Ég er ánægð að vera hætt með Rapyd Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir Leví skrifar 15. apríl 2024 09:00 Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza[1]. Ég kannaði málið og sá að þessi maður er skráður eigandi Rapyd á Íslandi. Ég gat ekki hugsað mér að tengjast fyrirtæki sem styður þessar hryllilegu árásir og við ákváðum að flytja viðskiptin annað. Það var hvorki flókið né tímafrekt að skipta um færsluhirði. Ég kannaði fyrst hvaða kostir væru í boði og hver bakgrunnur hinna fyrirtækjanna væri. Svo leitaði ég tilboða og landaði góðum samningi á stuttum tíma. Skiptin sjálf tóku einn dag, bæði í posa og netsölu - gat ekki verið einfaldara! Ég sá um daginn niðurstöður úr skoðanakönnun[2] þar sem kom fram að næstum 60% Íslendinga vilja ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nota Rapyd og þá varð ég enn sáttari við okkar ákvörðun um að skipta. Ég held að þessi niðurstaða sýni að stór hluti þjóðarinnar tekur siðferðilega afstöðu gegn árásum á saklaust fólk, að miklu leyti börn. Mér finnst eðlilegt að ég sem fyrirtækjaeigandi bregðist við þessari afgerandi niðurstöðu með því að stunda ekki viðskipti við Rapyd. Ég vil hvetja eigendur annarra fyrirtækja til að hætta með Rapyd og taka þannig skýra afstöðu gegn þessum hörmulegu árásum. Þannig getum við líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki, sem mér finnst mikilvægt. Sniðganga eins og þessi er friðsöm og góð leið til að hafa áhrif. Það er fljótlegt að skipta um færsluhirði og það er mikill léttir að fyrirtækið okkar sé ekki tengt fyrirtæki sem hefur sýnt stuðning við stríðsrekstur. Höfundur er ferðamálafræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20232491504d/haettum-vidskiptum-vid-rapyd-sem-stydur-mord-a-saklausu-folki [2] https://www.visir.is/g/20242543289d/riflega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza[1]. Ég kannaði málið og sá að þessi maður er skráður eigandi Rapyd á Íslandi. Ég gat ekki hugsað mér að tengjast fyrirtæki sem styður þessar hryllilegu árásir og við ákváðum að flytja viðskiptin annað. Það var hvorki flókið né tímafrekt að skipta um færsluhirði. Ég kannaði fyrst hvaða kostir væru í boði og hver bakgrunnur hinna fyrirtækjanna væri. Svo leitaði ég tilboða og landaði góðum samningi á stuttum tíma. Skiptin sjálf tóku einn dag, bæði í posa og netsölu - gat ekki verið einfaldara! Ég sá um daginn niðurstöður úr skoðanakönnun[2] þar sem kom fram að næstum 60% Íslendinga vilja ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nota Rapyd og þá varð ég enn sáttari við okkar ákvörðun um að skipta. Ég held að þessi niðurstaða sýni að stór hluti þjóðarinnar tekur siðferðilega afstöðu gegn árásum á saklaust fólk, að miklu leyti börn. Mér finnst eðlilegt að ég sem fyrirtækjaeigandi bregðist við þessari afgerandi niðurstöðu með því að stunda ekki viðskipti við Rapyd. Ég vil hvetja eigendur annarra fyrirtækja til að hætta með Rapyd og taka þannig skýra afstöðu gegn þessum hörmulegu árásum. Þannig getum við líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki, sem mér finnst mikilvægt. Sniðganga eins og þessi er friðsöm og góð leið til að hafa áhrif. Það er fljótlegt að skipta um færsluhirði og það er mikill léttir að fyrirtækið okkar sé ekki tengt fyrirtæki sem hefur sýnt stuðning við stríðsrekstur. Höfundur er ferðamálafræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20232491504d/haettum-vidskiptum-vid-rapyd-sem-stydur-mord-a-saklausu-folki [2] https://www.visir.is/g/20242543289d/riflega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar