„Maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann“ Sverrir Mar Smárason skrifar 13. apríl 2024 16:49 Viktor Karl fagnar marki sínu sem braut ísinn í dag. Visir/ Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson skoraði fyrsta mark Blika í 4-0 sigri liðsins á nýliðum Vestra í Bestu deild karla. Breiðablik náði ekki að bjróta ísinn fyrr en í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var frekar erfiður. Við hefðum getað sett meiri hraða í spilið og svona. Mér fannst við skapa okkur góðar stöður en hefðum getað farið aðeins betur með þær. Þetta var alltaf að fara að vera svona, Vestra menn vilja vera þéttir og loka vel fyrir. Við þurftum alltaf að fá einn Ice breaker og hann kom í seinni hálfleik sem var bara flott,“ sagði miðjumaðurinn knái. Breiðablik tókst illa að skapa sér færi gegn þéttu liði gestanna í fyrri hálfleik en virtust koma mun ákveðnari út í síðari hálfleikinn. Viktor Karl gerði fyrsta mark leiksins á 51.mínútu. „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og vildum fá meiri hraða í boltann. Vildum fara meira utan á þá og ógna með hornhlaupum eins og markið kom svo. Vildum láta þá aðeins hlaupa. Ég held að markið hafi verið í fyrsta skipti í leiknum þar sem við náum að færa boltann frá vinstri hliðinni og yfir þar sem við erum búnir að draga bakvörðinn úr stöðu. Þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor. Blikar tóku algjörlega yfir leikinn í síðari hálfleik. Fá víti og fiska síðan rautt spjald á varnarmann Vestra. Það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn og lítið sem kom á óvart. „Það var í raun ekkert sem kom á óvart. Þeir vilja stundum hleypa þessu upp í vitleysu og eru fastir fyrir svo það kom ekkert á óvart. Það fór svolítið úr þeim og þeir sóttu ekki mikið í seinni. Eftir að við komumst í 1-0 þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor Karl. Breiðablik hefur farið nokkuð hljóðlátt í gegnum undirbúningstímabilið þrátt fyrir að vinna bæði Bose-bikarinn og Lengjubikarinn. Fáir spáð þeim alvöru titilbaráttu. Það er þó það sem Blikar stefna á og geta sýnt það almennilega í næstu þremur leikjum vegna Víkingi, KR og Val. „Við ætlum klárlega að vera þarna [í titilbaráttu] en við erum ekkert mikið að pæla í því hvað er verið að segja. Auðvitað er auðvelt að segja það. Það er mikilvægt að taka einn leik í einu og vera ekki að fara mikið fram úr sér. Næsti leikur er á móti Víkingi og það verður hörku leikur. Við ætlum að gíra okkur vel upp í hann. Ég held að það sé hollast fyrir alla að taka einn leik í einu, maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann. Það er bara næsti leikur á móti Víkingi og svo bara sjáum við hvað verður,“ sagði Viktor Karl að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Vestri Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var frekar erfiður. Við hefðum getað sett meiri hraða í spilið og svona. Mér fannst við skapa okkur góðar stöður en hefðum getað farið aðeins betur með þær. Þetta var alltaf að fara að vera svona, Vestra menn vilja vera þéttir og loka vel fyrir. Við þurftum alltaf að fá einn Ice breaker og hann kom í seinni hálfleik sem var bara flott,“ sagði miðjumaðurinn knái. Breiðablik tókst illa að skapa sér færi gegn þéttu liði gestanna í fyrri hálfleik en virtust koma mun ákveðnari út í síðari hálfleikinn. Viktor Karl gerði fyrsta mark leiksins á 51.mínútu. „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og vildum fá meiri hraða í boltann. Vildum fara meira utan á þá og ógna með hornhlaupum eins og markið kom svo. Vildum láta þá aðeins hlaupa. Ég held að markið hafi verið í fyrsta skipti í leiknum þar sem við náum að færa boltann frá vinstri hliðinni og yfir þar sem við erum búnir að draga bakvörðinn úr stöðu. Þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor. Blikar tóku algjörlega yfir leikinn í síðari hálfleik. Fá víti og fiska síðan rautt spjald á varnarmann Vestra. Það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn og lítið sem kom á óvart. „Það var í raun ekkert sem kom á óvart. Þeir vilja stundum hleypa þessu upp í vitleysu og eru fastir fyrir svo það kom ekkert á óvart. Það fór svolítið úr þeim og þeir sóttu ekki mikið í seinni. Eftir að við komumst í 1-0 þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor Karl. Breiðablik hefur farið nokkuð hljóðlátt í gegnum undirbúningstímabilið þrátt fyrir að vinna bæði Bose-bikarinn og Lengjubikarinn. Fáir spáð þeim alvöru titilbaráttu. Það er þó það sem Blikar stefna á og geta sýnt það almennilega í næstu þremur leikjum vegna Víkingi, KR og Val. „Við ætlum klárlega að vera þarna [í titilbaráttu] en við erum ekkert mikið að pæla í því hvað er verið að segja. Auðvitað er auðvelt að segja það. Það er mikilvægt að taka einn leik í einu og vera ekki að fara mikið fram úr sér. Næsti leikur er á móti Víkingi og það verður hörku leikur. Við ætlum að gíra okkur vel upp í hann. Ég held að það sé hollast fyrir alla að taka einn leik í einu, maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann. Það er bara næsti leikur á móti Víkingi og svo bara sjáum við hvað verður,“ sagði Viktor Karl að lokum.
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Vestri Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira