Liðin mættust í Mosfellsbæ og stefndi allt í öruggan sigur heimamanna en þeir komust mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik. Munurinn var hins vegar kominn niður í tvö mörk í hálfleik, staðan þá 14-12.
Í síðari hálfleik náði Afturelding aftur upp ágætis forystu en aftur komu gestirnir úr Garðabæ til baka. Munurinn var aðeins eitt mark þegar mínúta lifði leiks en hvorugu liðinu tókst að skora og Afturelding vann leikinn með eins marks mun, 29-28.
Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 8 mörk og Birgir Steinn Jónsson gerði einu minna eða sjö talsins. Hjá Stjörnunni skoruðu þeir Tandri Már Konráðsson, Starri Friðriksson og Jón Ásgeir Eyjólfsson 5 mörk hver.