Í undanúrslitunum mætast deildarmeistarar FH og Íslandsmeistarar ÍBV annars vegar og Afturelding og bikarmeistarar Vals hins vegar.
Valsmenn eru á sama tíma að keppa í undanúrslitum í Evrópukeppni og það flækir málið en líka sú staðreynd að það er landsleikjahlé í byrjun maí.
Einvígi FH og ÍBV hefst 21. apríl en einvígi Aftureldingar og Vals hefst þremur dögum síðar. Fari þau bæði í oddaleik þá enda þau ekki fyrr en næstum því fjórum vikum síðar.
Dragist þessi einvígi á langinn verður nefnilega að gera löng hlé á þeim vegna Evrópuleikja og landsleikja.
Það er þannig fimmtán daga hlé á milli fjórða og fimmta leiks í einvígi FH og ÍBV. Fjórði leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum 2. maí en oddaleikurinn í Kaplakrika 17. maí.
Það er einnig ellefu daga hlé á milli þriðja og fjórða leiks í einvígi Aftureldingar og Vals. Þriðji leikurinn fer fram í Mosfellsbænum 4. maí en fjórði leikurinn á Hlíðarenda 15. maí.
Auðvitað geta bæði einvígin klárast áður en kemur að þessum hléum.
- Leikjadagskrá undanúrslitanna:
- - Einvígi FH og ÍBV -
- sun. 21. apr. 24 17:00 Kaplakriki FH - ÍBV -
- fim. 25. apr. 24 17:00 Vestmannaeyjar ÍBV - FH
- sun. 28. apr. 24 18:30 Kaplakriki FH - ÍBV
- fim. 02. maí. 24 20:00 Vestmannaeyjar ÍBV - FH
- fös. 17. maí. 24 19:40 Kaplakriki FH - ÍBV
-
- Einvígi Aftureldingar og Vals -
- mið. 24. apr. 24 19:40 Íþróttam. Varmá Afturelding - Valur
- mið. 01. maí. 24 19:40 N1 höllin Valur - Afturelding
- lau. 04. maí. 24 16:30 Íþróttam. Varmá Afturelding - Valur
- mið. 15. maí. 24 19:40 N1 höllin Valur - Afturelding
- fös. 17. maí. 24 18:00 Íþróttam. Varmá Afturelding - Valur