Cameron fundar með Trump í Flórída Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2024 07:23 Cameron mun funda með Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington. epa David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, mun funda með Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Guardian segir Cameron munu hitta Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington D.C., þar sem hann mun meðal annars ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafann Jake Sullivan og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu í gær að það væri alvanalegt að ráðherrar ættu fundi með frambjóðendum stjórnarandstöðunnar en um er að ræða fyrsta fund háttsetts embættismanns Bretlands með Trump frá því að hann yfirgaf Hvíta húsið. Cameron er sagður munu freista þess á fundum sínum með Trump og ráðamönnum vestanhafs að láta ekki af stuðningi sínum við Úkraínu en fjárveitingu vegna stríðsins við Rússa er haldið í gíslingu á þinginu. Ráðherrann er einnig sagður munu ræða framtíð Atlantshafsbandalagsins en Trump hefur lýst efasemdum sínum bæði gagnvart áframhaldandi fjárstuðningi við Úkraínu og viðbrögð Bandaríkjanna við mögulegri árás á annað aðildarríki Nató. Þá er hann sagður munu leggja áherslu á að sigur á Rússum sé nauðsynlegur til að tryggja öryggi Evrópu og Bandaríkjanna. Afskipti Cameron hafa fengið misgóðar viðtökur en fyrr á þessu ári hvatti hann bandaríska þingið til að gera ekki sömu mistök og í seinni heimstyrjöldinni og sýna veikleika eins og menn gerðu gagnvart Hitler. Marjorie Taylor Greene, þingmaður og ötull stuðningsmaður Trump, brást við með því að bjóða Cameron að „kissa á sér rassinn“ og verja tíma sínum í að hafa áhyggjur af stöðu mála í eigin landi. Bretland Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Guardian segir Cameron munu hitta Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington D.C., þar sem hann mun meðal annars ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafann Jake Sullivan og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu í gær að það væri alvanalegt að ráðherrar ættu fundi með frambjóðendum stjórnarandstöðunnar en um er að ræða fyrsta fund háttsetts embættismanns Bretlands með Trump frá því að hann yfirgaf Hvíta húsið. Cameron er sagður munu freista þess á fundum sínum með Trump og ráðamönnum vestanhafs að láta ekki af stuðningi sínum við Úkraínu en fjárveitingu vegna stríðsins við Rússa er haldið í gíslingu á þinginu. Ráðherrann er einnig sagður munu ræða framtíð Atlantshafsbandalagsins en Trump hefur lýst efasemdum sínum bæði gagnvart áframhaldandi fjárstuðningi við Úkraínu og viðbrögð Bandaríkjanna við mögulegri árás á annað aðildarríki Nató. Þá er hann sagður munu leggja áherslu á að sigur á Rússum sé nauðsynlegur til að tryggja öryggi Evrópu og Bandaríkjanna. Afskipti Cameron hafa fengið misgóðar viðtökur en fyrr á þessu ári hvatti hann bandaríska þingið til að gera ekki sömu mistök og í seinni heimstyrjöldinni og sýna veikleika eins og menn gerðu gagnvart Hitler. Marjorie Taylor Greene, þingmaður og ötull stuðningsmaður Trump, brást við með því að bjóða Cameron að „kissa á sér rassinn“ og verja tíma sínum í að hafa áhyggjur af stöðu mála í eigin landi.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira