Byggja þurfi upp örugga framtíð fyrir börnin í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 10. apríl 2024 13:49 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var í opinberri heimsókn í Grindavík í morgun, í tilefni af afmæli bæjarins. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir brýnt að leita allra leiða til að tryggja að börnin í Grindavík geti snúið þangað aftur og litið glaðan dag. Grindvíkingar kunni vel að meta samhuginn sem þjóðin hefur sýnt undanfarna mánuði. Guðni var einn gesta á afmælishátíð Grindavíkur, sem fangar í dag hálfrar aldar afmæli kaupstaðarréttinda. Hann segist ekki geta lagt mat á þær aðgerðir sem gripið hefur verið til síðan jarðhræringar hófust í Grindavík á síðasta ári en að Grindvíkingar og þjóðin öll hafi sýnt mikinn kjark. „Við höfum sýnt þann kjark, við Íslendingar og fremstir allra í þeim flokki Grindvíkingar sjálfir. [Þeir] hafa sýnt æðruleysi, þrauseigju, þolgæði. Auðvitað hefur gripið um sig kvíði, angist, gremja, reiði. Þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til núna felast í því að við höfum þessa hárréttu blöndu af raunsæi og hugrekki sem fleytir okkur áfram og við gefumst ekki upp, leitum allra leiða,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Íslendingar sýnt hlýju og samkennd Það þurfi að gera til að tryggja fólkið í Grindavík og til að tryggja að næstu kynslóðir fái að njóta þeirra lífsgæða sem byggð hafa verið upp þar í bæ hörðum höndum. „Það var frábært að vera hérna, það getur verið frábært að vera hérna aftur. Það er skylda okkar allra í þessu landi að þau geti notið lífsgæða á pari við önnur ungmenn í þessu landi. Hvernig gerum við það? Vonandi snúa þau hingað sem það vilja og búa aftur í blómlegum bæ hér í Grindavík,“ segir Guðni. Hvernig finnst þér hafa gengið hingað til með aðgerðir til handa Grindvíkingum? „Ég held að ef þú myndir spyrja Grindvíkinga sjálfa þá upp til hópa tel ég að fólk telji að það hafi verið þokkalega að verki staðið. Auðvitað má alltaf gera betur, auðvitað er fólk í ömurlegri stöðu og auðvitað verðum við alltaf að vera fús til að leita nýrra leiða ef nýrra leiða er þörf,“ segir Guðni. „En það sem ég finn þó hér er það að Grindvíkingar kunna að meta þann samhug og þá hlýju og samkennd sem við Íslendingar höfum sýnt. Eina nótt í nóvember í fyrra þurfti heilt bæjarfélag að hverfa á braut, íbúar í heilu bæjarfélagi urðu á svipstundu flóttafólk í eigin landi. Þetta tókumst við á við, þarna sýndum við svo sannarlega hvað í okkur býr og það höfum við gert áfram. Hér höfum við haft fólk sem hefur reist varnargarða, við höfum haft fólk sem hefu lagað vatnsleiðslur sem hafa brostið, við höfum haft fólk sem hefur lagt vegi yfir nýrunnið hraun. “ Lýjandi en spennandi að vera í kosningabaráttu Guðni lætur brátt af störfum sem forseti lýðveldisins en gengið verður til forsetakosninga 1. júní næstkomandi. Guðni óskar öllum frambjóðendum velfarnaðar á komandi vikum. Þegar þú lítur til baka, var þetta spennandi tímabil fyrir þig? „Já, það var það og lýjandi en svo þegar lokamarkinu var náð fann ég og hef fundið æ síðan hversu einstakur heiður er að gegna þessu embætti. Þegar að því kemur að ég líti um öxl verð ég fyrst og fremst fullur þakklætis, þakklætis í garð landsmanna, þakklætis í garð þessarar yndislegu þjóðar sem er svo sérstök að mörgu leyti,“ segir Guðni. Það sem mestu máli skipti sé að gera betur í dag en í gær. Það sé honum efst í huga, sérstaklega í Grindavík. „Ég hef farið á svo mög íþróttamót með krökkunum hérna, farið á svo marga viðburði. Þau hafa verið svo flott og það særir mig svo mikið, ef ég sé fram á það að þau muni ekki geta áfram notið þessara lífsgæða. ÞEss vegna finnst mér svo brýnt að við leitum allra leiða til að tryggja að börnin í Grindavík, ungmennin hér, fái litið glaðan dag eins og þau eru reynda rað gera núna. Við þurfum bara að hjálpa þeim.“ Grindavík Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Guðni var einn gesta á afmælishátíð Grindavíkur, sem fangar í dag hálfrar aldar afmæli kaupstaðarréttinda. Hann segist ekki geta lagt mat á þær aðgerðir sem gripið hefur verið til síðan jarðhræringar hófust í Grindavík á síðasta ári en að Grindvíkingar og þjóðin öll hafi sýnt mikinn kjark. „Við höfum sýnt þann kjark, við Íslendingar og fremstir allra í þeim flokki Grindvíkingar sjálfir. [Þeir] hafa sýnt æðruleysi, þrauseigju, þolgæði. Auðvitað hefur gripið um sig kvíði, angist, gremja, reiði. Þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til núna felast í því að við höfum þessa hárréttu blöndu af raunsæi og hugrekki sem fleytir okkur áfram og við gefumst ekki upp, leitum allra leiða,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Íslendingar sýnt hlýju og samkennd Það þurfi að gera til að tryggja fólkið í Grindavík og til að tryggja að næstu kynslóðir fái að njóta þeirra lífsgæða sem byggð hafa verið upp þar í bæ hörðum höndum. „Það var frábært að vera hérna, það getur verið frábært að vera hérna aftur. Það er skylda okkar allra í þessu landi að þau geti notið lífsgæða á pari við önnur ungmenn í þessu landi. Hvernig gerum við það? Vonandi snúa þau hingað sem það vilja og búa aftur í blómlegum bæ hér í Grindavík,“ segir Guðni. Hvernig finnst þér hafa gengið hingað til með aðgerðir til handa Grindvíkingum? „Ég held að ef þú myndir spyrja Grindvíkinga sjálfa þá upp til hópa tel ég að fólk telji að það hafi verið þokkalega að verki staðið. Auðvitað má alltaf gera betur, auðvitað er fólk í ömurlegri stöðu og auðvitað verðum við alltaf að vera fús til að leita nýrra leiða ef nýrra leiða er þörf,“ segir Guðni. „En það sem ég finn þó hér er það að Grindvíkingar kunna að meta þann samhug og þá hlýju og samkennd sem við Íslendingar höfum sýnt. Eina nótt í nóvember í fyrra þurfti heilt bæjarfélag að hverfa á braut, íbúar í heilu bæjarfélagi urðu á svipstundu flóttafólk í eigin landi. Þetta tókumst við á við, þarna sýndum við svo sannarlega hvað í okkur býr og það höfum við gert áfram. Hér höfum við haft fólk sem hefur reist varnargarða, við höfum haft fólk sem hefu lagað vatnsleiðslur sem hafa brostið, við höfum haft fólk sem hefur lagt vegi yfir nýrunnið hraun. “ Lýjandi en spennandi að vera í kosningabaráttu Guðni lætur brátt af störfum sem forseti lýðveldisins en gengið verður til forsetakosninga 1. júní næstkomandi. Guðni óskar öllum frambjóðendum velfarnaðar á komandi vikum. Þegar þú lítur til baka, var þetta spennandi tímabil fyrir þig? „Já, það var það og lýjandi en svo þegar lokamarkinu var náð fann ég og hef fundið æ síðan hversu einstakur heiður er að gegna þessu embætti. Þegar að því kemur að ég líti um öxl verð ég fyrst og fremst fullur þakklætis, þakklætis í garð landsmanna, þakklætis í garð þessarar yndislegu þjóðar sem er svo sérstök að mörgu leyti,“ segir Guðni. Það sem mestu máli skipti sé að gera betur í dag en í gær. Það sé honum efst í huga, sérstaklega í Grindavík. „Ég hef farið á svo mög íþróttamót með krökkunum hérna, farið á svo marga viðburði. Þau hafa verið svo flott og það særir mig svo mikið, ef ég sé fram á það að þau muni ekki geta áfram notið þessara lífsgæða. ÞEss vegna finnst mér svo brýnt að við leitum allra leiða til að tryggja að börnin í Grindavík, ungmennin hér, fái litið glaðan dag eins og þau eru reynda rað gera núna. Við þurfum bara að hjálpa þeim.“
Grindavík Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira