Mannréttindabrot Hjördís Ýrr Skúladóttir skrifar 13. apríl 2024 09:30 Góði guð, móðir jörð, æðri máttur eða hver sem öllu ræður. „Gefðu að ég hafi heilsu og geti sem allra lengst haldið mínu sjálfstæði, gefðu að ég fái ekki svo slæmt MS kast eða fari ekki í síversnun MS sem leiðir af sér mikla skerðingu. Gefðu að ég fái að búa sjálf, velja mér búsetu og að ég haldi minni reisn. Gefðu að mér verði ekki komið fyrir á stofnun sem er ekki mér til hæfis og að ég hafi eitthvað um mína eigin búsetu að segja. Í öllu nafni Amen, eða Om eða annað gott orð sem allar góðar bænir enda á.“ Þetta er bæn mín eftir áhorf á Kveik, fréttaskýringaþátt, á RÚV 9.apríl þar sem fjallað var um skelfilegar staðreyndir um það hvernig fólk nýtur ekki mannréttinda þegar kemur að búsetu. Árið er 2024 og það er hreint með ólíkindum að fólk sé „geymt“ á stofnunum eða heimilum án þess að það hafi haft val um sína eigin búsetu. Að fólk með fötlun fái ekki viðunandi sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, endurhæfingu eða þjónustu sem hæfir þeirra aldri og getu er hreinlega til háborinnar skammar og við sem velferðarsamfélag verðum að gera betur. Það biður enginn um að verða fyrir eða fæðast með skerðingu, en við eigum öll rétt á að komið sé fram við okkur af virðingu og hafa raunverulegt val. Við þurfum að gera betur, standa betur vörð um náungann og láta okkur misrétti varða. Það er vissulega vinna í gangi í ráðuneytum og vinnuhópum um lausn á þessu. En þeirri vinnu verður að ljúka sem allra fyrst og leysa þetta brýna vandamáli. Ég held fast í vonina að mitt MS geri það ekki að verkum að mér verði komið fyrir einhversstaðar án þess að ég hafi neitt um það að segja. Allavega ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður MS-félags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Góði guð, móðir jörð, æðri máttur eða hver sem öllu ræður. „Gefðu að ég hafi heilsu og geti sem allra lengst haldið mínu sjálfstæði, gefðu að ég fái ekki svo slæmt MS kast eða fari ekki í síversnun MS sem leiðir af sér mikla skerðingu. Gefðu að ég fái að búa sjálf, velja mér búsetu og að ég haldi minni reisn. Gefðu að mér verði ekki komið fyrir á stofnun sem er ekki mér til hæfis og að ég hafi eitthvað um mína eigin búsetu að segja. Í öllu nafni Amen, eða Om eða annað gott orð sem allar góðar bænir enda á.“ Þetta er bæn mín eftir áhorf á Kveik, fréttaskýringaþátt, á RÚV 9.apríl þar sem fjallað var um skelfilegar staðreyndir um það hvernig fólk nýtur ekki mannréttinda þegar kemur að búsetu. Árið er 2024 og það er hreint með ólíkindum að fólk sé „geymt“ á stofnunum eða heimilum án þess að það hafi haft val um sína eigin búsetu. Að fólk með fötlun fái ekki viðunandi sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, endurhæfingu eða þjónustu sem hæfir þeirra aldri og getu er hreinlega til háborinnar skammar og við sem velferðarsamfélag verðum að gera betur. Það biður enginn um að verða fyrir eða fæðast með skerðingu, en við eigum öll rétt á að komið sé fram við okkur af virðingu og hafa raunverulegt val. Við þurfum að gera betur, standa betur vörð um náungann og láta okkur misrétti varða. Það er vissulega vinna í gangi í ráðuneytum og vinnuhópum um lausn á þessu. En þeirri vinnu verður að ljúka sem allra fyrst og leysa þetta brýna vandamáli. Ég held fast í vonina að mitt MS geri það ekki að verkum að mér verði komið fyrir einhversstaðar án þess að ég hafi neitt um það að segja. Allavega ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður MS-félags Íslands.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar