„Það er í raun ótrúlegt að við höfum náð að landa sigri í þessum leik þegar tekið er mið af því að Njarðvík fékk rúmlega 30 vítaskot. Benni var klókur þegar hann kvartaði yfir því fyrr í vetur að hann væri stóra leikmenn í sínu liði sem fá ekki nógu margar villur dæmdar.
Nú má varla anda á Milka inni í vítateig og þá er villa dæmd. Eru Sample og Tómas Valur sem dæmi að fá sömu meðferð. Nei klárlega ekki. Það er ótrúlegt að við séum komnir á þennan stað á tímabilinu og við fáum svona margar villur dæmdar á okkur,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.
„Annars fannst mér frammistaðan hjá okkur heilt yfir fín. Menn þorðu að vera til og láta vaða á hlutina. Það var mikil orka í spilamennskuna hjá okkur. Við héldum áfram að keyra á hlutina þrátt fyrir að þeir væri að sækja á okkur og við sigldum þessu heim að lokum,“ sagði Lárus um leikmenn sína.
Tómas Valur Þrastarson setti niður risastórt skot þegar um það bil 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Lárus var viss um að boltinn færi ofan í þegar Tómas Valur hleypti af skotinu.
„Var þetta ekki bara 50/50 að þetta skot færi ofan í,“ sagði Lárus og glotti.