Nokkrar klukkustundir í tilkynningu Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 08:38 Vilhjálmur Árnason segir styttast í tilkynningu frá formönnum ríkisstjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Líklegt er að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir nokkrar klukkustundir, um hádegisbil. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður þingflokks, vildi ekki staðfesta það sem kemur fram í Morgunblaðinu um ráðherraskipti í Bítinu en sagði styttast í tilkynningu frá formönnum. „Flokkarnir eru ekki allir búnir að ganga frá niðurstöðu samtalsins og það eru einhverjir lausir endar eftir og slíkt. Þannig að við þurfum að bíða í nokkra klukkutíma í viðbót,“ segir Vilhjálmur og að hann búist við því að niðurstaða verði mögulega kynnt um hádegisbil. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær og munu þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins funda fyrir hádegi. Greint var frá því í gær að líklegt væri að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra. Í Morgunblaðinu í dag kom svo fram að líklega yrði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir færi aftur í utanríkisráðuneytið. Vilhjálmur Árnason var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingkonu Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður og Vilhjálmur ræddu stjórnmálin í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm „Það er búið að funda mikið yfir helgina, síðan á föstudag, síðan að Katrín tilkynnti forsetaframboð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að Sjálfstæðismenn hafi strax sagt skýrt að það þyrfti að finna út úr stóru málunum í viðræðunum. Það séu efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. „Ef þetta gengur allt upp þá koma öll hin mikilvægu málin líka,“ segir Vilhjálmur. Þetta séu málin sem ríkisstjórnin hafi verið að vinna að og það sé mikilvægt að það komi ekki gat í þá vinnu. Hann segir að það geti komið gat ef fólk er að skipta um ráðherrastóla en það sé verið að vinna sum mál saman, eins og fjármálin, þannig það breyti ekki endilega miklu þótt þetta taki nokkra daga. Þorbjörg Sigríður segist upptekin af töfum í myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Ríkisstjórnin er í bókstaflegri merkingu höfuðlaus,“ segir hún og að hún voni að þetta fari að skýrast, þjóðarinnar vegna. „Því það gengur auðvitað ekki að forsætisráðherra fari að heiman, birti svo myndir af sér brosandi á samfélagsmiðlum þar sem hún er að pakka saman búslóðinni og fjölskyldan situr eftir og er að tala um hvort þau fari í hjónabandsráðgjöf og það verði allt gott,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það sé því áríðandi að þetta leysist. Þriðji fjármálaráðherrann á stuttum tíma Þorbjörg er nokkuð gagnrýnin á það, ef þessi spá gengur eftir, að á stuttum tíma taki þriðji fjármálaráðherrann við á stuttum tíma. Efnahagsmálin séu einna mikilvægust og það tefji að skipta svo ört um ráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.Vísir/Arnar „Fjármálaáætlun sem á að marka þetta breiða samhengi stjórnmálanna. Henni hefur verið frestað í þrígang, síðast í gær,“ segir hún og að það hafi ekki komið fram hvenær hún verður lögð fram. „Þetta hökt, og þessir stólaleikir, þeir kosta.“ Brotalamir í samgöngumálum Vilhjálmur og Þorbjörg ræddu einnig samgöngumálin en viðtalið má hlusta á hér að ofan. Þau ræddu orkuskipti, bílagjöld og innviði. Þau voru beðin að bregðast við viðtali Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB og Ólaf Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðing, sem var í Bítinu í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17 Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Flokkarnir eru ekki allir búnir að ganga frá niðurstöðu samtalsins og það eru einhverjir lausir endar eftir og slíkt. Þannig að við þurfum að bíða í nokkra klukkutíma í viðbót,“ segir Vilhjálmur og að hann búist við því að niðurstaða verði mögulega kynnt um hádegisbil. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær og munu þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknarflokksins funda fyrir hádegi. Greint var frá því í gær að líklegt væri að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra. Í Morgunblaðinu í dag kom svo fram að líklega yrði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir færi aftur í utanríkisráðuneytið. Vilhjálmur Árnason var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingkonu Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður og Vilhjálmur ræddu stjórnmálin í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm „Það er búið að funda mikið yfir helgina, síðan á föstudag, síðan að Katrín tilkynnti forsetaframboð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að Sjálfstæðismenn hafi strax sagt skýrt að það þyrfti að finna út úr stóru málunum í viðræðunum. Það séu efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. „Ef þetta gengur allt upp þá koma öll hin mikilvægu málin líka,“ segir Vilhjálmur. Þetta séu málin sem ríkisstjórnin hafi verið að vinna að og það sé mikilvægt að það komi ekki gat í þá vinnu. Hann segir að það geti komið gat ef fólk er að skipta um ráðherrastóla en það sé verið að vinna sum mál saman, eins og fjármálin, þannig það breyti ekki endilega miklu þótt þetta taki nokkra daga. Þorbjörg Sigríður segist upptekin af töfum í myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Ríkisstjórnin er í bókstaflegri merkingu höfuðlaus,“ segir hún og að hún voni að þetta fari að skýrast, þjóðarinnar vegna. „Því það gengur auðvitað ekki að forsætisráðherra fari að heiman, birti svo myndir af sér brosandi á samfélagsmiðlum þar sem hún er að pakka saman búslóðinni og fjölskyldan situr eftir og er að tala um hvort þau fari í hjónabandsráðgjöf og það verði allt gott,“ segir Þorbjörg Sigríður. Það sé því áríðandi að þetta leysist. Þriðji fjármálaráðherrann á stuttum tíma Þorbjörg er nokkuð gagnrýnin á það, ef þessi spá gengur eftir, að á stuttum tíma taki þriðji fjármálaráðherrann við á stuttum tíma. Efnahagsmálin séu einna mikilvægust og það tefji að skipta svo ört um ráðherra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.Vísir/Arnar „Fjármálaáætlun sem á að marka þetta breiða samhengi stjórnmálanna. Henni hefur verið frestað í þrígang, síðast í gær,“ segir hún og að það hafi ekki komið fram hvenær hún verður lögð fram. „Þetta hökt, og þessir stólaleikir, þeir kosta.“ Brotalamir í samgöngumálum Vilhjálmur og Þorbjörg ræddu einnig samgöngumálin en viðtalið má hlusta á hér að ofan. Þau ræddu orkuskipti, bílagjöld og innviði. Þau voru beðin að bregðast við viðtali Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB og Ólaf Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðing, sem var í Bítinu í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17 Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Bjarni forsætisráðherra og Sigurður Ingi fjármálaráðherra? Rætt hefur verið að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra. 9. apríl 2024 06:17
Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. 8. apríl 2024 22:33