í nóvember og eftir leikinn var það ljóst að Færeyingar verða eitt af þeim liðum. „Frábært, ótrúleg þróun í þessu litla samfélagi. Þetta er svo skemmtilegt samfélag og fólk. Ég er bara ótrúlega ánægður að þessi handboltaþjóð sé komið með kvennaliðið á EM, þetta eru frábærir einstaklingar,“ sagði Arnar að lokum um mótherja sína í dag. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel, við erum búnar að stefna að þessu lengi að koma okkur á þetta mót. Við gerðum það með glæsibrag. Við náum öðru sæti í riðlinum sem tryggir okkur inn, hefði meira að segja tryggt okkur inn á 16-liða EM. Þannig ég er mjög stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar skömmu leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki mikið skorað í byrjun leiks og Færeyingar leiddu framan af fyrri hálfleik. Um miðbik fyrir hálfleiks náði íslenska liðið góðum kafla og Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Við vorum búin að undirbúa að þær myndu spila sjö á sex og vera með línuna á milli eitt og tvö. Við lentum í vandræðum vinstra megin með árásirnar, þær settu Jönu [Mittún] yfir vinstra megin og við vorum í smá vandræðum en við lokuðum aftur fyrir það. Þetta er skák og þær eru með hörku góða leikmenn. Þær eru með stelpur sem eru að spila í góðum deildum, í dönsku úrvalsdeildinni og eru mjög góðar. Ég er mjög stoltur af þessu.“ Evrópumótið hefst í lok nóvember og er Arnar spenntur að sjá hvaða lið verða mótherjar íslenska liðsins. „Ég hlakka til og hlakka til að sjá í hvaða riðli við lendum og hvaða lið við fáum. Möguleikar og ekki möguleikar, við þurfum að sjá hvernig þetta mun þróast. Við þurfum að leggja inn mikla vinnu og nýta sumarið mjög vel,“ sagði Arnar fullur tilhlökkunar. „Vegferðin gengur út á það að koma okkur inn á þessi stórmót sem við höfum ekki verið á að undanförnum árum. Nú er þetta orðið 24-liða mót en við skulum hafa það á hreinu að við hefðum tryggt okkur inn á 16-liða mótið einnig. Horfum fram í tímann, við viljum vera inn á öllum Evrópumótum og ná úrslitum þar. Það gefur okkur meiri líkur að koma okkur á HM, út á það gengur það,“ sagði Arnar um Evrópumótið en Ísland tekur þátt í fyrsta sinn á lokamóti í tólf ár. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna, við vissum nokkurn vegin fyrirfram að við værum komnar áfram í gegnum annað eða þriðja sætið. Annað sætið gefur okkur vonandi betri riðil á EM og þá náum við okkur vonandi hærra fyrir HM,“ bætti Arnar við. Gestirnir frá Færeyjum þurftu ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leikinn kom það í ljós að þær munu einnig taka þátt á lokamóti EM. Fjögur stigahæstu liðin sem enduðu í þriðja sæti í undanriðlunum fá þátttökurétt á lokamótinu í nóvember og eftir leikinn var það ljóst að Færeyingar verða eitt af þeim liðum. „Frábært, ótrúleg þróun í þessu litla samfélagi. Þetta er svo skemmtilegt samfélag og fólk. Ég er bara ótrúlega ánægður að þessi handboltaþjóð sé komið með kvennaliðið á EM, þetta eru frábærir einstaklingar,“ sagði Arnar að lokum um mótherja sína í dag.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða