Ruglið kringum Bjarna Ben Birgir Dýrfjörð skrifar 15. apríl 2024 08:01 Í kosningum til Alþingis árið 2021 voru rúmlega 203 þúsund kjósendur. Af þeim 203 þús. voru 166 þús. yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem var þá eins og nú undir forustu Bjarna Benediktssonar. Þeir kusu allir aðra flokka. Frambjóðendur allra þeirra 166 þús. andstæðinga fóru gegn Sjálfstæðisflokknum. Þeir vöruðu kjósendur við að kjósa Bjarna Benediktsson og flokk hans. Hvaðan koma þeir? Nú hafa meira en 40 þús. kjósendur ýtt á hnapp og skorað þannig á Bjarna að segja af sér. Því er spurt. Eru þessi liðlega 40 þús. Sem ýttu á hnappinn og vilja Bjarna burt, úr hópi þeirra sem kusu hann og fólu honum umboð sitt til að stjórna. Eða ætli þeir séu úr hópi þeirra 166 þús. kjósenda sem unnu gegn þingsetu hans, og reyndu þannig að því koma í veg fyrir að hann yrði ráðherra? Ætla þeir kannski nú, að hefna þess í héraði sem þeir töpuðu á Alþingi? Í lýðræðisríki er mikilvægt að fólk nýti rétt sinn til að sýna hug sinn til verka stjórnmálamanna og flokka og geri ályktanir þar um. Það er samt óheiðarlegt að láta í veðri vaka, að almennar pólitískar ályktanir hafi stjórnskipunarlega stöðu, sem geti breytt einhverju um samþykktir Alþingis. Vanhugsuð árás Sjálfstæðisflokkurinn er nú illa tættur af innanmeinum. Mörgum vansælum klíkum, sem bítast um pláss við jötuna og eyða orku sinni í, að standa í vegi hver fyrir annarri. Er líklegt að þessi árás andstæðinga Bjarna Ben geti bjargað því sem Sjálfstæðisflokkinn vantar mest nú, að hún ýti undir að þeir snú bökum saman og eflist sem samstæður hópur? Það mun væntanlega koma í ljós í skoðanakönnunum þegar fram líður. Es: Afi minn sagði oft: „Í upphafi skyldi endinn skoða.“ Það á við enn í dag. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í kosningum til Alþingis árið 2021 voru rúmlega 203 þúsund kjósendur. Af þeim 203 þús. voru 166 þús. yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem var þá eins og nú undir forustu Bjarna Benediktssonar. Þeir kusu allir aðra flokka. Frambjóðendur allra þeirra 166 þús. andstæðinga fóru gegn Sjálfstæðisflokknum. Þeir vöruðu kjósendur við að kjósa Bjarna Benediktsson og flokk hans. Hvaðan koma þeir? Nú hafa meira en 40 þús. kjósendur ýtt á hnapp og skorað þannig á Bjarna að segja af sér. Því er spurt. Eru þessi liðlega 40 þús. Sem ýttu á hnappinn og vilja Bjarna burt, úr hópi þeirra sem kusu hann og fólu honum umboð sitt til að stjórna. Eða ætli þeir séu úr hópi þeirra 166 þús. kjósenda sem unnu gegn þingsetu hans, og reyndu þannig að því koma í veg fyrir að hann yrði ráðherra? Ætla þeir kannski nú, að hefna þess í héraði sem þeir töpuðu á Alþingi? Í lýðræðisríki er mikilvægt að fólk nýti rétt sinn til að sýna hug sinn til verka stjórnmálamanna og flokka og geri ályktanir þar um. Það er samt óheiðarlegt að láta í veðri vaka, að almennar pólitískar ályktanir hafi stjórnskipunarlega stöðu, sem geti breytt einhverju um samþykktir Alþingis. Vanhugsuð árás Sjálfstæðisflokkurinn er nú illa tættur af innanmeinum. Mörgum vansælum klíkum, sem bítast um pláss við jötuna og eyða orku sinni í, að standa í vegi hver fyrir annarri. Er líklegt að þessi árás andstæðinga Bjarna Ben geti bjargað því sem Sjálfstæðisflokkinn vantar mest nú, að hún ýti undir að þeir snú bökum saman og eflist sem samstæður hópur? Það mun væntanlega koma í ljós í skoðanakönnunum þegar fram líður. Es: Afi minn sagði oft: „Í upphafi skyldi endinn skoða.“ Það á við enn í dag. Höfundur er rafvirkjameistari.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar