Ríkisstjórnin leyfir verðsamráð í Öskjuhlíð Sigmar Guðmundsson skrifar 12. apríl 2024 08:30 Er frelsi og heilbrigð samkeppni bara eitthvað skraut hjá Sjálfstæðisflokknum en ekki raunveruleg stefna? Er það orðið að sjálfstæðu markmiði hans að stuðla að hærra matarverði og þar með hærri verðbólgu og vöxtum? Flokknum þykir nú sjálfsagt að lemja í gegn með offorsi galin lög sem munu klárlega hækka matarkörfuna okkar. Og líka vextina sem hvergi eru hærri í Evrópu nema í stríðshrjáðri Úkraínu og Rússlandi. Kaupfélag Skagfirðinga, Matafjölskyldan, SS og fleiri milliliðir í landbúnaði eru núna undanþegnir samkeppnislögum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa heimilað þessum fyrirtækjum að leggja stund á viðskiptahætti sem teljast lögbrot á öðrum mörkuðum. Þau mega núna gera það sem Eimskip, Samskip, Mjólkursamsalan og Olíufélögin máttu ekki gera af því það vinnur gegn hagsmunum okkar og hækkar vöruverð. Það þarf ekki lengur leynifundi í Öskjuhlíð um verðsamráð eins og áður tíðkaðist. Slíkir samráðsgöngutúrar eru núna leyfilegir þar, en einnig í Skagafirðinum og annars staðar á landinu. Fyrirtækin geta líka skipt á milli sín mörkuðum eða sameinast í einn einokunarrisa ef þeim sýnist. Í raun er boðið upp á hlaðborð löglegra samkeppnisbrota sem fyrirtækin geta nýtt sér að vild, án raunverulegs eftirlits. Sum þessara fyrirtækja hafa umgengist samkeppnislögin frjálslega hingað til, en þeim eigum við nú að treysta til að skila ávinningi af samráði, fákeppni og jafnvel einokun í vasa neytenda og til bænda. Fyrir því er engin trygging í lögunum. Það sorglega er að það er leikur einn að styrkja stöðu bænda og afurðarstöðva innan samkeppnislaga. Þá þarf að sýna fram á að neytendur fái sanngjarna hlutdeild í ávinningnum. Það virðist einhverra hluta vegna of íþyngjandi kvöð á þessum markið og þá grípa andstæðingar heilbrigðrar samkeppni til þess ráðs að afnema bara samkeppnislögin. Kunna menn mörg dæmi þess í sögunni að verðsamráð stórra fyrirtækja, fákeppni og jafnvel einokun á litlum markaði skili venjulegu fólki hagstæðari kjörum? Eða litlum framleiðendum eins og bændum? Nei, þetta leiðir alltaf til þess að verðsamráðsfurstar, fákeppnisfyrirtæki og einokunarrisar hagnast á kostnað almennings. Til að hindra svona aðför gegn almenningi setja siðaðar þjóðir samkeppnislög. Á Íslandi er þeim vikið til hliðar til að þóknast vildarvinum. Sérhagsmunir fárra ríkra fyrirtækja trompa almannahagsmuni okkar allra. Vinnubrögðin við lagasetninguna segja allt um hugarfarið sem lá að baki. Upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra var umbylt af meirihluta atvinnuveganefndar án þess að helstu hagsmunaaðilar fengju að segja sína skoðun eða skila inn umsögn. Ekki einu sinni ráðuneytið var haft með í ráðum. Eðlilegri þinglegri meðferð var einfaldlega kippt úr sambandi. Þetta var svo sjúskað ferli að formaður nefndarinnar, Þórarinn Ingi Pétursson, hefur staðfest að lögmenn þeirra sem mest græða á fúskinu voru beinir þátttakendur í að skrifa lögin með meirihluta nefndarinnar. Það hefur hann sjálfur viðurkennt og virðist nánast líta á það sem fallega greiðvikni við þingið af hálfu hagsmunaaðilans. Á meðan kalla VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda þetta hreinlega spillingu og tala um stjórnarskrárbrot. Fráfarandi formaður bændasamtakanna hefur líka gagnrýnt þetta harðlega. Meira að segja matvælaráðuneytið, þaðan sem frumvarpið kom upphaflega, hefur mótmælt þessum vinnubrögðum af krafti. Það telur breytingarnar mögulega ganga gegn EES samningnum. Kaldhæðnislega er einn þeirra þingmanna sem keyrðu þetta í gegn, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nú orðin matvælaráðherra og byrjar því ráðherraferilinn með því að fá verðskuldaða yfirhalningu frá eigin ráðuneyti. Nýr forsætisráðherra réttlætir þetta með sannfæringarkrafti sem sérhver sósíalisti og framsóknarmaður væri stoltur af. Réttlætingin fyrir þessu er að verja íslenskan landbúnað fyrir samkeppni erlendis frá. Sem er áhugavert í ljósi þess að stóru fyrirtækin sem græða mest á þessari breytingu, eru sjálf meðal helstu innflytjenda landbúnaðarvara. Það er því í raun verið að vernda þau fyrir sjálfum sér, eins einkennilega og það nú hljómar. Forsætisráðherrann nýi bítur svo höfuðið af skömminni með að gagnrýna þá sem studdu niðurfellingu tolla á kjúklingabringum frá Úkraínu til að styðja við stríðshrjáða þjóð, rétt eins og Úkraína bað um. Sem er frekar kaldhæðnislegt því hverjir fluttu aftur inn úkraínska kjúklinginn? Jú, þessir sömu milliliðarisar og eru núna undanþegnir samkeppnislögum. Þeir fitna á kostnað almennings og