Þá voru að minnsta kosti Callum Lawson og Jacob Calloway út á lífinu í Reykjavík um síðustu helgi. Það hleypti illu blóði í stuðningsmenn Stólanna.
„Þetta er ekki faglegt. Það var talað um það í Körfuboltakvöldi að þetta væri búin að vera lenskan á Króknum að menn hafi nokkuð mikið frelsi og séu almennt að fara mikið í bæinn um helgar. Ekkert að því ef menn fara ekki yfir strikið og sinna sínu,“ segir Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar.
„Þetta er bara ófaglegt. Kominn á þennan stað á tímabilinu og það er ekki eins og það hafi gengið vel hjá þeim í vetur. Síðasta sem þú átt að gera í svona stöðu er að fara á barinn.“
Tindastóll steinlá í fyrsta leiknum gegn Grindavík og liðið leit ekki vel út.
„Þeir virðast vera að bíða eftir því að tímabilið sé búið svo þeir fái enn meira frelsi í bænum,“ bætti Valur Páll við.