Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2024 12:07 Smiðir við vinnu á fullu tungli. Það er ekki þeim að kenna að húsnæðisuppbyggingin er með þeim hætti að hún mætir aðeins 56 prósentum af íbúðaþörf. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en eitt meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort heldur er til eignar eða leigu. Niðurstöður marstalningar á íbúðum í byggingu segja að við séum óralangt frá því markmiði. Kolsvört staða blasir því enn við í húsnæðismálum landsmanna. Langt frá því að halda í horfinu Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 9,3 prósentum færri íbúðum en á sama tíma í fyrra. Fjöldi íbúða eru á sama framvindustigi og þær voru fyrir ári. HMS býst við 3.020 fullbúnum íbúðum í ár og 2.768 íbúðum á næsta ári. Þetta myndi aðeins mæta 56 prósentum af áætlaðri íbúðaþörf. Alls voru framkvæmdir hafnar á 7.937 íbúðum um land allt í mars, samanborið við 8.683 íbúðir í september á síðasta ári og 8.791 í mars 2023. Við höldum ekki í horfinu heldur erum að fjarlægjast það markmið að uppfylla húsnæðisþörf. Byggingaframkvæmdir í Smáranum. Ljóst er að herða þarf mjög á byggingarframkvæmdum ef það á að nálgast húsnæðistþörf landsmanna.vísir/vilhelm Samkvæmt talningunni er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu en þar eru tæp sjötíu prósent af öllum íbúðum í byggingu. Flestar í Reykjavík (2.283 íbúðir) og næstflestar í Hafnarfirði (1.490 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (474 íbúðir) og Reykjanesbæ (370 íbúðir). „Íbúðum í byggingu fækkar í flestum sveitarfélögum, en mest í Reykjavíkurborg þar sem þær voru 324 færri en í síðustu talningu, sem jafngildir 12,4% samdrætti. Í Hafnarfjarðarbæ fækkar íbúðum í byggingu næst mest, en þær voru um 115 færri en í fyrrahaust, sem jafngildir 7,2% samdrætti.“ Mætir 56 prósent af íbúðaþörf Í fáeinum sveitarfélögum fjölgaði íbúðum í byggingu hins vegar á milli talninga, mest í Akureyrarbæ, en þar nam hún 17,3% frá því í fyrrahaust, þar sem 47 fleiri íbúðir voru í byggingu. Og í Mýrdalshreppi fjölgaði íbúðum í byggingu svo um 16 á milli talninga sem nemur um 64% fjölgun. HMS Alls eru 1.880 íbúðir í framkvæmdum standa í stað á milli talninga sem bendir til þess að byggingaraðilar séu enn að halda að sér höndum í einhverjum verkefnum. Í tilkynningunni frá HMS er áætluð íbúðaþörf, samkvæmt miðspá í Mælaborði húsnæðisáætlana, 4.208 íbúðir fyrir árið 2024 og 4.921 íbúð fyrir árið 2025. Að auki leiða búferlaflutningar Grindvíkinga til aukinnar húsnæðisþarfar á þessu ári og því næsta, en um 1.200 íbúðir eru skráðar í bænum. „HMS metur því að íbúðaþörf fyrir árin 2024 og 2025 nemi yfir 10 þúsund íbúðum, á meðan fullbúnum íbúðum muni aðeins fjölga um 5.788 talsins. Fjöldi íbúða sem stofnunin áætlar að koma á markað á þessu ári og því næsta mun því einungis fullnægja um 56 prósent af íbúðaþörf.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en eitt meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort heldur er til eignar eða leigu. Niðurstöður marstalningar á íbúðum í byggingu segja að við séum óralangt frá því markmiði. Kolsvört staða blasir því enn við í húsnæðismálum landsmanna. Langt frá því að halda í horfinu Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 9,3 prósentum færri íbúðum en á sama tíma í fyrra. Fjöldi íbúða eru á sama framvindustigi og þær voru fyrir ári. HMS býst við 3.020 fullbúnum íbúðum í ár og 2.768 íbúðum á næsta ári. Þetta myndi aðeins mæta 56 prósentum af áætlaðri íbúðaþörf. Alls voru framkvæmdir hafnar á 7.937 íbúðum um land allt í mars, samanborið við 8.683 íbúðir í september á síðasta ári og 8.791 í mars 2023. Við höldum ekki í horfinu heldur erum að fjarlægjast það markmið að uppfylla húsnæðisþörf. Byggingaframkvæmdir í Smáranum. Ljóst er að herða þarf mjög á byggingarframkvæmdum ef það á að nálgast húsnæðistþörf landsmanna.vísir/vilhelm Samkvæmt talningunni er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu en þar eru tæp sjötíu prósent af öllum íbúðum í byggingu. Flestar í Reykjavík (2.283 íbúðir) og næstflestar í Hafnarfirði (1.490 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (474 íbúðir) og Reykjanesbæ (370 íbúðir). „Íbúðum í byggingu fækkar í flestum sveitarfélögum, en mest í Reykjavíkurborg þar sem þær voru 324 færri en í síðustu talningu, sem jafngildir 12,4% samdrætti. Í Hafnarfjarðarbæ fækkar íbúðum í byggingu næst mest, en þær voru um 115 færri en í fyrrahaust, sem jafngildir 7,2% samdrætti.“ Mætir 56 prósent af íbúðaþörf Í fáeinum sveitarfélögum fjölgaði íbúðum í byggingu hins vegar á milli talninga, mest í Akureyrarbæ, en þar nam hún 17,3% frá því í fyrrahaust, þar sem 47 fleiri íbúðir voru í byggingu. Og í Mýrdalshreppi fjölgaði íbúðum í byggingu svo um 16 á milli talninga sem nemur um 64% fjölgun. HMS Alls eru 1.880 íbúðir í framkvæmdum standa í stað á milli talninga sem bendir til þess að byggingaraðilar séu enn að halda að sér höndum í einhverjum verkefnum. Í tilkynningunni frá HMS er áætluð íbúðaþörf, samkvæmt miðspá í Mælaborði húsnæðisáætlana, 4.208 íbúðir fyrir árið 2024 og 4.921 íbúð fyrir árið 2025. Að auki leiða búferlaflutningar Grindvíkinga til aukinnar húsnæðisþarfar á þessu ári og því næsta, en um 1.200 íbúðir eru skráðar í bænum. „HMS metur því að íbúðaþörf fyrir árin 2024 og 2025 nemi yfir 10 þúsund íbúðum, á meðan fullbúnum íbúðum muni aðeins fjölga um 5.788 talsins. Fjöldi íbúða sem stofnunin áætlar að koma á markað á þessu ári og því næsta mun því einungis fullnægja um 56 prósent af íbúðaþörf.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent