Mikill mannskaði eftir sögulegt úrhelli í eyðimörkinni Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2024 13:31 Að minnsta kosti 21 er látinn eftir gríðarlegt úrhelli á Arabíuskaga í vikunni. AP/Jon Gambrell Minnst tuttugu eru látnir í Óman og einn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir fordæmalausa úrkomu á tá Arabíuskagans á þriðjudaginn og í gær. Skyndiflóð fóru víða yfir og sat fólk fast víða í umferð og á flugvöllum. Talið er að svæðið hafi fengið ársúrkomu á einungis einum sólarhring. Rigning mældist 25,95 sentímetrar í SAF á þriðjudaginn og segja ríkismiðlar þar í landi að engin álíka úrkoma hafi mælst þar frá því mælingar hófust árið 1949, samkvæmt frétt BBC. BBC segir vegi víða enn lokaða og jafnvel að ökumenn sitji enn fastir í bílum sínum í einhverjum tilfellum. Þá er búist við frekari rigningu á næstu dögum. Sérfræðingar hafa lengi varað við aukningu öfga í veðri í heiminum, sem rekja megi til veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Því hefur verið haldið fram að í þessu tilfelli hafi rigningin verið framkölluð af mönnum. Ekkert bendir þó til þess að það eigi við rök að styðjast, samkvæmt veðurfræðingum sem ræddu við AP fréttaveituna. Þegar rigning sé framkölluð leiði það alls ekki til svo mikillar rigningar og í raun sé deilt um það hvort það virki í raun og veru að reyna að framkalla rigningu. Þá benda þeir til þess að líkön höfðu spáð fyrir um mikla rigningu á svæðinu, að minnsta kosti sex dögum áður en hún skall á. Þeir segja úrhellið eiga sér eðlilegar skýringar og segja að þeir sem haldi því fram að rigningin hafi verið framkölluð viljandi, séu yfirleitt menn sem trúi ekki á veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Sameinuðu arabísku furstadæmin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Talið er að svæðið hafi fengið ársúrkomu á einungis einum sólarhring. Rigning mældist 25,95 sentímetrar í SAF á þriðjudaginn og segja ríkismiðlar þar í landi að engin álíka úrkoma hafi mælst þar frá því mælingar hófust árið 1949, samkvæmt frétt BBC. BBC segir vegi víða enn lokaða og jafnvel að ökumenn sitji enn fastir í bílum sínum í einhverjum tilfellum. Þá er búist við frekari rigningu á næstu dögum. Sérfræðingar hafa lengi varað við aukningu öfga í veðri í heiminum, sem rekja megi til veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Því hefur verið haldið fram að í þessu tilfelli hafi rigningin verið framkölluð af mönnum. Ekkert bendir þó til þess að það eigi við rök að styðjast, samkvæmt veðurfræðingum sem ræddu við AP fréttaveituna. Þegar rigning sé framkölluð leiði það alls ekki til svo mikillar rigningar og í raun sé deilt um það hvort það virki í raun og veru að reyna að framkalla rigningu. Þá benda þeir til þess að líkön höfðu spáð fyrir um mikla rigningu á svæðinu, að minnsta kosti sex dögum áður en hún skall á. Þeir segja úrhellið eiga sér eðlilegar skýringar og segja að þeir sem haldi því fram að rigningin hafi verið framkölluð viljandi, séu yfirleitt menn sem trúi ekki á veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59