KR-ingar líta í kringum sig: „Þetta er mikill skellur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2024 11:08 Gregg Ryder Pálmi Rafn Pálmason Vísir/Anton Brink Gregg Ryder, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, segir vonbrigði að missa tvo kantmenn liðsins í meiðsli. Þetta sé tækifæri fyrir aðra að stíga upp og þá útilokar hann ekki styrkingu á hópnum í ljósi þessa. Aron Sigurðarson fór meiddur út af í leik KR og Fylkis í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudag, leik sem KR vann 4-3. Hann fékk niðurstöðu úr myndatöku í gær. „Aron er frá í að minnsta kosti mánuð, þangað til um miðjan maí. Þetta er lærið, rifa eða tognun,“ segir Gregg. Einhver bið er eftir því að Aron Sigurðarson mæti á völlinn. Mánuður hið minnsta.Vísir/Einar Það læri hafði verið að plaga Aron í aðdraganda leiksins en hann hafði aftur á móti æft vel með liðinu og staðist öll próf fyrir leik. „Hann gat ekki fengið sneiðmyndatöku af þessu þegar hann meiddist fyrst. En hann hafði æft á fullu alla vikuna fyrir leikinn við Fylki. Hann náði topphraða á æfingu og hafði staðist öll próf fyrir leik,“ „Það var engin áhætta af okkar hálfu. Hann hafði æft á fullu og ég hugsaði ekki einu sinni út í þetta. Það var helst hvort hann gæti spilað 90 eða 70,“ segir Gregg. Krummi frá út leiktíðina Hrafn Tómasson kom inn á fyrir Aron í fyrri hálfleiknum gegn Fylki en þurfti svo sjálfur að víkja strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Hann steig þá illa niður og hélt um hnéð. Í gær kom í ljós að það fór á versta veg, hann hafði slitið krossband í annað sinn á ferlinum og á öðru hné en síðast. Hrafn sleit krossband í leiknum og spilar ekki meira í ár.Vísir/Anton Brink „Þetta er mikill skellur. Sérstaklega fyrir Krumma. Hann var búinn að standa sig svo vel fyrir tímabilið. Ég finn mikið til með honum en við þurfum núna að styðja hann og sjá til þess að hann mæti sterkari til baka,“ segir Gregg. Dregur þetta dug úr mönnum fyrir leik kvöldsins við Stjörnuna? „Þetta breytir ekki miklu. Við erum með sterkan hóp og þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri. Það er bara spennandi að sjá þá standa sig. Auðvitað er þetta alltaf svekkjandi að missa leikmenn en aðrir þurfa að stíga upp,“ segir Gregg. Skoða í kringum sig Atli Sigurjónsson kom inn fyrir Hrafn í síðari hálfleiknum og átti frábæran leik, skoraði tvö marka KR. Hann hefur hins vegar lítið æft vegna meiðsla síðasta hálfa árið og orðið grunnt á kantmönnum hjá KR. Þurfa þeir ekki hreinlega að bæta við hópinn í ljósi tíðindanna? „Við erum tilbúnir að stökkva á eitthvað komi það upp. Við erum að líta í kringum okkur en það er ekkert að klárt að neitt gerist,“ segir Gregg. Leikur Stjörnunnar og KR er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti KR Besta deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Aron Sigurðarson fór meiddur út af í leik KR og Fylkis í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudag, leik sem KR vann 4-3. Hann fékk niðurstöðu úr myndatöku í gær. „Aron er frá í að minnsta kosti mánuð, þangað til um miðjan maí. Þetta er lærið, rifa eða tognun,“ segir Gregg. Einhver bið er eftir því að Aron Sigurðarson mæti á völlinn. Mánuður hið minnsta.Vísir/Einar Það læri hafði verið að plaga Aron í aðdraganda leiksins en hann hafði aftur á móti æft vel með liðinu og staðist öll próf fyrir leik. „Hann gat ekki fengið sneiðmyndatöku af þessu þegar hann meiddist fyrst. En hann hafði æft á fullu alla vikuna fyrir leikinn við Fylki. Hann náði topphraða á æfingu og hafði staðist öll próf fyrir leik,“ „Það var engin áhætta af okkar hálfu. Hann hafði æft á fullu og ég hugsaði ekki einu sinni út í þetta. Það var helst hvort hann gæti spilað 90 eða 70,“ segir Gregg. Krummi frá út leiktíðina Hrafn Tómasson kom inn á fyrir Aron í fyrri hálfleiknum gegn Fylki en þurfti svo sjálfur að víkja strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Hann steig þá illa niður og hélt um hnéð. Í gær kom í ljós að það fór á versta veg, hann hafði slitið krossband í annað sinn á ferlinum og á öðru hné en síðast. Hrafn sleit krossband í leiknum og spilar ekki meira í ár.Vísir/Anton Brink „Þetta er mikill skellur. Sérstaklega fyrir Krumma. Hann var búinn að standa sig svo vel fyrir tímabilið. Ég finn mikið til með honum en við þurfum núna að styðja hann og sjá til þess að hann mæti sterkari til baka,“ segir Gregg. Dregur þetta dug úr mönnum fyrir leik kvöldsins við Stjörnuna? „Þetta breytir ekki miklu. Við erum með sterkan hóp og þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri. Það er bara spennandi að sjá þá standa sig. Auðvitað er þetta alltaf svekkjandi að missa leikmenn en aðrir þurfa að stíga upp,“ segir Gregg. Skoða í kringum sig Atli Sigurjónsson kom inn fyrir Hrafn í síðari hálfleiknum og átti frábæran leik, skoraði tvö marka KR. Hann hefur hins vegar lítið æft vegna meiðsla síðasta hálfa árið og orðið grunnt á kantmönnum hjá KR. Þurfa þeir ekki hreinlega að bæta við hópinn í ljósi tíðindanna? „Við erum tilbúnir að stökkva á eitthvað komi það upp. Við erum að líta í kringum okkur en það er ekkert að klárt að neitt gerist,“ segir Gregg. Leikur Stjörnunnar og KR er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti KR Besta deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira