Hvetur fólk til að finna sólmyrkvagleraugun og kíkja út í kvöld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2024 13:00 Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til. Vísir/baldur Ef veður leyfir mun deildarmyrkvi á sólu sjást frá öllu landinu í kvöld. Almyrkvi verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sem er töluvert sjónarspil. „Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til og í kvöld um klukkan 19:30 getur fólk séð hvernig tunglið hylur um 40 prósent sólarinnar frá Íslandi séð. Þannig það eina sem fólk þarf að gera er að horfa nokkurn veginn í vesturátt og vera með viðeigandi hlífðarbúnað, eitthvað sem deyfir birtu sólarinnar nægjanlega eins og t.d. sólmyrkvagleraugu sem fólk á vonandi einhvers staðar heima hjá sér,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar. Eltir almyrkvann Hann segir Sólmyrkva einhvers staðar á jörðinni á átján mánaða fresti. „Þannig að deildarmyrkvi eins og við sjáum núna í kvöld eru frekar algengir en það er tiltölulega óalgengt að við fáum almyrkva sem gengur núna yfir Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. En við Íslendingar þurfum bara að bíða til ársins 2026 til að sjá það hjá okkur.“ Og þú ert einmitt einhvers staðar úti til að upplifa það? „Já ég er á leiðinni inn í almyrkvaslóðina í dag á stað sem heitir Burlington í Vermont. Þar er veðurútlit gott og þangað er búist við að mörg þúsund manns leggi leið sína til að fylgjast með þessu, fyrir utan allar þær milljónir sem verða á flakki í Bandaríkjunum í dag til að koma sér á réttan stað og finna glufur í skýjunum. Þannig það er mikil stemning fyrir þessu í dag, vægast sagt.“ Hann hvetur fólk hér heima til að kíkja út og líta upp ef veður leyfir. „Já ef vel viðrar þá er um að gera að rífa upp sólmyrkvagleraugun eða eitthvað annað sem deyfir birtuna nægilega mikið og kíkja eftir þessu. Þetta er ekki nærri því jafn mikið sjónarspil og almyrkvi en engu að síður skemmtileg. Við fáum annan svona deildarmyrkva á næsta ári og svo er það almyrkvinn eftir tvö ár. Það er alltaf um að gera að kíkja aðeins á náttúruna og skoða hana.“ Sólin Geimurinn Tengdar fréttir Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23 Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
„Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til og í kvöld um klukkan 19:30 getur fólk séð hvernig tunglið hylur um 40 prósent sólarinnar frá Íslandi séð. Þannig það eina sem fólk þarf að gera er að horfa nokkurn veginn í vesturátt og vera með viðeigandi hlífðarbúnað, eitthvað sem deyfir birtu sólarinnar nægjanlega eins og t.d. sólmyrkvagleraugu sem fólk á vonandi einhvers staðar heima hjá sér,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar. Eltir almyrkvann Hann segir Sólmyrkva einhvers staðar á jörðinni á átján mánaða fresti. „Þannig að deildarmyrkvi eins og við sjáum núna í kvöld eru frekar algengir en það er tiltölulega óalgengt að við fáum almyrkva sem gengur núna yfir Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. En við Íslendingar þurfum bara að bíða til ársins 2026 til að sjá það hjá okkur.“ Og þú ert einmitt einhvers staðar úti til að upplifa það? „Já ég er á leiðinni inn í almyrkvaslóðina í dag á stað sem heitir Burlington í Vermont. Þar er veðurútlit gott og þangað er búist við að mörg þúsund manns leggi leið sína til að fylgjast með þessu, fyrir utan allar þær milljónir sem verða á flakki í Bandaríkjunum í dag til að koma sér á réttan stað og finna glufur í skýjunum. Þannig það er mikil stemning fyrir þessu í dag, vægast sagt.“ Hann hvetur fólk hér heima til að kíkja út og líta upp ef veður leyfir. „Já ef vel viðrar þá er um að gera að rífa upp sólmyrkvagleraugun eða eitthvað annað sem deyfir birtuna nægilega mikið og kíkja eftir þessu. Þetta er ekki nærri því jafn mikið sjónarspil og almyrkvi en engu að síður skemmtileg. Við fáum annan svona deildarmyrkva á næsta ári og svo er það almyrkvinn eftir tvö ár. Það er alltaf um að gera að kíkja aðeins á náttúruna og skoða hana.“
Sólin Geimurinn Tengdar fréttir Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23 Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23
Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34