Um sjálfstæði þjóðar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 19. apríl 2024 13:36 Forsetakosningar á Íslandi eru nú pólitískari en áður hefur þekkst. Forsætisráðherra í óvinsælli ríkisstjórn hefur gefið kost á sér í embætti forseta Íslands. Einhverjir undrast, öðrum finnst þetta gott og blessað, aðrir fagna. Nú er sestur í valdamesta embætti landsins sá stjórnmálamaður sem minnst trausts nýtur samkvæmt skoðanakönnunum og sem tæplega 42.000 manns hafa lýst vanþóknun sinni á. Að þekkja sinn vitjunartíma reynist mörgum ómöulegt. Á Alþingi var í vikunni lögð fram vantrauststillaga á nýja ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan gengdi þar sjálfsagðri skyldu sinni fyrir hönd almennings en hafði ekki meirihluta þingsins fyrir og uppskar í kaupbæti vanþóknun margra fyrir það eitt að sinna skyldu sinni. Öfugsnúið er nú allt. Þingmenn okkar þjóðkjörnir, of margir, sýna of sjaldan sjálfstæði, kjósa einungis með flokkshjartanu og ekki í takt við hjörtu fólksins. Þetta er vandinn. Ísland er fjöregg okkar. Áherslur núverandi forsætisráðherra sem hann hefur ítarlega kynnt fyrir þjóðinni, snúast svo ekki er um að villast, ekki um að vernda kjör og líf landsmanna, ekki um að tryggja lífríki og náttúru Íslands og ekki um að axla sammannlega ábyrgð þá sem allar ríkar þjóðir bera. Hann talar opinskátt um áherslur sínar. Það má hann eiga. Hann á líka stuðning fyrrum forsætisráðherra vísann nái hún kjöri í embætti forseta Íslands. Sveinn Björnsson okkar fyrsti forseti, krafðist þess að þjóðin fengi að kjósa forseta í beinni kosningu. Málsvari þjóðarinnar yrði að vera óháður aðili sem gæti veitt þinginu aðhald fyrir fólkið í landinu. Um sjálfstæði og velferð þjóðar gegn ofríki stjórnvalda snúast forsetakosningar 2024. Höfundur er leikkona og forsetaefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningar á Íslandi eru nú pólitískari en áður hefur þekkst. Forsætisráðherra í óvinsælli ríkisstjórn hefur gefið kost á sér í embætti forseta Íslands. Einhverjir undrast, öðrum finnst þetta gott og blessað, aðrir fagna. Nú er sestur í valdamesta embætti landsins sá stjórnmálamaður sem minnst trausts nýtur samkvæmt skoðanakönnunum og sem tæplega 42.000 manns hafa lýst vanþóknun sinni á. Að þekkja sinn vitjunartíma reynist mörgum ómöulegt. Á Alþingi var í vikunni lögð fram vantrauststillaga á nýja ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan gengdi þar sjálfsagðri skyldu sinni fyrir hönd almennings en hafði ekki meirihluta þingsins fyrir og uppskar í kaupbæti vanþóknun margra fyrir það eitt að sinna skyldu sinni. Öfugsnúið er nú allt. Þingmenn okkar þjóðkjörnir, of margir, sýna of sjaldan sjálfstæði, kjósa einungis með flokkshjartanu og ekki í takt við hjörtu fólksins. Þetta er vandinn. Ísland er fjöregg okkar. Áherslur núverandi forsætisráðherra sem hann hefur ítarlega kynnt fyrir þjóðinni, snúast svo ekki er um að villast, ekki um að vernda kjör og líf landsmanna, ekki um að tryggja lífríki og náttúru Íslands og ekki um að axla sammannlega ábyrgð þá sem allar ríkar þjóðir bera. Hann talar opinskátt um áherslur sínar. Það má hann eiga. Hann á líka stuðning fyrrum forsætisráðherra vísann nái hún kjöri í embætti forseta Íslands. Sveinn Björnsson okkar fyrsti forseti, krafðist þess að þjóðin fengi að kjósa forseta í beinni kosningu. Málsvari þjóðarinnar yrði að vera óháður aðili sem gæti veitt þinginu aðhald fyrir fólkið í landinu. Um sjálfstæði og velferð þjóðar gegn ofríki stjórnvalda snúast forsetakosningar 2024. Höfundur er leikkona og forsetaefni.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar