#Katrín er minn forseti Elín Hirst skrifar 19. apríl 2024 14:31 Leiðir okkar Katrínar Jakobsdóttur lágu fyrst saman á fréttastofu RÚV fyrir rúmum 20 árum þar sem hún vann sem ungur íslenskufræðingur við að lesa yfir fréttatexta og koma með tillögur til fréttamanna um betra málfar. Ég var fréttastjóri á þessum tíma og mér féll strax vel við þessa ungu og vandvirku konu, sem tók brosandi á móti textum frá okkur fréttafólkinu sem voru margir misjafnlega góðir íslensku og færði til betri vegar. Næst urðum við samstarfsmenn á Alþingi en þingmenn fyrir ólíka flokka. Hennar fallega framkoma, rökfesta, gáfur og virðing fyrir öðru fólki heillaði mig sem fyrr. Samskipti urðu síðan nánari þegar við voru sessunautar í þingsal einn þingvetur. Minn flokkur var í stjórn en flokkur Katrínar í stjórnarandstöðu. En Katrín hafði svo mikla úgeislun og góða nærveru að það var afar gott að hafa hana við hlið sér. Glatt á hjalla á fundi í utanríkisnefnd Alþingis árið 2015. Frá vinstri: þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Elín Hirst og Birgitta Jónsdóttir. Snemma ár árinu 2023 fékk ég svo tækifæri að starfa náið með Katrínu í nokkra mánuði í forsætisráðuneytinu þar sem ég skipulagði meðal annars hringferð hennar um landið til þess að hún sem forsætisráðherra átti samtal við landsmenn um stefnumótun fyrir Sjálfbært Ísland, þ.e. um að hvernig við við snúum af þeirri vegferð að ofnýta auðlindir Jarðar sem mun koma niður á velsæld afkomenda okkar. Unga konan sem hafði staðið sig svo vel í hlutverki málfarsráðunautar á fréttastofu RÚV, var nú orðin forsætisráðherra og það var yndilegt að fylgjast með þvi hvernig hún skilaði því verki. Yfirleitt var hún mætt fyrst til vinnu í stjórnarráðshúsinu, alltaf var opið inn til hennar þegar hún var ekki með fundi, hún var afar vel inn í öllum þeim fjölmörgu málum sem heyrðu undir forsætisráðuneytið, og hafði víðtæka yfirsýn. Ég fylgdist einnig af aðdáun með glæsilegri framkomu á alþjóðavettvangi, fylltist stolti fyrir Íslands hönd og þótti hún bera af í hópi helstu leiðtoga heims og næsta dag var hún komin aftur á fullt í ráðuneytinu. Ég var því afar ánægð þegar Katrín ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands, því engan þekki ég sem myndi sóma sér betur í því embætti. #Katrín er minn forseti. Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 og RÚV sjónvarps og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Elín Hirst Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðir okkar Katrínar Jakobsdóttur lágu fyrst saman á fréttastofu RÚV fyrir rúmum 20 árum þar sem hún vann sem ungur íslenskufræðingur við að lesa yfir fréttatexta og koma með tillögur til fréttamanna um betra málfar. Ég var fréttastjóri á þessum tíma og mér féll strax vel við þessa ungu og vandvirku konu, sem tók brosandi á móti textum frá okkur fréttafólkinu sem voru margir misjafnlega góðir íslensku og færði til betri vegar. Næst urðum við samstarfsmenn á Alþingi en þingmenn fyrir ólíka flokka. Hennar fallega framkoma, rökfesta, gáfur og virðing fyrir öðru fólki heillaði mig sem fyrr. Samskipti urðu síðan nánari þegar við voru sessunautar í þingsal einn þingvetur. Minn flokkur var í stjórn en flokkur Katrínar í stjórnarandstöðu. En Katrín hafði svo mikla úgeislun og góða nærveru að það var afar gott að hafa hana við hlið sér. Glatt á hjalla á fundi í utanríkisnefnd Alþingis árið 2015. Frá vinstri: þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Elín Hirst og Birgitta Jónsdóttir. Snemma ár árinu 2023 fékk ég svo tækifæri að starfa náið með Katrínu í nokkra mánuði í forsætisráðuneytinu þar sem ég skipulagði meðal annars hringferð hennar um landið til þess að hún sem forsætisráðherra átti samtal við landsmenn um stefnumótun fyrir Sjálfbært Ísland, þ.e. um að hvernig við við snúum af þeirri vegferð að ofnýta auðlindir Jarðar sem mun koma niður á velsæld afkomenda okkar. Unga konan sem hafði staðið sig svo vel í hlutverki málfarsráðunautar á fréttastofu RÚV, var nú orðin forsætisráðherra og það var yndilegt að fylgjast með þvi hvernig hún skilaði því verki. Yfirleitt var hún mætt fyrst til vinnu í stjórnarráðshúsinu, alltaf var opið inn til hennar þegar hún var ekki með fundi, hún var afar vel inn í öllum þeim fjölmörgu málum sem heyrðu undir forsætisráðuneytið, og hafði víðtæka yfirsýn. Ég fylgdist einnig af aðdáun með glæsilegri framkomu á alþjóðavettvangi, fylltist stolti fyrir Íslands hönd og þótti hún bera af í hópi helstu leiðtoga heims og næsta dag var hún komin aftur á fullt í ráðuneytinu. Ég var því afar ánægð þegar Katrín ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands, því engan þekki ég sem myndi sóma sér betur í því embætti. #Katrín er minn forseti. Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 og RÚV sjónvarps og alþingismaður.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar