Ekki sjálfgefið að framhald yrði á stjórnarsamstarfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 10:52 Teitur Björn sagði brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur „straumhvörf“. Vísir/Vilhelm „Ég veit bara það að formaður Sjálfstæðisflokksins var í einum viðræðum, sem var við forystumenn þessara flokka, Framsóknar og Vinstri grænna. Hvað aðrir þingmenn eða aðrir hafa verið að ræða sín á milli um stöðuna bara þekki ég ekki til.“ Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í Pallborðinu í gær hvort viðræður hefðu átt sér stað milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar um aðkomu Viðreisnar að nýrri ríkisstjórn. Hann bætti því þó við síðar að ekkert hefið verið sjálfgefið í viðræðunum síðustu daga. Tilefni spurningarinnar var innlegg Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem sagði stjórnarsamstarfið nú ekki standa öruggari fótum en svo að haft hefði verið samband við aðra flokka á meðan viðræðum um nýja ríkisstjórn stóð. „Ég get auðvitað ekki sagt annað en að minn formaður hefur upplýst um að það var haft samband við hana,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um málið og vísaði þar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þorbjörg sagði að sér væri ekki kunnugt um það hver nákvæmlega hefði haft samband við Þorgerði en það hefði ekki verið Viðreisn sem lak því að samtalið hefði átt sér stað, heldur hefðu Sjálfstæðismenn gert það til að skapa sér sterkari samningsstöðu. „En Þorgerður hefur upplýst um það að úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins höfðu einhverjir þeir samband sem töldu sig hafa umboð til þess að ræða þessa hluti. Ég var ekki hluti af því samtali þannig að meira get ég ekki sagt.“ „Mjög lítið þokkafullt tilboð“ „Ég kannast alveg við þá umræðu að það var verið að skoða, „Bíddu hver eru verkefnin framundan, hvað er best til þess fallið til þess að ná þeim markmiðum fram...“ Sko, áttum okkur á því að það verða straumhvörf þegar forsætisráðherra og formaður VG yfirgefur vettvang stjórnmálanna. Það er meiri háttar breyting. Og það var ekkert sjálfgefið, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið mjög skýr frá því á föstudaginn, þá var ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Teitur, spurður að því hvort hann kannaðist við umræðu um það að bjóða öðrum að koma að. „Það var þetta samtal í gangi, milli hans og hinna formannanna en eðlilega var verið að velta vöngum, „Heyrðu hver er staðan? Hver er hin pólitíska staða?“ Og mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Niðurstaðan er hins vegar alveg skýr, menn koma sér niður á þessa niðurstöðu og ég tel hana vera mjög farsæla.“ „Þetta náði aldrei því flugi,“ svaraði Þorbjörg, spurð að því hvort það hefði komið til greina á einhverjum tímapunkti að ganga inn í ríkisstjórnina. „Ég meina þarna ertu að tala um það þá að fara inn í sjö ára gamalt ríkisstjórnarsamstarf, af því að þetta yrði auðvitað alltaf þannig, að fara inn í það. Taka við efnahagsmálum í þeirri óreiðu sem þau eru og kannski pólitískar skuldir annarra. Þetta var auðvitað mjög lítið þokkafullt tilboð eins og ég sé það, að skríða inn í þetta pólitíska þrotabú þessara flokka.“ Pallborðið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í Pallborðinu í gær hvort viðræður hefðu átt sér stað milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar um aðkomu Viðreisnar að nýrri ríkisstjórn. Hann bætti því þó við síðar að ekkert hefið verið sjálfgefið í viðræðunum síðustu daga. Tilefni spurningarinnar var innlegg Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem sagði stjórnarsamstarfið nú ekki standa öruggari fótum en svo að haft hefði verið samband við aðra flokka á meðan viðræðum um nýja ríkisstjórn stóð. „Ég get auðvitað ekki sagt annað en að minn formaður hefur upplýst um að það var haft samband við hana,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um málið og vísaði þar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þorbjörg sagði að sér væri ekki kunnugt um það hver nákvæmlega hefði haft samband við Þorgerði en það hefði ekki verið Viðreisn sem lak því að samtalið hefði átt sér stað, heldur hefðu Sjálfstæðismenn gert það til að skapa sér sterkari samningsstöðu. „En Þorgerður hefur upplýst um það að úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins höfðu einhverjir þeir samband sem töldu sig hafa umboð til þess að ræða þessa hluti. Ég var ekki hluti af því samtali þannig að meira get ég ekki sagt.“ „Mjög lítið þokkafullt tilboð“ „Ég kannast alveg við þá umræðu að það var verið að skoða, „Bíddu hver eru verkefnin framundan, hvað er best til þess fallið til þess að ná þeim markmiðum fram...“ Sko, áttum okkur á því að það verða straumhvörf þegar forsætisráðherra og formaður VG yfirgefur vettvang stjórnmálanna. Það er meiri háttar breyting. Og það var ekkert sjálfgefið, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið mjög skýr frá því á föstudaginn, þá var ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Teitur, spurður að því hvort hann kannaðist við umræðu um það að bjóða öðrum að koma að. „Það var þetta samtal í gangi, milli hans og hinna formannanna en eðlilega var verið að velta vöngum, „Heyrðu hver er staðan? Hver er hin pólitíska staða?“ Og mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Niðurstaðan er hins vegar alveg skýr, menn koma sér niður á þessa niðurstöðu og ég tel hana vera mjög farsæla.“ „Þetta náði aldrei því flugi,“ svaraði Þorbjörg, spurð að því hvort það hefði komið til greina á einhverjum tímapunkti að ganga inn í ríkisstjórnina. „Ég meina þarna ertu að tala um það þá að fara inn í sjö ára gamalt ríkisstjórnarsamstarf, af því að þetta yrði auðvitað alltaf þannig, að fara inn í það. Taka við efnahagsmálum í þeirri óreiðu sem þau eru og kannski pólitískar skuldir annarra. Þetta var auðvitað mjög lítið þokkafullt tilboð eins og ég sé það, að skríða inn í þetta pólitíska þrotabú þessara flokka.“
Pallborðið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira