1.500 undirskriftir fyrir forseta Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson skrifa 16. apríl 2024 11:00 Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að “forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Hér er hins vegar ætlunin að vekja athygli á mun alvarlegra máli varðandi þessi meðmæli því í reglugerð um framkvæmd forsetakosninga er skilyrðinu “hver kjósandi getur einungis mælt með einu framboði við sömu kosningar” bætt við. Hvernig getur staðið á því að réttur fólks til forsetaframboðs samkvæmt stjórnarskrá er skertur í einhverri reglugerð sem dómsmálaráðherra setur? Skoðum þetta betur og tökum annað dæmi úr kosningalögum. Samkvæmt stjórnarskrá er hver íslenskur ríkisborgari með kosningarétt sem er 18 ára eða eldri og með lögheimili á Íslandi. Það þarf allt þrennt, aldur, ríkisborgararétt og lögheimili. Samt er tiltekið í kosningalögum að ríkisborgari getur haldið kosningarétti á Íslandi í allt að 16 ár eftir að viðkomandi hættir að vera með lögheimili á Íslandi, og lengur en það ef viðkomandi “kærir sig inn á kjörskrá”, eins og það er oft orðað. Í þessu tilfelli er ekki verið að þrengja kosningarétt fólks eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá, það er verið að veita meiri rétt en fram kemur í stjórnarskrá. Stjórnarskráin veitir fólki ákveðin lágmarksréttindi en löggjafanum er heimilt að útvíkka þau réttindi. Alþingi mætti hins vegar ekki takmarka þessi réttindi og segja til dæmis að kosningaréttur takmarkist við 20 ára og eldri og 67 ára og yngri, eða eitthvað slíkt. Það væri brot á stjórnarskrárbundnum réttindum. Sama á við forsetaefni. Þau skulu hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Að bæta við auka skilyrði um að enginn þeirra 1500 kosningabærra manna megi hafa gefið einhverjum öðrum meðmæli sín er skerðing á réttindum, bæði forsetaefna og fólks sem vill mæla með forsetaefnum. Sami réttur og skilyrði eiga hins vegar ekki við um kosningar til alþingis og sveitarstjórna. Stjórnarskráin veitir mun meira svigrúm fyrir löggjafann til þess að setja skilyrði um þær kosningar. Þar er ekkert um fjölda meðmæla, sem dæmi. Það er því sagt skýrt í lögum að hverjum framboðslista til alþingis- og sveitarstjórnakosninga skuli fylgja meðmælalisti þar sem “sami kjósandi [má] ekki mæla með fleiri en einum lista við sömu kosningar”. Þarna er ekki um neitt stjórnarskrárbrot að ræða, enda ekkert ákvæði um meðmælendur fyrir framboð til alþingis eða sveitarstjórna. Í kosningalögum er reynt að útfæra þessi sömu skilyrði fyrir forsetakosningar. Þar er tilgreint hvert og hvenær eigi að skilja tilskildum fjölda meðmæla og að um söfnun þeirra og meðferð gildi sömu reglur og eigi við um alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, “sbr. 2. mgr. 41. gr.” laganna. Þessi 41. gr. laganna er framangreind reglugerðarheimild. Það sem er áhugavert við það er að 2. mgr. 41. gr. kosningalaga nær ekki til heimildarinnar um að takmarka megi meðmæli við bara einn lista eða frambjóðenda. Samt er sú takmörkun sett í reglugerð. Ef við reynum að einfalda þetta aðeins, því það er flókið að rekja saman stjórnarskrá, margar lagagreinar og reglugerðir, þá er staðan sú að meðmælendum forsetaefna er bannað að skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðanda. Hvergi er heimild fyrir því að leggja á slíkt bann í lögum eða stjórnarskrá. Þvert á móti virðist það vera svo að þetta bann brjóti einmitt á réttindum fólks til þess að bjóða sig fram til forseta og rétti fólks til þess að veita forsetaframbjóðendum meðmæli sín. Hér skiptir ekki máli hversu sammála fólk er því að hafa þessar takmarkanir. Það getur vel verið góð hugmynd að takmarka fjölda meðmæla frá hverjum kjósanda við einn frambjóðanda eins og það er að hafa eitthvað sérstakt hámark eða lágmark meðmæla. En það verður að vera lagaheimild fyrir þessum takmörkunum. Þær eru skýrar fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar en í tilfelli forsetaframboðs virðist vera að reglugerðin sem dómsmálaráðherra setti brjóti í bága við stjórnarskrá. Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft fyrir komandi forsetakosningar? Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Indriði Stefánsson Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Stjórnarskrá Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að “forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Hér er hins vegar ætlunin að vekja athygli á mun alvarlegra máli varðandi þessi meðmæli því í reglugerð um framkvæmd forsetakosninga er skilyrðinu “hver kjósandi getur einungis mælt með einu framboði við sömu kosningar” bætt við. Hvernig getur staðið á því að réttur fólks til forsetaframboðs samkvæmt stjórnarskrá er skertur í einhverri reglugerð sem dómsmálaráðherra setur? Skoðum þetta betur og tökum annað dæmi úr kosningalögum. Samkvæmt stjórnarskrá er hver íslenskur ríkisborgari með kosningarétt sem er 18 ára eða eldri og með lögheimili á Íslandi. Það þarf allt þrennt, aldur, ríkisborgararétt og lögheimili. Samt er tiltekið í kosningalögum að ríkisborgari getur haldið kosningarétti á Íslandi í allt að 16 ár eftir að viðkomandi hættir að vera með lögheimili á Íslandi, og lengur en það ef viðkomandi “kærir sig inn á kjörskrá”, eins og það er oft orðað. Í þessu tilfelli er ekki verið að þrengja kosningarétt fólks eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá, það er verið að veita meiri rétt en fram kemur í stjórnarskrá. Stjórnarskráin veitir fólki ákveðin lágmarksréttindi en löggjafanum er heimilt að útvíkka þau réttindi. Alþingi mætti hins vegar ekki takmarka þessi réttindi og segja til dæmis að kosningaréttur takmarkist við 20 ára og eldri og 67 ára og yngri, eða eitthvað slíkt. Það væri brot á stjórnarskrárbundnum réttindum. Sama á við forsetaefni. Þau skulu hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Að bæta við auka skilyrði um að enginn þeirra 1500 kosningabærra manna megi hafa gefið einhverjum öðrum meðmæli sín er skerðing á réttindum, bæði forsetaefna og fólks sem vill mæla með forsetaefnum. Sami réttur og skilyrði eiga hins vegar ekki við um kosningar til alþingis og sveitarstjórna. Stjórnarskráin veitir mun meira svigrúm fyrir löggjafann til þess að setja skilyrði um þær kosningar. Þar er ekkert um fjölda meðmæla, sem dæmi. Það er því sagt skýrt í lögum að hverjum framboðslista til alþingis- og sveitarstjórnakosninga skuli fylgja meðmælalisti þar sem “sami kjósandi [má] ekki mæla með fleiri en einum lista við sömu kosningar”. Þarna er ekki um neitt stjórnarskrárbrot að ræða, enda ekkert ákvæði um meðmælendur fyrir framboð til alþingis eða sveitarstjórna. Í kosningalögum er reynt að útfæra þessi sömu skilyrði fyrir forsetakosningar. Þar er tilgreint hvert og hvenær eigi að skilja tilskildum fjölda meðmæla og að um söfnun þeirra og meðferð gildi sömu reglur og eigi við um alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, “sbr. 2. mgr. 41. gr.” laganna. Þessi 41. gr. laganna er framangreind reglugerðarheimild. Það sem er áhugavert við það er að 2. mgr. 41. gr. kosningalaga nær ekki til heimildarinnar um að takmarka megi meðmæli við bara einn lista eða frambjóðenda. Samt er sú takmörkun sett í reglugerð. Ef við reynum að einfalda þetta aðeins, því það er flókið að rekja saman stjórnarskrá, margar lagagreinar og reglugerðir, þá er staðan sú að meðmælendum forsetaefna er bannað að skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðanda. Hvergi er heimild fyrir því að leggja á slíkt bann í lögum eða stjórnarskrá. Þvert á móti virðist það vera svo að þetta bann brjóti einmitt á réttindum fólks til þess að bjóða sig fram til forseta og rétti fólks til þess að veita forsetaframbjóðendum meðmæli sín. Hér skiptir ekki máli hversu sammála fólk er því að hafa þessar takmarkanir. Það getur vel verið góð hugmynd að takmarka fjölda meðmæla frá hverjum kjósanda við einn frambjóðanda eins og það er að hafa eitthvað sérstakt hámark eða lágmark meðmæla. En það verður að vera lagaheimild fyrir þessum takmörkunum. Þær eru skýrar fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar en í tilfelli forsetaframboðs virðist vera að reglugerðin sem dómsmálaráðherra setti brjóti í bága við stjórnarskrá. Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft fyrir komandi forsetakosningar? Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun