Er fatlað fólk í geymslunni þinni? Kjartan Þór Ingason skrifar 15. apríl 2024 12:01 Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum. Að sama skapi er sumt sem á aldrei að vera í geymslu. Flestum yrði eflaust brugðið að finna fatlaða konu í horninu milli sumardekkjanna og frystikistunnar. Fólkið í geymslunni Geymslur eiga það sameiginlegt að geyma ýmislegt sökum þess að það rúmast ekki annars staðar og eflaust margt sem átti bara að geyma í stutta stund. Í nýjasta þætti Kveiks var fjallað um að hátt í tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru geymdir á hjúkrunarheimilum hér á landi, sökum þess að engin önnur úrræði eru til staðar. Oft höfðu einstaklingar lítið eða ekkert um þá ákvörðun að segja, líkt og kom fram í frásögn Margrétar Sigríðar þar sem hún fékk ekki fregnir af flutningunum fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin. Hjúkrunarheimili gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við aldrað fólk sem getur ekki búið heima hjá sér þrátt fyrir að fá þjónustu heim. Starfsemin byggir á lögum um málefni aldraðra en í 14. gr. laganna kemur skýrt fram að hjúkrunarheimili eru ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum. Þjónustuþarfir fatlaðs fólks og aldraðra einstaklinga eru um margt ólíkar og ótækt er að ætlast til þess að sama umgjörð og umhverfi passi báðum hópum. Þannig getur notalegt heimilislíf hjá einum íbúa verið sem kyrrstaða í lokaðri geymslu fyrir aðra. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir SRFF). Fyrr í vetur samþykkti Alþingi þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks en hún er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í 19. gr. samningsins segir: „Aðildarríki samnings þessa viðurkenna jafnan rétt alls fatlaðs fólks til að lifa í samfélaginu og eiga valkosti til jafns við aðra og skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlað fólk megi að fullu njóta þessa réttar og fullrar aðildar og þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar, meðal annars með því að tryggja að fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi.“ Við getum gert betur og eigum að gera betur Mörgum áhorfendum Kveiks var eflaust brugðið og fáir sem gætu hugsað sér að vera í sömu stöðu og tæplega tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið, sum hver langt frá ættingjum og vinum. Núverandi ástand fer þvert gegn ákvæðum og hugmyndafræði SRFF um sjálfstætt líf og mannlega reisn og stjórnvöld verða að beita sér ákveðið með markvissum aðgerðum fyrir því að snúa stöðunni við. Sum ykkar kannast eflaust við að sjá rykfallna æfingabúnaðinn í geymslunni og lofa sjálfum ykkur því að dusta rykið og byrja að æfa í næstu viku þegar allt verður rólegra. Oft gleymast þessi fyrirheit með þeim afleiðingum að búnaðurinn situr áfram afskiptalaus á sínum stað í hillunni. Sú staða er kannski saklaus þegar um er að ræða dauða hluti en mannréttindi fatlaðs fólks þola ekki bið og mega ekki gleymast í amstri dagsins. Því þurfum við sem samfélag að halda umræðunni lifandi, ýta á eftir breytingum og tryggja að réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og val um búsetuform til jafns við ófatlað fólk verði að veruleika, en ekki einungis falleg orð á blaði. Höfundur er verkefnastjóri húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum. Að sama skapi er sumt sem á aldrei að vera í geymslu. Flestum yrði eflaust brugðið að finna fatlaða konu í horninu milli sumardekkjanna og frystikistunnar. Fólkið í geymslunni Geymslur eiga það sameiginlegt að geyma ýmislegt sökum þess að það rúmast ekki annars staðar og eflaust margt sem átti bara að geyma í stutta stund. Í nýjasta þætti Kveiks var fjallað um að hátt í tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru geymdir á hjúkrunarheimilum hér á landi, sökum þess að engin önnur úrræði eru til staðar. Oft höfðu einstaklingar lítið eða ekkert um þá ákvörðun að segja, líkt og kom fram í frásögn Margrétar Sigríðar þar sem hún fékk ekki fregnir af flutningunum fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin. Hjúkrunarheimili gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við aldrað fólk sem getur ekki búið heima hjá sér þrátt fyrir að fá þjónustu heim. Starfsemin byggir á lögum um málefni aldraðra en í 14. gr. laganna kemur skýrt fram að hjúkrunarheimili eru ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum. Þjónustuþarfir fatlaðs fólks og aldraðra einstaklinga eru um margt ólíkar og ótækt er að ætlast til þess að sama umgjörð og umhverfi passi báðum hópum. Þannig getur notalegt heimilislíf hjá einum íbúa verið sem kyrrstaða í lokaðri geymslu fyrir aðra. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir SRFF). Fyrr í vetur samþykkti Alþingi þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks en hún er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í 19. gr. samningsins segir: „Aðildarríki samnings þessa viðurkenna jafnan rétt alls fatlaðs fólks til að lifa í samfélaginu og eiga valkosti til jafns við aðra og skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlað fólk megi að fullu njóta þessa réttar og fullrar aðildar og þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar, meðal annars með því að tryggja að fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi.“ Við getum gert betur og eigum að gera betur Mörgum áhorfendum Kveiks var eflaust brugðið og fáir sem gætu hugsað sér að vera í sömu stöðu og tæplega tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið, sum hver langt frá ættingjum og vinum. Núverandi ástand fer þvert gegn ákvæðum og hugmyndafræði SRFF um sjálfstætt líf og mannlega reisn og stjórnvöld verða að beita sér ákveðið með markvissum aðgerðum fyrir því að snúa stöðunni við. Sum ykkar kannast eflaust við að sjá rykfallna æfingabúnaðinn í geymslunni og lofa sjálfum ykkur því að dusta rykið og byrja að æfa í næstu viku þegar allt verður rólegra. Oft gleymast þessi fyrirheit með þeim afleiðingum að búnaðurinn situr áfram afskiptalaus á sínum stað í hillunni. Sú staða er kannski saklaus þegar um er að ræða dauða hluti en mannréttindi fatlaðs fólks þola ekki bið og mega ekki gleymast í amstri dagsins. Því þurfum við sem samfélag að halda umræðunni lifandi, ýta á eftir breytingum og tryggja að réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og val um búsetuform til jafns við ófatlað fólk verði að veruleika, en ekki einungis falleg orð á blaði. Höfundur er verkefnastjóri húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun