Stefna Eimskip: Tjón Samskipa gæti hlaupið á milljörðum króna Árni Sæberg skrifar 12. apríl 2024 13:31 Hörður Felix Harðarson segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti gripnar. Vísir/Vilhelm Lögmaður Samskipa segir að tjón félagsins af meintum ólögmætum aðgerðum Eimskips í tengslum við sátt við Samkeppniseftirlitið gæti hlaupið á milljörðum króna. Samkeppniseftirlitið vísaði fimm hundruð sinnum í yfirlýsingar Eimskips í ákvörðun sinni um sekt Samskipa, þeirrar hæstu í sögu samkeppnismála. Eimskip tilkynnti Kauphöll um það á þriðjudag að félaginu og framkvæmdastjóra þess hefði borist stefna frá Samskipum til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um gerði Eimskip sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2021 vegna meints ólögmæts samráðs Eimskips og Samskipa. Eimskip greiddi 1,5 milljarða króna sekt vegna sáttarinnar. Samskip var aftur á móti sektað um 4,2 milljarða króna vegna meints samráðsins en þarf ekki að greiða sektina á meðan málið er enn fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og eftir atvikum dómstólum. Í ítarlegri stefnu, sem Vísir hefur undir höndum, krefjast Samskip, annars vegar viðurkenningar bótaskyldu á tjóni vegna yfirlýsinga í sáttinni og hins vegar á tjóni vegna þess að Eimskip skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við Samskip. Treystir sér ekki til að skjóta á tölu en segir tjónið umtalsvert Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa í málinu, segist í samtali við Vísi ekki treysta sér til þess að skjóta á það hversu háar skaðabæturnar yrðu verði fallist á kröfur Samskipa. Það muni þó alltaf vera að lágmarki hundruðir milljóna króna og líklega talið í milljörðum króna. Lýsti yfir alls konar samráði Í stefnunni segir að Eimskip hafi bakað Samskipum tjón með því að lýsa því yfir í sátt sinni við Samkeppniseftirlitið að hafa átt í samráði við Samskip á árunum 2008 til 2013 með því að: félögin hafi átt í samráði á síðari hluta ársins 2008 um breytingar á siglingakerfum og takmörkun á flutningsgetu í sjóflutningum til og frá Íslandi, félögin hafi haft samráð um skiptingu á mörkuðum eftir stærri viðskiptavinum í sjó- og landflutningum, félögin hafi átt í samráði um álagningu gjalda og afsláttarkjör í flutningaþjónustu og um miðlun á mikilvægum verð- og viðskiptaupplýsingum, félögin hafi haft samráð um landflutningaþjónustu á flutningaleiðum á Íslandi og skiptingu á mörkuðum á tilteknum flutningaleiðum, félögin hafi átt í samráði um sjóflutninga milli Íslands og annarra Evrópulanda, um gagnkvæma leigu eða lán á gámum og aðrar aðgerðir sem miðuðu að því að raska samkeppni í flutningaþjónustu, og félögin hafi haft samráð um sjóflutninga milli Íslands og Norður-Ameríku. Lengi eldað grátt silfur saman Í stefnunni segir að málsaðilar séu alþjóðleg flutningafyrirtæki sem hafa um árabil boðið flutningalausnir hér á landi, á meginlandi Evrópu og víðar. Starfsemi Eimskips eigi rætur að rekja aftur til ársins 1914 en Samskipa til ársins 1991. Samskip hafi allt frá stofnun félagsins átt í harðri samkeppni við Eimskip en Eimskip hafi notið allnokkurra yfirburða á hérlendum flutningamörkuðum og þá ekki síst í sjóflutningum. „Málsaðilar hafa lengi eldað grátt silfur saman og er það mat stefnanda að stefndi hafi ítrekað beitt styrk sínum á flutningamörkuðum til að viðhalda eða styrkja ráðandi stöðu félagsins og koma um leið höggi á stefnanda. Á árinu 2002 greip stefnandi til þess ráðs að beina kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna endurtekinnar háttsemi stefnda á sjóflutningamörkuðum sem stefnandi taldi andstæða banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu samkvæmt þágildandi ákvæðum samkeppnislaga nr. 8/1993.“ Rannsókn Samkeppnisstofnunar, síðar Samkeppniseftirlitsins, hafi leitt til þess að Eimskip var sektað um 310 milljónir. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi staðfest brot Eimskips en lækkað sektina í 230 milljónir króna. Samskip hafi höfðað í kjölfarið dómsmál til heimtu skaðabóta vegna þess tjóns sem hlaust af ólögmætum aðgerðum Eimskips. Endanlegar lyktir málsins hafi orðið þær að Samskipum voru dæmdar bætur með dómi Landsréttar árið 2018 að fjárhæð 98.144.452 kr., auk vaxta og málskostnaðar. Kvörtuðu undan Eimskip og fengu eftirlitið svo á eftir sér Samskip hafi talið ljóst að Eimskip hafi, þrátt fyrir afdráttarlausa niðurstöðu samkeppnisyfirvalda í framangreindu máli, haldið ólögmætum sértækum aðgerðum áfram gagnvart viðskiptavinum Samskipa. Samskip hafi af þeim sökum sent kvörtun að nýju til Samkeppniseftirlitsins 7. maí 2008 vegna háttsemi Eimskips á tímabilinu 1. janúar 2007 til 30. apríl 2008. Með erindi til Samkeppniseftirlitsins 25. ágúst 2008 hafi verið aukið við fyrra erindi enda hafi Samskip sýnt að aðgerðir Eimskips hefðu beinst að fleiri fyrirtækjum en áður var talið. Talsverð bréfaskipti hafi átt sér stað í kjölfar þessara erinda en á tímabilinu nóvember 2008 og fram á mitt ár 2010 hafi Samskip sent bréf til Samkeppniseftirlitsins þar sem athugasemdum Eimskips var svarað og fyrri erindum fylgt eftir. Þá hafi Samskip sent nýja kvörtun til Samkeppniseftirlitsins 16. maí 2008 í kjölfar frétta af samstarfi Eimskips við Atlantsskip í sjóflutningum og síðar yfirtöku Eimskips á öllum flutningum sem Atlantsskip höfðu áður sinnt. Með bréfi sem dagsett sé 29. mars 2010 hafi það hins vegar gerst að Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn á ætluðum brotum Samskipa og Eimskips á landflutningamarkaði. Rannsóknin hafi lotið einkum að því hvort félögin hefðu undirboðið smærri keppinauta á markaðnum og nýtt til þess styrk félaganna á þeim markaði og sjóflutningamarkaði. Þá hafi einnig verið til skoðunar hvort samstarf Samskipa við önnur fyrirtæki á landflutningamarkaði væri andstætt tíundu grein samkeppnislaga. Sambærilegt erindi hafi verið sent til Eimskips. Við rannsókn málsins hafi verið óskað umfangsmikilla upplýsinga og gagna frá félögunum tveimur. Á árunum 2010 og 2011 hafi Samskip átt í endurteknum samskiptum við Samkeppniseftirlitið, jafnt munnlegum sem skriflegum, vegna rannsóknar málsins. Gríðarleg vinna hafi verið lögð í að taka saman svör við upplýsingabeiðnum og afhenda þau gögn sem óskað var eftir við rannsóknina og áhersla á það lögð að aðstoða stofnunina í hvívetna við rannsókn málsins. Með bréfi sem dagsett er 18. maí 2011 hafi Samskip enn á ný sent erindi til Samkeppniseftirlitsins vegna grunsemda um að Eimskip hefði enn ekki látið af háttsemi sambærilegri þeirri og var til umfjöllunar í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2007. Þess hafi verið krafist að rannsóknin tæki til samninga og markaðsaðgerða Eimskips síðustu sjö ár í starfsemi félagsins. Málið tafðist vegna anna og var svo sameinað rannsókn á báðum Með bréfi, dagsettu 13. desember 2011, hafi Samkeppniseftirlitið tilkynnt Samskipum að meðferð framangreinda erinda hefði tafist vegna anna og óskað hafi verið eftir upplýsingum um hvort þær samkeppnishindranir sem kvartað væri undan væru enn til staðar. Samskip hafi krafðist þess með bréfi, dagsettu 4. janúar 2012, að leyst yrði úr umræddum erindum hið fyrsta, enda væri um umfangsmikil og endurtekin brot að ræða. Með bréfi dagsettu 10. ágúst 2012 hafi Samskipum verið gerð grein fyrir því að rannsókn framangreindra mála væri lokið af hálfu Samkeppniseftirlitsins og um það efni meðal annars vísað til heimilda til forgangsröðunar verkefna. Samskip hafi kært þá niðurstöðu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti umrædda ákvörðun með vísan til svigrúms stofnunarinnar til mats á efni mála og forgangsröðunar. Samskip hafi sent erindi til Samkeppniseftirlitsins 3. júlí 2013 þar sem færð voru rök fyrir því að breytingar sem Eimskip hefði þá innleitt á siglingakerfi sínu væru ekki gerðar á rekstrarlegum forsendum heldur beinlínis í því skyni að koma höggi á Samskip. Með því hafi Eimskip misnotað yfirburði sína á umræddum markaði með ólögmætum hætti í því skyni að auka enn á yfirburði félagsins. Samkeppniseftirlitið hafi framkvæmt húsleit á starfsstöðvum Samskipa og Eimskips 10. september 2013. Í bréfi, sem Samskipum var afhent þann dag, kom fram að til rannsóknar væru ætluð brot félaganna tveggja og tengdra félaga á mörkuðum fyrir sjóflutninga, landflutninga og flutningamiðlun. Samhliða hafi Samskipum verið tilkynnt að rannsókn sem hófst á árinu 2010 á landflutningamarkaði yrði sameinuð þeirri rannsókn sem hófst við húsleitina. Í kjölfarið hafi Samskipum ennfremur verið tilkynnt að framangreint erindi frá 3. júlí 2013 yrði ekki tekið til rannsóknar. Stefnandi hafi mótmælt þeirri ákvörðun með bréfi dagsettu 4. nóvember 2013 og tæplega ári síðar hafi Samskipum verið tilkynnt að erindið yrði sameinað rannsókn á ætluðu samráði félaganna tveggja. Engir augljósis misbrestir hafi komið í ljós Við rannsókn málsins hafi Samkeppniseftirlitið endurtekið beint ítarlegum gagna- og upplýsingabeiðnum til Samskipa. Samskip hafi gert allt sem í valdi félagsins stóð til að verða við kröfum stofnunarinnar og afhenda öll tiltæk gögn. Umrædd upplýsingaöflun hafi staðið yfir með hléum á árunum 2015 til 2019. Í kjölfar húsleitarinnar, og í tengslum við upplýsingabeiðnir stofnunarinnar, hafi af hálfu Samskipa einnig verið ráðist í úttekt á starfsemi félagsins með tilliti til samráðsákvæða samkeppnislaga. „Leiddi sú úttekt ekki í ljós neina augljósa misbresti enda hafði ávallt verið lögð rík áhersla á eftirfylgni við samkeppnislögin og gott samstarf við Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlitið afhenti stefnanda og stefnda frumniðurstöður sínar í málinu í tveimur hlutum og hefur stofnunin kosið að vísa til þeirra sem andmælaskjals I og II. Það fyrra var afhent 6. júní 2018 en það síðara 13. desember 2019 (dskj. 24 og 25). Í skjölunum voru settar fram ályktanir og kenningar um margþætt ætluð brot stefnanda og stefnda gegn 10. gr. samkeppnislaga og 1. mgr. 53. gr. EES-samningsins sem að mati stefnanda eiga sér enga stoð í gögnum málsins, sem þó eru mikil að umfangi, og í hróplegu ósamræmi við raunveruleg atvik í rekstri félagsins á því tímabili sem rannsóknin tók til, þ.e. einkum áranna 2008-2013.“ Skáldaður tilbúningur sem ætti enga stoð í raunveruleikanum Við hafi tekið gríðarleg vinna af hálfu Samskipa við yfirferð allra gagna málsins, sem og annarra gagna úr rekstri félagsins. Athugasemdum hafi verið skilað í tvennu lagi, annars vegar 12. og hins vegar 19. júní 2020, þar sem öllum staðhæfingum, kenningum og ályktunum Samkeppniseftirlitsins var hafnað. Eimskip hafi einnig skilað ítarlegum athugasemdum 16. mars og 15. júní 2020 þar sem frumniðurstöðum Samkeppniseftirlitsins var að sama skapi alfarið hafnað. Í athugasemdum Eimskips hafi víða verið farið hörðum orðum um rannsókn Samkeppniseftirlitsins og sönnunarmat. Kenningum stofnunarinnar um svokallað „NR samráðsverkefni“, sem hafi verið meginstoðin í ályktunum um ætlað ólögmætt samráð félaganna, hafi í athugasemdum Eimskips ítrekað verið lýst sem „skálduðum tilbúningi“ sem ætti „enga stoð í raunveruleikanum“. Þá beri einnig að geta þess að áður en síðari hluti andmælaskjals Samkeppniseftirlitsins leit dagsins ljós, eða 3. júlí 2019, hafi Eimskip lagt fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur á grundvelli laga um meðferð sakamála þar sem meðal annars var krafist viðurkenningar á því að rannsókn Samkeppniseftirlitsins væri ólögmæt og að stofnuninni yrði gert að hætta rannsókninni. Kröfunni hafi verið vísað frá dómi með úrskurði héraðsdóms 10. október 2019 á þeim grundvelli að Eimskip gæti ekki stutt kröfugerðina við ákvæði laga um meðferð sakamála. Eimskip hafi í kjölfarið höfðað mál, sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur 26. nóvember 2019, þar sem sambærilegar kröfur voru hafðar uppi. Í málinu hafi meðal annars verið byggt á því af hálfu Eimskips að haldlagning gagna hafi verið ólögmæt, Samkeppniseftirlitið hafi brotið gegn hlutlægnisskyldum og réttindum stefnda við rannsóknina, rannsakendur hafi verið vanhæfir og að óhóflegur dráttur hafi verið á rannsókninni. Rekstur umrædds máls hafi enn verið í gangi þegar tilkynnt var opinberlega 10. júní 2021 að Samkeppniseftirlitið og Eimskip hefðu degi áður undirritað yfirlýsingu um upphaf sáttaviðræðna. Innan við viku síðar, eða 16. júní 2021, hafi verið gerð grein fyrir því opinberlega að Samkeppniseftirlitið og Eimskip hefðu þann dag undirritað sátt. Með sáttinni hafi Eimskip viðurkennt að hafa átt í samskiptum og samstarfi við Samskip á tímabilinu 2008 til 2013 sem hafi falið í sér alvarleg brot gegn samkeppnislögum og EES-samningnum. Nánar tiltekið sé því lýst að samráðið hafi falist í aðgerðum sem gripið hafi verið til eftir fund sem haldinn hafi verið milli stefnanda og stefnda 6. júní 2008 og hafi falist í: Samráði um breytingar á siglingakerfum síðari hluta árs 2008 og takmörkun á flutningsgetu í sjóflutningum til og frá Íslandi Samráði um skiptingu á mörkuðum eftir stærri viðskiptavinum í sjó- og landflutningum Samráði um álagningu gjalda og afsláttarkjör í flutningaþjónustu og um miðlun á mikilvægum verð- og viðskiptaupplýsingum Samráði um landflutningaþjónustu á flutningaleiðum á Íslandi og skiptingu á mörkuðum á tilteknum flutningaleiðum Samráði um sjóflutninga milli Íslands og annarra Evrópulanda og um gagnkvæma leigu eða lán á gámum og aðrar aðgerðir sem miðuðu að því að raska samkeppni í flutningsþjónustu Samráði um sjóflutninga milli Íslands og Norður-Ameríku þegar ekki var í gildi undanþága frá 10. gr. samkeppnislaga Þá hafi Eimskip einnig viðurkennt að tiltekið samráð hafi verið til staðar við Samskip áður en fundur hafi verið haldinn milli félaganna 6. júní 2008, meðal annars í landflutningum á Norðurlandi, sjóflutningum á grundvelli neyðarsamkomulags og í sjóflutningum milli Íslands og Norður-Ameríku. Eimskip laust en Samskip sitja eftir í súpunni Eimskip hafi samþykkt að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.500.000.000 króna. Þá hafi félagið skuldbundið sig til að hætta öllu viðskiptalegu samstarfi við Samskip og til að eiga ekki í samstarfi við önnur fyrirtæki í hvers konar flutningaþjónustu ef Samskip ættu einnig í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki. Skuldbindingin tæki þó ekki til tilvika þar sem Eimskip gæti sýnt Samkeppniseftirlitinu fram á að eðli viðkomandi samstarfs væri með þeim hætti að ekki væri hætta á röskun á samkeppni milli Samskipa og Eimskips. Í kjölfar þessara málaloka hafi rannsókn Samkeppniseftirlitsins haldið áfram á ætluðum þætti Samskipa í málinu en Eimskip verið laust allra mála. Samskip hafi átt í ítrekuðum bréfaskiptum á árunum 2021 til 2023 þar sem stofnunin hafi freistað þess að færa fram ný gögn og styðja við fyrri samráðskenningar. Samskip hafi í hverju tilviki fært fram ítarleg andsvör og hafnað öllum ályktunum stofnunarinnar sem röngum og tilhæfulausum. Samkeppniseftirlitið hafi birt ákvörðun í málinu 31. ágúst 2023, þar sem Samskipum var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 4 milljarðar króna, auk 200 milljóna króna sektar vegna ætlaðra brota gegn nítjándu grein samkeppnislaga. Þá hafi ennfremur gert að sæta sambærilegum skilyrðum og stefndi undirgekkst með sáttinni 16. júní 2021. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé endurtekið vísað til þess í umfjöllun um einstök ætluð samráðstilvik að Eimskip hafi þegar játað að hafa átt í samráði við Samskip og að sú játning hafi mikið vægi við sönnunarmatið. Á það ekki síst við um meginstoð samráðskenningar stofnunarinnar, það er svokallað,,NR samráðsverkefni“ eða „Nýtt upphaf, sem forsvarsmenn félaganna tveggja eigi að hafa rætt og sammælst um á fundi 6. júní 2008. Samskipum teljist til að í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé vísað að minnsta kosti fimm hundruð sinnum til yfirlýsinga í sátt Eimskips, í því skyni að færa sönnur á ætluð brot Samskipa. „Stefnandi telur ljóst að kenningar um fyrrnefnt „,NR samráðsverkefni“ / „Nýtt upphaf“ séu með öllu tilhæfulausar eða skáldaður tilbúningur" svo notuð séu orð úr athugasemdum stefnda við andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins. Það sama á við um allar ályktanir sem dregnar eru af þessu ætlaða verkefni í forsendum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Þá telur stefnandi ljóst að þau viðskipti sem stefnandi og stefndi áttu sannanlega í hafi verið fullkomlega samrýmanleg 10. gr. samkeppnislaga, sbr. einnig 15. gr. sömu laga.“ Taktísk ákvörðun nýrra stjórnenda Samskip telji ljóst að ákvörðun Eimskips um að ganga til sáttar við Samkeppniseftirlitið hafi ekki verið byggð á endurmati á atvikum í málinu eða breyttri afstöðu til ætlaðra brota. Samskip telji ljóst að lýsingar í athugasemdum Eimskips við bæði fyrri og seinni hluta andmælaskjals Samkeppniseftirlitsins á atvikum í rekstri Eimskips séu sannar og gefi rétta mynd af því sem raunverulega átti sér stað í rekstri félagsins á meintu samráðstímabili. Þá liggi fyrir að engar nýjar upplýsingar eða yfirlýsingar starfsmanna lágu til grundvallar þeirri breyttu afstöðu sem birtist í sáttinni sem Eimskip undirgekkst. Að mati Samskipa sé ljóst að ákvörðun Eimskips um að ganga til sáttar hafi einfaldlega verið rekstrarleg og taktísk ákvörðun nýrra stjórnenda og eigenda Eimskips. Ákvörðunin hafi reynst farsæl fyrir félagið og hluthafa þess og hún verið til þess fallin að styrkja enn frekar stöðu félagsins á flutningamörkuðum. Ákvörðun um að játa sök og undirgangast sekt hafi beinlínis þjónað hagsmunum félagsins í samkeppni við Samskip, sem hafi sem fyrr segir reynst Eimskip óþægur ljár í þúfu til fjölda ára. Samskip hafi beint erindi til Eimskips 26. september 2023 þar sem yfirlýsingum í sátt félagsins um ætlað samráð við Samkskip var harðlega mótmælt sem röngum. Í bréfinu hafi því verið lýst að um væri að ræða mjög alvarlega atlögu að Samskipum, enda væri félagið með þessu ranglega sakað um ólögmæta háttsemi, sem jafnframt gæti verið refsiverð fyrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn félagsins ef réttar væru. Yfirlýsingar í vondri trú Í bréfinu hafi verið gerð grein fyrir því að yfirlýsingar í sátt Eimskips hafi ekki verið gefnar í góðri trú enda lægi afstaða félagsins til umræddra atvika fyrir í ítarlegum athugasemdum við andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins. Ætla yrði að þær athugasemdir hafi verið unnar í nánu samstarfi við þá starfsmenn Eimskips sem best þekktu til atvika og gæfu rétta mynd af atvikum í rekstri félagsins. Yrði að virða stjórnendum stefnda það til ásetnings, eða að lágmarki gáleysis, að hafa eftir sem áður undirgengist sátt þar sem Samskip eru endurtekið borin röngum sökum. Áburður af þessum toga geti verið refsiverður samkvæmt almennum hegningarlögum, auk þess að vera andstæður lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi því ennfremur verið lýst að Eimskip hafi verið ljóst, eða að minnsta kosti mátt vera ljóst, að Samkeppniseftirlitið myndi nota umrædda sátt og yfirlýsingar Eimskips sem lykilgagn til stuðnings ásökunum gagnvart Samskipum. Þá hafi Eimskip einnig verið ljóst að með því að samþykkja að greiða hæstu sekt sem sögur fara af í hérlendum samkeppnismálum hafi félagið tryggt að Samskipum yrði gerð enn hærri sekt í endanlegri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Með því móti hafi Eimskip með beinum hætti stuðlað að því að Samskip yrðu fyrir miklum skakkaföllum í rekstri og veikt samkeppnisstöðu félagsins. Eimskip beri bótaábyrgð á tjóni sem af þessu hafi þegar hlotist og muni hljótast í rekstri Samskipa. Buðu sáttaviðræður Í bréfinu hafi þess ennfremur verið óskað að Eimskip upplýsti hvernig staðið hafi verið að ákvörðun um að ganga til sáttar við Samkeppniseftirlitið. Hafi ákvörðunin verið samþykkt af stjórn stefnda væri óskað upplýsinga um dagsetningu fundar og hvaða stjórnarmenn hafi staðið að þeirri ákvörðun. Þá hafi Eimskip verið gerð grein fyrir því að Samskip hefðu í hyggju að höfða mál til staðfestingar á bótaskyldu Eimskips vegna framangreindrar háttsemi en boðið hafi verið upp á viðræður ef Eimskip hefði hug á að leita samninga um lok málsins. Svarbréf hafi borist frá Eimskip í október í fyrra þar sem Eimskip hafnaði bótaskyldu og neitaði að afhenda umbeðnar upplýsingar. Íhuguðu að kæra til lögreglu Sem áður segir telja Samskip að háttsemi Eimskips geti varðað við ákvæði almennra hegningarlaga um rangar sakargiftir. Hörður Felix, lögmaður Samskipa, segir í samtali við Vísi til skoðunar hafi komið að kæra stjórnendur Eimskips til lögreglu. Ákveðið hafi verið að höfða frekar einkamál til heimtu skaðabóta enda hefði ekki verið talið að kæra skilaði miklum árangri. Þar vísar hann til þess að málið sjálft hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í á sjönda ár. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Fréttaskýringar Tengdar fréttir Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46 Skoða að sækja bætur fyrir neytendur vegna samráðsins Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða. 22. febrúar 2024 19:13 „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. 22. febrúar 2024 12:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Eimskip tilkynnti Kauphöll um það á þriðjudag að félaginu og framkvæmdastjóra þess hefði borist stefna frá Samskipum til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um gerði Eimskip sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2021 vegna meints ólögmæts samráðs Eimskips og Samskipa. Eimskip greiddi 1,5 milljarða króna sekt vegna sáttarinnar. Samskip var aftur á móti sektað um 4,2 milljarða króna vegna meints samráðsins en þarf ekki að greiða sektina á meðan málið er enn fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og eftir atvikum dómstólum. Í ítarlegri stefnu, sem Vísir hefur undir höndum, krefjast Samskip, annars vegar viðurkenningar bótaskyldu á tjóni vegna yfirlýsinga í sáttinni og hins vegar á tjóni vegna þess að Eimskip skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við Samskip. Treystir sér ekki til að skjóta á tölu en segir tjónið umtalsvert Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa í málinu, segist í samtali við Vísi ekki treysta sér til þess að skjóta á það hversu háar skaðabæturnar yrðu verði fallist á kröfur Samskipa. Það muni þó alltaf vera að lágmarki hundruðir milljóna króna og líklega talið í milljörðum króna. Lýsti yfir alls konar samráði Í stefnunni segir að Eimskip hafi bakað Samskipum tjón með því að lýsa því yfir í sátt sinni við Samkeppniseftirlitið að hafa átt í samráði við Samskip á árunum 2008 til 2013 með því að: félögin hafi átt í samráði á síðari hluta ársins 2008 um breytingar á siglingakerfum og takmörkun á flutningsgetu í sjóflutningum til og frá Íslandi, félögin hafi haft samráð um skiptingu á mörkuðum eftir stærri viðskiptavinum í sjó- og landflutningum, félögin hafi átt í samráði um álagningu gjalda og afsláttarkjör í flutningaþjónustu og um miðlun á mikilvægum verð- og viðskiptaupplýsingum, félögin hafi haft samráð um landflutningaþjónustu á flutningaleiðum á Íslandi og skiptingu á mörkuðum á tilteknum flutningaleiðum, félögin hafi átt í samráði um sjóflutninga milli Íslands og annarra Evrópulanda, um gagnkvæma leigu eða lán á gámum og aðrar aðgerðir sem miðuðu að því að raska samkeppni í flutningaþjónustu, og félögin hafi haft samráð um sjóflutninga milli Íslands og Norður-Ameríku. Lengi eldað grátt silfur saman Í stefnunni segir að málsaðilar séu alþjóðleg flutningafyrirtæki sem hafa um árabil boðið flutningalausnir hér á landi, á meginlandi Evrópu og víðar. Starfsemi Eimskips eigi rætur að rekja aftur til ársins 1914 en Samskipa til ársins 1991. Samskip hafi allt frá stofnun félagsins átt í harðri samkeppni við Eimskip en Eimskip hafi notið allnokkurra yfirburða á hérlendum flutningamörkuðum og þá ekki síst í sjóflutningum. „Málsaðilar hafa lengi eldað grátt silfur saman og er það mat stefnanda að stefndi hafi ítrekað beitt styrk sínum á flutningamörkuðum til að viðhalda eða styrkja ráðandi stöðu félagsins og koma um leið höggi á stefnanda. Á árinu 2002 greip stefnandi til þess ráðs að beina kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna endurtekinnar háttsemi stefnda á sjóflutningamörkuðum sem stefnandi taldi andstæða banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu samkvæmt þágildandi ákvæðum samkeppnislaga nr. 8/1993.“ Rannsókn Samkeppnisstofnunar, síðar Samkeppniseftirlitsins, hafi leitt til þess að Eimskip var sektað um 310 milljónir. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi staðfest brot Eimskips en lækkað sektina í 230 milljónir króna. Samskip hafi höfðað í kjölfarið dómsmál til heimtu skaðabóta vegna þess tjóns sem hlaust af ólögmætum aðgerðum Eimskips. Endanlegar lyktir málsins hafi orðið þær að Samskipum voru dæmdar bætur með dómi Landsréttar árið 2018 að fjárhæð 98.144.452 kr., auk vaxta og málskostnaðar. Kvörtuðu undan Eimskip og fengu eftirlitið svo á eftir sér Samskip hafi talið ljóst að Eimskip hafi, þrátt fyrir afdráttarlausa niðurstöðu samkeppnisyfirvalda í framangreindu máli, haldið ólögmætum sértækum aðgerðum áfram gagnvart viðskiptavinum Samskipa. Samskip hafi af þeim sökum sent kvörtun að nýju til Samkeppniseftirlitsins 7. maí 2008 vegna háttsemi Eimskips á tímabilinu 1. janúar 2007 til 30. apríl 2008. Með erindi til Samkeppniseftirlitsins 25. ágúst 2008 hafi verið aukið við fyrra erindi enda hafi Samskip sýnt að aðgerðir Eimskips hefðu beinst að fleiri fyrirtækjum en áður var talið. Talsverð bréfaskipti hafi átt sér stað í kjölfar þessara erinda en á tímabilinu nóvember 2008 og fram á mitt ár 2010 hafi Samskip sent bréf til Samkeppniseftirlitsins þar sem athugasemdum Eimskips var svarað og fyrri erindum fylgt eftir. Þá hafi Samskip sent nýja kvörtun til Samkeppniseftirlitsins 16. maí 2008 í kjölfar frétta af samstarfi Eimskips við Atlantsskip í sjóflutningum og síðar yfirtöku Eimskips á öllum flutningum sem Atlantsskip höfðu áður sinnt. Með bréfi sem dagsett sé 29. mars 2010 hafi það hins vegar gerst að Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn á ætluðum brotum Samskipa og Eimskips á landflutningamarkaði. Rannsóknin hafi lotið einkum að því hvort félögin hefðu undirboðið smærri keppinauta á markaðnum og nýtt til þess styrk félaganna á þeim markaði og sjóflutningamarkaði. Þá hafi einnig verið til skoðunar hvort samstarf Samskipa við önnur fyrirtæki á landflutningamarkaði væri andstætt tíundu grein samkeppnislaga. Sambærilegt erindi hafi verið sent til Eimskips. Við rannsókn málsins hafi verið óskað umfangsmikilla upplýsinga og gagna frá félögunum tveimur. Á árunum 2010 og 2011 hafi Samskip átt í endurteknum samskiptum við Samkeppniseftirlitið, jafnt munnlegum sem skriflegum, vegna rannsóknar málsins. Gríðarleg vinna hafi verið lögð í að taka saman svör við upplýsingabeiðnum og afhenda þau gögn sem óskað var eftir við rannsóknina og áhersla á það lögð að aðstoða stofnunina í hvívetna við rannsókn málsins. Með bréfi sem dagsett er 18. maí 2011 hafi Samskip enn á ný sent erindi til Samkeppniseftirlitsins vegna grunsemda um að Eimskip hefði enn ekki látið af háttsemi sambærilegri þeirri og var til umfjöllunar í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2007. Þess hafi verið krafist að rannsóknin tæki til samninga og markaðsaðgerða Eimskips síðustu sjö ár í starfsemi félagsins. Málið tafðist vegna anna og var svo sameinað rannsókn á báðum Með bréfi, dagsettu 13. desember 2011, hafi Samkeppniseftirlitið tilkynnt Samskipum að meðferð framangreinda erinda hefði tafist vegna anna og óskað hafi verið eftir upplýsingum um hvort þær samkeppnishindranir sem kvartað væri undan væru enn til staðar. Samskip hafi krafðist þess með bréfi, dagsettu 4. janúar 2012, að leyst yrði úr umræddum erindum hið fyrsta, enda væri um umfangsmikil og endurtekin brot að ræða. Með bréfi dagsettu 10. ágúst 2012 hafi Samskipum verið gerð grein fyrir því að rannsókn framangreindra mála væri lokið af hálfu Samkeppniseftirlitsins og um það efni meðal annars vísað til heimilda til forgangsröðunar verkefna. Samskip hafi kært þá niðurstöðu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti umrædda ákvörðun með vísan til svigrúms stofnunarinnar til mats á efni mála og forgangsröðunar. Samskip hafi sent erindi til Samkeppniseftirlitsins 3. júlí 2013 þar sem færð voru rök fyrir því að breytingar sem Eimskip hefði þá innleitt á siglingakerfi sínu væru ekki gerðar á rekstrarlegum forsendum heldur beinlínis í því skyni að koma höggi á Samskip. Með því hafi Eimskip misnotað yfirburði sína á umræddum markaði með ólögmætum hætti í því skyni að auka enn á yfirburði félagsins. Samkeppniseftirlitið hafi framkvæmt húsleit á starfsstöðvum Samskipa og Eimskips 10. september 2013. Í bréfi, sem Samskipum var afhent þann dag, kom fram að til rannsóknar væru ætluð brot félaganna tveggja og tengdra félaga á mörkuðum fyrir sjóflutninga, landflutninga og flutningamiðlun. Samhliða hafi Samskipum verið tilkynnt að rannsókn sem hófst á árinu 2010 á landflutningamarkaði yrði sameinuð þeirri rannsókn sem hófst við húsleitina. Í kjölfarið hafi Samskipum ennfremur verið tilkynnt að framangreint erindi frá 3. júlí 2013 yrði ekki tekið til rannsóknar. Stefnandi hafi mótmælt þeirri ákvörðun með bréfi dagsettu 4. nóvember 2013 og tæplega ári síðar hafi Samskipum verið tilkynnt að erindið yrði sameinað rannsókn á ætluðu samráði félaganna tveggja. Engir augljósis misbrestir hafi komið í ljós Við rannsókn málsins hafi Samkeppniseftirlitið endurtekið beint ítarlegum gagna- og upplýsingabeiðnum til Samskipa. Samskip hafi gert allt sem í valdi félagsins stóð til að verða við kröfum stofnunarinnar og afhenda öll tiltæk gögn. Umrædd upplýsingaöflun hafi staðið yfir með hléum á árunum 2015 til 2019. Í kjölfar húsleitarinnar, og í tengslum við upplýsingabeiðnir stofnunarinnar, hafi af hálfu Samskipa einnig verið ráðist í úttekt á starfsemi félagsins með tilliti til samráðsákvæða samkeppnislaga. „Leiddi sú úttekt ekki í ljós neina augljósa misbresti enda hafði ávallt verið lögð rík áhersla á eftirfylgni við samkeppnislögin og gott samstarf við Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlitið afhenti stefnanda og stefnda frumniðurstöður sínar í málinu í tveimur hlutum og hefur stofnunin kosið að vísa til þeirra sem andmælaskjals I og II. Það fyrra var afhent 6. júní 2018 en það síðara 13. desember 2019 (dskj. 24 og 25). Í skjölunum voru settar fram ályktanir og kenningar um margþætt ætluð brot stefnanda og stefnda gegn 10. gr. samkeppnislaga og 1. mgr. 53. gr. EES-samningsins sem að mati stefnanda eiga sér enga stoð í gögnum málsins, sem þó eru mikil að umfangi, og í hróplegu ósamræmi við raunveruleg atvik í rekstri félagsins á því tímabili sem rannsóknin tók til, þ.e. einkum áranna 2008-2013.“ Skáldaður tilbúningur sem ætti enga stoð í raunveruleikanum Við hafi tekið gríðarleg vinna af hálfu Samskipa við yfirferð allra gagna málsins, sem og annarra gagna úr rekstri félagsins. Athugasemdum hafi verið skilað í tvennu lagi, annars vegar 12. og hins vegar 19. júní 2020, þar sem öllum staðhæfingum, kenningum og ályktunum Samkeppniseftirlitsins var hafnað. Eimskip hafi einnig skilað ítarlegum athugasemdum 16. mars og 15. júní 2020 þar sem frumniðurstöðum Samkeppniseftirlitsins var að sama skapi alfarið hafnað. Í athugasemdum Eimskips hafi víða verið farið hörðum orðum um rannsókn Samkeppniseftirlitsins og sönnunarmat. Kenningum stofnunarinnar um svokallað „NR samráðsverkefni“, sem hafi verið meginstoðin í ályktunum um ætlað ólögmætt samráð félaganna, hafi í athugasemdum Eimskips ítrekað verið lýst sem „skálduðum tilbúningi“ sem ætti „enga stoð í raunveruleikanum“. Þá beri einnig að geta þess að áður en síðari hluti andmælaskjals Samkeppniseftirlitsins leit dagsins ljós, eða 3. júlí 2019, hafi Eimskip lagt fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur á grundvelli laga um meðferð sakamála þar sem meðal annars var krafist viðurkenningar á því að rannsókn Samkeppniseftirlitsins væri ólögmæt og að stofnuninni yrði gert að hætta rannsókninni. Kröfunni hafi verið vísað frá dómi með úrskurði héraðsdóms 10. október 2019 á þeim grundvelli að Eimskip gæti ekki stutt kröfugerðina við ákvæði laga um meðferð sakamála. Eimskip hafi í kjölfarið höfðað mál, sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur 26. nóvember 2019, þar sem sambærilegar kröfur voru hafðar uppi. Í málinu hafi meðal annars verið byggt á því af hálfu Eimskips að haldlagning gagna hafi verið ólögmæt, Samkeppniseftirlitið hafi brotið gegn hlutlægnisskyldum og réttindum stefnda við rannsóknina, rannsakendur hafi verið vanhæfir og að óhóflegur dráttur hafi verið á rannsókninni. Rekstur umrædds máls hafi enn verið í gangi þegar tilkynnt var opinberlega 10. júní 2021 að Samkeppniseftirlitið og Eimskip hefðu degi áður undirritað yfirlýsingu um upphaf sáttaviðræðna. Innan við viku síðar, eða 16. júní 2021, hafi verið gerð grein fyrir því opinberlega að Samkeppniseftirlitið og Eimskip hefðu þann dag undirritað sátt. Með sáttinni hafi Eimskip viðurkennt að hafa átt í samskiptum og samstarfi við Samskip á tímabilinu 2008 til 2013 sem hafi falið í sér alvarleg brot gegn samkeppnislögum og EES-samningnum. Nánar tiltekið sé því lýst að samráðið hafi falist í aðgerðum sem gripið hafi verið til eftir fund sem haldinn hafi verið milli stefnanda og stefnda 6. júní 2008 og hafi falist í: Samráði um breytingar á siglingakerfum síðari hluta árs 2008 og takmörkun á flutningsgetu í sjóflutningum til og frá Íslandi Samráði um skiptingu á mörkuðum eftir stærri viðskiptavinum í sjó- og landflutningum Samráði um álagningu gjalda og afsláttarkjör í flutningaþjónustu og um miðlun á mikilvægum verð- og viðskiptaupplýsingum Samráði um landflutningaþjónustu á flutningaleiðum á Íslandi og skiptingu á mörkuðum á tilteknum flutningaleiðum Samráði um sjóflutninga milli Íslands og annarra Evrópulanda og um gagnkvæma leigu eða lán á gámum og aðrar aðgerðir sem miðuðu að því að raska samkeppni í flutningsþjónustu Samráði um sjóflutninga milli Íslands og Norður-Ameríku þegar ekki var í gildi undanþága frá 10. gr. samkeppnislaga Þá hafi Eimskip einnig viðurkennt að tiltekið samráð hafi verið til staðar við Samskip áður en fundur hafi verið haldinn milli félaganna 6. júní 2008, meðal annars í landflutningum á Norðurlandi, sjóflutningum á grundvelli neyðarsamkomulags og í sjóflutningum milli Íslands og Norður-Ameríku. Eimskip laust en Samskip sitja eftir í súpunni Eimskip hafi samþykkt að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.500.000.000 króna. Þá hafi félagið skuldbundið sig til að hætta öllu viðskiptalegu samstarfi við Samskip og til að eiga ekki í samstarfi við önnur fyrirtæki í hvers konar flutningaþjónustu ef Samskip ættu einnig í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki. Skuldbindingin tæki þó ekki til tilvika þar sem Eimskip gæti sýnt Samkeppniseftirlitinu fram á að eðli viðkomandi samstarfs væri með þeim hætti að ekki væri hætta á röskun á samkeppni milli Samskipa og Eimskips. Í kjölfar þessara málaloka hafi rannsókn Samkeppniseftirlitsins haldið áfram á ætluðum þætti Samskipa í málinu en Eimskip verið laust allra mála. Samskip hafi átt í ítrekuðum bréfaskiptum á árunum 2021 til 2023 þar sem stofnunin hafi freistað þess að færa fram ný gögn og styðja við fyrri samráðskenningar. Samskip hafi í hverju tilviki fært fram ítarleg andsvör og hafnað öllum ályktunum stofnunarinnar sem röngum og tilhæfulausum. Samkeppniseftirlitið hafi birt ákvörðun í málinu 31. ágúst 2023, þar sem Samskipum var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 4 milljarðar króna, auk 200 milljóna króna sektar vegna ætlaðra brota gegn nítjándu grein samkeppnislaga. Þá hafi ennfremur gert að sæta sambærilegum skilyrðum og stefndi undirgekkst með sáttinni 16. júní 2021. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé endurtekið vísað til þess í umfjöllun um einstök ætluð samráðstilvik að Eimskip hafi þegar játað að hafa átt í samráði við Samskip og að sú játning hafi mikið vægi við sönnunarmatið. Á það ekki síst við um meginstoð samráðskenningar stofnunarinnar, það er svokallað,,NR samráðsverkefni“ eða „Nýtt upphaf, sem forsvarsmenn félaganna tveggja eigi að hafa rætt og sammælst um á fundi 6. júní 2008. Samskipum teljist til að í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé vísað að minnsta kosti fimm hundruð sinnum til yfirlýsinga í sátt Eimskips, í því skyni að færa sönnur á ætluð brot Samskipa. „Stefnandi telur ljóst að kenningar um fyrrnefnt „,NR samráðsverkefni“ / „Nýtt upphaf“ séu með öllu tilhæfulausar eða skáldaður tilbúningur" svo notuð séu orð úr athugasemdum stefnda við andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins. Það sama á við um allar ályktanir sem dregnar eru af þessu ætlaða verkefni í forsendum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Þá telur stefnandi ljóst að þau viðskipti sem stefnandi og stefndi áttu sannanlega í hafi verið fullkomlega samrýmanleg 10. gr. samkeppnislaga, sbr. einnig 15. gr. sömu laga.“ Taktísk ákvörðun nýrra stjórnenda Samskip telji ljóst að ákvörðun Eimskips um að ganga til sáttar við Samkeppniseftirlitið hafi ekki verið byggð á endurmati á atvikum í málinu eða breyttri afstöðu til ætlaðra brota. Samskip telji ljóst að lýsingar í athugasemdum Eimskips við bæði fyrri og seinni hluta andmælaskjals Samkeppniseftirlitsins á atvikum í rekstri Eimskips séu sannar og gefi rétta mynd af því sem raunverulega átti sér stað í rekstri félagsins á meintu samráðstímabili. Þá liggi fyrir að engar nýjar upplýsingar eða yfirlýsingar starfsmanna lágu til grundvallar þeirri breyttu afstöðu sem birtist í sáttinni sem Eimskip undirgekkst. Að mati Samskipa sé ljóst að ákvörðun Eimskips um að ganga til sáttar hafi einfaldlega verið rekstrarleg og taktísk ákvörðun nýrra stjórnenda og eigenda Eimskips. Ákvörðunin hafi reynst farsæl fyrir félagið og hluthafa þess og hún verið til þess fallin að styrkja enn frekar stöðu félagsins á flutningamörkuðum. Ákvörðun um að játa sök og undirgangast sekt hafi beinlínis þjónað hagsmunum félagsins í samkeppni við Samskip, sem hafi sem fyrr segir reynst Eimskip óþægur ljár í þúfu til fjölda ára. Samskip hafi beint erindi til Eimskips 26. september 2023 þar sem yfirlýsingum í sátt félagsins um ætlað samráð við Samkskip var harðlega mótmælt sem röngum. Í bréfinu hafi því verið lýst að um væri að ræða mjög alvarlega atlögu að Samskipum, enda væri félagið með þessu ranglega sakað um ólögmæta háttsemi, sem jafnframt gæti verið refsiverð fyrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn félagsins ef réttar væru. Yfirlýsingar í vondri trú Í bréfinu hafi verið gerð grein fyrir því að yfirlýsingar í sátt Eimskips hafi ekki verið gefnar í góðri trú enda lægi afstaða félagsins til umræddra atvika fyrir í ítarlegum athugasemdum við andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins. Ætla yrði að þær athugasemdir hafi verið unnar í nánu samstarfi við þá starfsmenn Eimskips sem best þekktu til atvika og gæfu rétta mynd af atvikum í rekstri félagsins. Yrði að virða stjórnendum stefnda það til ásetnings, eða að lágmarki gáleysis, að hafa eftir sem áður undirgengist sátt þar sem Samskip eru endurtekið borin röngum sökum. Áburður af þessum toga geti verið refsiverður samkvæmt almennum hegningarlögum, auk þess að vera andstæður lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi því ennfremur verið lýst að Eimskip hafi verið ljóst, eða að minnsta kosti mátt vera ljóst, að Samkeppniseftirlitið myndi nota umrædda sátt og yfirlýsingar Eimskips sem lykilgagn til stuðnings ásökunum gagnvart Samskipum. Þá hafi Eimskip einnig verið ljóst að með því að samþykkja að greiða hæstu sekt sem sögur fara af í hérlendum samkeppnismálum hafi félagið tryggt að Samskipum yrði gerð enn hærri sekt í endanlegri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Með því móti hafi Eimskip með beinum hætti stuðlað að því að Samskip yrðu fyrir miklum skakkaföllum í rekstri og veikt samkeppnisstöðu félagsins. Eimskip beri bótaábyrgð á tjóni sem af þessu hafi þegar hlotist og muni hljótast í rekstri Samskipa. Buðu sáttaviðræður Í bréfinu hafi þess ennfremur verið óskað að Eimskip upplýsti hvernig staðið hafi verið að ákvörðun um að ganga til sáttar við Samkeppniseftirlitið. Hafi ákvörðunin verið samþykkt af stjórn stefnda væri óskað upplýsinga um dagsetningu fundar og hvaða stjórnarmenn hafi staðið að þeirri ákvörðun. Þá hafi Eimskip verið gerð grein fyrir því að Samskip hefðu í hyggju að höfða mál til staðfestingar á bótaskyldu Eimskips vegna framangreindrar háttsemi en boðið hafi verið upp á viðræður ef Eimskip hefði hug á að leita samninga um lok málsins. Svarbréf hafi borist frá Eimskip í október í fyrra þar sem Eimskip hafnaði bótaskyldu og neitaði að afhenda umbeðnar upplýsingar. Íhuguðu að kæra til lögreglu Sem áður segir telja Samskip að háttsemi Eimskips geti varðað við ákvæði almennra hegningarlaga um rangar sakargiftir. Hörður Felix, lögmaður Samskipa, segir í samtali við Vísi til skoðunar hafi komið að kæra stjórnendur Eimskips til lögreglu. Ákveðið hafi verið að höfða frekar einkamál til heimtu skaðabóta enda hefði ekki verið talið að kæra skilaði miklum árangri. Þar vísar hann til þess að málið sjálft hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í á sjönda ár.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Fréttaskýringar Tengdar fréttir Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46 Skoða að sækja bætur fyrir neytendur vegna samráðsins Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða. 22. febrúar 2024 19:13 „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. 22. febrúar 2024 12:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Samskip í hart við Eimskip Samskip hafa stefnt Eimskip til viðurkenningar skaðabótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021. 10. apríl 2024 13:46
Skoða að sækja bætur fyrir neytendur vegna samráðsins Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða. 22. febrúar 2024 19:13
„Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. 22. febrúar 2024 12:30