bænda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Landbúnaður Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Er frelsi og heilbrigð samkeppni bara eitthvað skraut hjá Sjálfstæðisflokknum en ekki raunveruleg stefna? Er það orðið að sjálfstæðu markmiði hans að stuðla að hærra matarverði og þar með hærri verðbólgu og vöxtum? Flokknum þykir nú sjálfsagt að lemja í gegn með offorsi galin lög sem munu klárlega hækka matarkörfuna okkar. Og líka vextina sem hvergi eru hærri í Evrópu nema í stríðshrjáðri Úkraínu og Rússlandi. Kaupfélag Skagfirðinga, Matafjölskyldan, SS og fleiri milliliðir í landbúnaði eru núna undanþegnir samkeppnislögum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa heimilað þessum fyrirtækjum að leggja stund á viðskiptahætti sem teljast lögbrot á öðrum mörkuðum. Þau mega núna gera það sem Eimskip, Samskip, Mjólkursamsalan og Olíufélögin máttu ekki gera af því það vinnur gegn hagsmunum okkar og hækkar vöruverð. Það þarf ekki lengur leynifundi í Öskjuhlíð um verðsamráð eins og áður tíðkaðist. Slíkir samráðsgöngutúrar eru núna leyfilegir þar, en einnig í Skagafirðinum og annars staðar á landinu. Fyrirtækin geta líka skipt á milli sín mörkuðum eða sameinast í einn einokunarrisa ef þeim sýnist. Í raun er boðið upp á hlaðborð löglegra samkeppnisbrota sem fyrirtækin geta nýtt sér að vild, án raunverulegs eftirlits. Sum þessara fyrirtækja hafa umgengist samkeppnislögin frjálslega hingað til, en þeim eigum við nú að treysta til að skila ávinningi af samráði, fákeppni og jafnvel einokun í vasa neytenda og til bænda. Fyrir því er engin trygging í lögunum. Það sorglega er að það er leikur einn að styrkja stöðu bænda og afurðarstöðva innan samkeppnislaga. Þá þarf að sýna fram á að neytendur fái sanngjarna hlutdeild í ávinningnum. Það virðist einhverra hluta vegna of íþyngjandi kvöð á þessum markið og þá grípa andstæðingar heilbrigðrar samkeppni til þess ráðs að afnema bara samkeppnislögin. Kunna menn mörg dæmi þess í sögunni að verðsamráð stórra fyrirtækja, fákeppni og jafnvel einokun á litlum markaði skili venjulegu fólki hagstæðari kjörum? Eða litlum framleiðendum eins og bændum? Nei, þetta leiðir alltaf til þess að verðsamráðsfurstar, fákeppnisfyrirtæki og einokunarrisar hagnast á kostnað almennings. Til að hindra svona aðför gegn almenningi setja siðaðar þjóðir samkeppnislög. Á Íslandi er þeim vikið til hliðar til að þóknast vildarvinum. Sérhagsmunir fárra ríkra fyrirtækja trompa almannahagsmuni okkar allra. Vinnubrögðin við lagasetninguna segja allt um hugarfarið sem lá að baki. Upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra var umbylt af meirihluta atvinnuveganefndar án þess að helstu hagsmunaaðilar fengju að segja sína skoðun eða skila inn umsögn. Ekki einu sinni ráðuneytið var haft með í ráðum. Eðlilegri þinglegri meðferð var einfaldlega kippt úr sambandi. Þetta var svo sjúskað ferli að formaður nefndarinnar, Þórarinn Ingi Pétursson, hefur staðfest að lögmenn þeirra sem mest græða á fúskinu voru beinir þátttakendur í að skrifa lögin með meirihluta nefndarinnar. Það hefur hann sjálfur viðurkennt og virðist nánast líta á það sem fallega greiðvikni við þingið af hálfu hagsmunaaðilans. Á meðan kalla VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda þetta hreinlega spillingu og tala um stjórnarskrárbrot. Fráfarandi formaður bændasamtakanna hefur líka gagnrýnt þetta harðlega. Meira að segja matvælaráðuneytið, þaðan sem frumvarpið kom upphaflega, hefur mótmælt þessum vinnubrögðum af krafti. Það telur breytingarnar mögulega ganga gegn EES samningnum. Kaldhæðnislega er einn þeirra þingmanna sem keyrðu þetta í gegn, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nú orðin matvælaráðherra og byrjar því ráðherraferilinn með því að fá verðskuldaða yfirhalningu frá eigin ráðuneyti. Nýr forsætisráðherra réttlætir þetta með sannfæringarkrafti sem sérhver sósíalisti og framsóknarmaður væri stoltur af. Réttlætingin fyrir þessu er að verja íslenskan landbúnað fyrir samkeppni erlendis frá. Sem er áhugavert í ljósi þess að stóru fyrirtækin sem græða mest á þessari breytingu, eru sjálf meðal helstu innflytjenda landbúnaðarvara. Það er því í raun verið að vernda þau fyrir sjálfum sér, eins einkennilega og það nú hljómar. Forsætisráðherrann nýi bítur svo höfuðið af skömminni með að gagnrýna þá sem studdu niðurfellingu tolla á kjúklingabringum frá Úkraínu til að styðja við stríðshrjáða þjóð, rétt eins og Úkraína bað um. Sem er frekar kaldhæðnislegt því hverjir fluttu aftur inn úkraínska kjúklinginn? Jú, þessir sömu milliliðarisar og eru núna undanþegnir samkeppnislögum. Þeir fitna á kostnað almennings og bænda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar