Ginningarfíflin Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 8. apríl 2024 14:00 Við konur eru svo oft ginningarfífl markaðsaflanna þegar kemur að útliti. Ég er fjarri því að vera saklaus af því. Af hverju þurfum við lengri og stærri augnhár þannig að við getum varla opnað augun? Við erum með augnhár! Af hverju fáum við okkur hælaskó til þess eins að drepast í fótunum og geta ekki hugsað um annað en að komast heim til þess að komast úr skónum? Af hverju erum við að kaupa einhver hrukkukrem? Fólk með hrukkur er fallegt og viturt fólk sem hefur lifað og upplifað. Hlegið og grátið. Vinkona mín fór um daginn til læknis sem sagði henni að þar sem hún væri nú orðin svona gömul þá væri hún bara búin að tapa allri útgeislun og sé dæmd til þess að vera með þurra og föla húð það sem eftir er, svona eins og allar hinar rúmlega fertugu kellingarnar sem hafa æskuljóma sínum glatað. Af hverju þurfum við hreinsimjólk, hreinsivatn, serum, scrub og andlitsvatn og dagkrem og næturkrem og hrukkukrem og boddílósjon og olíu og svo meira serum? Eitthvað frekar en karlmenn? Eru þeir með eitthvað betri húð en við? Af hverju þurfum við svona dýrt sjampó? Þarf hárið á okkur betra sjampó? Er dýrt sjampó betra sjampó? Af hverju þurfum við gervineglur sem eru svo langar að við getum ekki pikkað á tölvu né hneppt að okkur gallabuxunum eða ýtt almennilega á snertiskjáinn á þvottavélinni? Af hverju eru fötin okkar oft hönnuð þrengri en karlaföt? Svona aðsniðin og þröng? Megum við ekki bara hafa það næs? Af hverju komum við heim og skiptum yfir í þægilegri föt? Af hverju erum við ekki bara í þægilegum fötum, alltaf? Ég hitti nokkrar svona rúmlega fertugar kellingar um daginn sem allar hafa tapað æskuljóma sínum og fara ekki nógu oft í ræktina því þær eiga svo mörg börn. Eru svona skvapkenndar einhvernveginn. Ekki stinnar, ekki allsstaðar allavega. Eru bara eitthvað ómálaðar og með bónussjampó í hárinu og bara með eigin augnhár og nagaðar, ólakkaðar neglur. Alls ekki ófríðar, bara svona einhvern veginn ekkert búnar að taka sig til. Ekki tussulegar, bara svona venjulegar. Heitustu kellingar sem ég hef hitt! Og vitiði afhverju? AF ÞVÍ AÐ ÞEIM ER DRULL!!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Ástin og lífið Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Við konur eru svo oft ginningarfífl markaðsaflanna þegar kemur að útliti. Ég er fjarri því að vera saklaus af því. Af hverju þurfum við lengri og stærri augnhár þannig að við getum varla opnað augun? Við erum með augnhár! Af hverju fáum við okkur hælaskó til þess eins að drepast í fótunum og geta ekki hugsað um annað en að komast heim til þess að komast úr skónum? Af hverju erum við að kaupa einhver hrukkukrem? Fólk með hrukkur er fallegt og viturt fólk sem hefur lifað og upplifað. Hlegið og grátið. Vinkona mín fór um daginn til læknis sem sagði henni að þar sem hún væri nú orðin svona gömul þá væri hún bara búin að tapa allri útgeislun og sé dæmd til þess að vera með þurra og föla húð það sem eftir er, svona eins og allar hinar rúmlega fertugu kellingarnar sem hafa æskuljóma sínum glatað. Af hverju þurfum við hreinsimjólk, hreinsivatn, serum, scrub og andlitsvatn og dagkrem og næturkrem og hrukkukrem og boddílósjon og olíu og svo meira serum? Eitthvað frekar en karlmenn? Eru þeir með eitthvað betri húð en við? Af hverju þurfum við svona dýrt sjampó? Þarf hárið á okkur betra sjampó? Er dýrt sjampó betra sjampó? Af hverju þurfum við gervineglur sem eru svo langar að við getum ekki pikkað á tölvu né hneppt að okkur gallabuxunum eða ýtt almennilega á snertiskjáinn á þvottavélinni? Af hverju eru fötin okkar oft hönnuð þrengri en karlaföt? Svona aðsniðin og þröng? Megum við ekki bara hafa það næs? Af hverju komum við heim og skiptum yfir í þægilegri föt? Af hverju erum við ekki bara í þægilegum fötum, alltaf? Ég hitti nokkrar svona rúmlega fertugar kellingar um daginn sem allar hafa tapað æskuljóma sínum og fara ekki nógu oft í ræktina því þær eiga svo mörg börn. Eru svona skvapkenndar einhvernveginn. Ekki stinnar, ekki allsstaðar allavega. Eru bara eitthvað ómálaðar og með bónussjampó í hárinu og bara með eigin augnhár og nagaðar, ólakkaðar neglur. Alls ekki ófríðar, bara svona einhvern veginn ekkert búnar að taka sig til. Ekki tussulegar, bara svona venjulegar. Heitustu kellingar sem ég hef hitt! Og vitiði afhverju? AF ÞVÍ AÐ ÞEIM ER DRULL!!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun