Fyrstu loftárásir Ísraela í Íran frá 1979 Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 16:40 Stórt plakat sem sett var upp í Tehran í Íran eftir árásina síðustu helgi. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Ísraelskir flugmenn skutu þremur eldflaugum að ratsjárstöð í Íran í nótt. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera loftárás af þessu tagi í Íran frá 1979. Þetta segir heimildarmaður ABC News í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Hann segir skotmarkið hafa verið ratsjá fyrir loftvarnarkerfi Íran sem kemur að því að verja kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz. Þar hafa Íranar auðgað úran um árabil. Heimildarmaðurinn segir vísbendingar um að árásin hafi heppnast en það hafi ekki verið sannað að fullu enn. Þá segir hann að árásinni hafi verið ætlað að senda klerkastjórninni í Íran skilaboð um að Ísraelar gætu gert árásir í Íran og að henni hefði ekki verið ætlað að stigmagna átökin milli ríkjanna. Talið er að Ísraelar hafi skotið skotflaugum sem kallast Blue Sparrow á ratsjána. Þær eru framleiddar af ísraelska hergagnafyrirtækinu Rafael en brak úr þeim fannst í Írak í morgun. Þar er talið að um sé að ræða fyrsta stig skotflauganna. So my initial gut feeling was correct, it was not UAVs. The IAF carried out a standoff attack from Syrian airspace with Sparrow, likely Blue Sparrow, air-launched ballistic missiles released from F-15Is.Booster wreckage was recovered in Iraq https://t.co/EZo1nTpXrs pic.twitter.com/5XR6Tv5iFu— John Ridge (@John_A_Ridge) April 19, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þessi árás fylgir á hæla umfangsmikilli árás Írana á Ísrael um síðustu helgi. Það var í fyrsta sinn sem Íranar gera beina árás á Ísrael og notuðu þeir rúmlega þrjú hundruð sjálfsprengidróna, stýriflaugar og skotflaugar en einungis nokkrar skotflaugar komust í gegnum varnir Ísraela og bandamanna þeirra. Sú árás var hefndaraðgerð vegna þess þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo herforingja úr QUDS-sveitum íranska byltingarvarðarins. Þær sveitir hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árás á Íran Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan. 19. apríl 2024 06:11 Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 17. apríl 2024 14:09 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þetta segir heimildarmaður ABC News í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Hann segir skotmarkið hafa verið ratsjá fyrir loftvarnarkerfi Íran sem kemur að því að verja kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz. Þar hafa Íranar auðgað úran um árabil. Heimildarmaðurinn segir vísbendingar um að árásin hafi heppnast en það hafi ekki verið sannað að fullu enn. Þá segir hann að árásinni hafi verið ætlað að senda klerkastjórninni í Íran skilaboð um að Ísraelar gætu gert árásir í Íran og að henni hefði ekki verið ætlað að stigmagna átökin milli ríkjanna. Talið er að Ísraelar hafi skotið skotflaugum sem kallast Blue Sparrow á ratsjána. Þær eru framleiddar af ísraelska hergagnafyrirtækinu Rafael en brak úr þeim fannst í Írak í morgun. Þar er talið að um sé að ræða fyrsta stig skotflauganna. So my initial gut feeling was correct, it was not UAVs. The IAF carried out a standoff attack from Syrian airspace with Sparrow, likely Blue Sparrow, air-launched ballistic missiles released from F-15Is.Booster wreckage was recovered in Iraq https://t.co/EZo1nTpXrs pic.twitter.com/5XR6Tv5iFu— John Ridge (@John_A_Ridge) April 19, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þessi árás fylgir á hæla umfangsmikilli árás Írana á Ísrael um síðustu helgi. Það var í fyrsta sinn sem Íranar gera beina árás á Ísrael og notuðu þeir rúmlega þrjú hundruð sjálfsprengidróna, stýriflaugar og skotflaugar en einungis nokkrar skotflaugar komust í gegnum varnir Ísraela og bandamanna þeirra. Sú árás var hefndaraðgerð vegna þess þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo herforingja úr QUDS-sveitum íranska byltingarvarðarins. Þær sveitir hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun.
Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árás á Íran Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan. 19. apríl 2024 06:11 Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 17. apríl 2024 14:09 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ísraelar gera árás á Íran Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan. 19. apríl 2024 06:11
Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 17. apríl 2024 14:09
Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00
Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48