Ungt fólk á betri upplýsingar skilið Haukur V. Alfreðsson skrifar 8. apríl 2024 09:31 Fyrir skömmu héldu háskólar landsins Háskóla Daginn víðsvegar um land. Þar gáfu háskólarnir áhugasömum færi á að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir skólanna betur með spjalli við fulltrúa skólanna. Kynningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni, til að mynda sótti ég sama eða samskonar dag þegar ég var að velja mér háskólanám fyrir um fimmtán árum. Þar fékk ég ágætis bækling sem innihélt gott ef ekki 200-300 orð um námið sem ég var að velta fyrir mér og gaf mér þannig feiki nægar upplýsingar til að taka eina af stærstu ákvörðunum míns lífs. Mikilvægustu upplýsingarnar fékk ég þó beint frá þeim sem rétti mér bæklingin, nú að félagslífið væri gott. Á þeim Háskóla Degi sem var haldinn í ár kann vel að vera að betri upplýsingar séu veittar en var þegar ég var að velja nám. Til að mynda er núna vefsíða með tenglum inn á allar námsleiðir hjá háskólunum og einnig próf sem reynir að tengja saman þinn áhuga og námsleiðir við hæfi. En eftir að hafa tekið ýmsar stikkprufur af heimasíðum háskólanna þykir mér engu að síður ýmsar mikilvægar upplýsingar vanta. Til dæmis: Hver eru meðallaun þeirra sem útskrifast úr náminu? Hvernig eru atvinnuhorfur: - Hversu margir með slíka menntun eru atvinnulausir? - Hvað tekur að meðaltali langan tíma eftir nám að fá vinnu tengda náminu? - Hversu margir starfa tengt náminu eftir 6 mánuði, 1 ár, 5 ár, 10 ár? Hvað fela vinnur byggðar á þessu námi í raun í sér? Hvernig er vinnudagurinn? Hversu langur er vinnudagurinn? Hvernig er álag í starfi? Hér mætti lengi telja upp ýmis atriði sem gott væri að vita. En mér þykir ofboðslega skrítið að við sem þjóðfélag séum sátt við það að ungt fólk geti ekki fengið haldbærar upplýsingar um atvinnuhorfur og kjör þegar það tekur stórar ákvarðanir um framtíð sína. Heldur nokkur maður að þeim fjármunum sem væri varið í að safna þessum upplýsingum saman væri illa varið? Það er gott og gilt að velja sér starfsvettvang eftir áhuga, en það er ljótt að neita fólki um að taka upplýstar ákvarðanir. Að ónefndu að það kostar okkur sem samfélag að senda fólk í nám sem það hefði ef til vill aldrei dottið í hug að fara í ef það vissi hvað biði sín eða hvað annað væri í raun í boði. Þessa sömu sögu má segja um allt nám á Íslandi en ekki eingöngu háskólanám. Upplýsingar sem þessar eigi vitanlega að liggja fyrir strax við val á námi eftir grunnskóla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að kynslóð eftir kynslóð velji framtíðin sína eingöngu út frá upplýsingum um skemmtilegt félagslíf eða því sem mamma og pabbi segja. Höfundur er eigandi Ráðsölunnar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu héldu háskólar landsins Háskóla Daginn víðsvegar um land. Þar gáfu háskólarnir áhugasömum færi á að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir skólanna betur með spjalli við fulltrúa skólanna. Kynningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni, til að mynda sótti ég sama eða samskonar dag þegar ég var að velja mér háskólanám fyrir um fimmtán árum. Þar fékk ég ágætis bækling sem innihélt gott ef ekki 200-300 orð um námið sem ég var að velta fyrir mér og gaf mér þannig feiki nægar upplýsingar til að taka eina af stærstu ákvörðunum míns lífs. Mikilvægustu upplýsingarnar fékk ég þó beint frá þeim sem rétti mér bæklingin, nú að félagslífið væri gott. Á þeim Háskóla Degi sem var haldinn í ár kann vel að vera að betri upplýsingar séu veittar en var þegar ég var að velja nám. Til að mynda er núna vefsíða með tenglum inn á allar námsleiðir hjá háskólunum og einnig próf sem reynir að tengja saman þinn áhuga og námsleiðir við hæfi. En eftir að hafa tekið ýmsar stikkprufur af heimasíðum háskólanna þykir mér engu að síður ýmsar mikilvægar upplýsingar vanta. Til dæmis: Hver eru meðallaun þeirra sem útskrifast úr náminu? Hvernig eru atvinnuhorfur: - Hversu margir með slíka menntun eru atvinnulausir? - Hvað tekur að meðaltali langan tíma eftir nám að fá vinnu tengda náminu? - Hversu margir starfa tengt náminu eftir 6 mánuði, 1 ár, 5 ár, 10 ár? Hvað fela vinnur byggðar á þessu námi í raun í sér? Hvernig er vinnudagurinn? Hversu langur er vinnudagurinn? Hvernig er álag í starfi? Hér mætti lengi telja upp ýmis atriði sem gott væri að vita. En mér þykir ofboðslega skrítið að við sem þjóðfélag séum sátt við það að ungt fólk geti ekki fengið haldbærar upplýsingar um atvinnuhorfur og kjör þegar það tekur stórar ákvarðanir um framtíð sína. Heldur nokkur maður að þeim fjármunum sem væri varið í að safna þessum upplýsingum saman væri illa varið? Það er gott og gilt að velja sér starfsvettvang eftir áhuga, en það er ljótt að neita fólki um að taka upplýstar ákvarðanir. Að ónefndu að það kostar okkur sem samfélag að senda fólk í nám sem það hefði ef til vill aldrei dottið í hug að fara í ef það vissi hvað biði sín eða hvað annað væri í raun í boði. Þessa sömu sögu má segja um allt nám á Íslandi en ekki eingöngu háskólanám. Upplýsingar sem þessar eigi vitanlega að liggja fyrir strax við val á námi eftir grunnskóla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að kynslóð eftir kynslóð velji framtíðin sína eingöngu út frá upplýsingum um skemmtilegt félagslíf eða því sem mamma og pabbi segja. Höfundur er eigandi Ráðsölunnar ehf.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun