Engin rúta í Víkina í kvöld: „Held að það hafi bara verið þetta eina skipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2024 11:45 Úr leik Víkings og Blika í fyrra. Búast má við hitaleik en Blikar koma sér þó sjálfir á svæðið og mæta í klefann, annað en í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Víkingur og Breiðablik, eigast við í stórleik dagsins í Bestu deild karla klukkan 19:15. Heilmargt hefur gengið á í viðureignum liðanna síðustu ár og má búast við mikilli skemmtun. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Blikar eru efstir í deildinni, með besta markatölu, og Kristinn Steindórsson, leikmaður liðsins segir þá grænklæddu spennta fyrir kvöldinu. „Tilfinningin er bara mjög góð. Það er spenningur og alltaf fiðringur þegar það eru stórleikir. Ég veit ekki annað en að við séum mjög klárir í þetta,“ segir Kristinn. Ávallt sé auka spenna fyrir leik sem þessum. Kristinn Steindórsson er spenntur fyrir kvöldinu, líkt og fleiri.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur byggst upp undanfarin ár. Að sjálfsögðu er alltaf smá extra við þessa leiki. Á sama tíma er þetta bara þriðji leikur í deild. Það má ekki gera of mikið úr þessu, þetta er enginn úrslitaleikur. Við þurfum bara að halda áfram okkar góðu byrjun og vera með fullt hús þegar við leggjumst á koddann í kvöld,“ segir Kristinn. Leikur Víkings og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Gætu endað sjö í hvoru liði Mikil harka hefur einkennt leikina síðustu misserin. Má búast við slagsmálum í kvöld? „Góð spurning, ég veit það ekki. Þeir eru harðir og við reynum að vera harðir á móti og sjáum hvernig það gengur. Miðað við línuna sem hefur verið lögð í dómgæslunni í byrjun móts þá er kannski erfitt að hleypa þessu upp í mikla hörku. Þá verða bara sjö leikmenn í hvoru liði í byrjun seinni hálfleiks,“ „Við reynum að gera ekki of mikið úr þessu, þó þetta sé Víkingur, að reyna að halda undirbúningum eins og sníða okkar leikplan að því sem þjálfararnir sjá hjá andstæðingunum sem vonandi virkar vel.“ Einkabíllinn í kvöld Frægt var þegar Blikar mættu í Víkina í lok ágústmánaðar í fyrra en þá áttust liðin við í miðri Evrópuleikjatörn Blikanna. Þeir höfðu átt slæma reynslu síðast þar á undan í Víkinni þar sem klefinn sem þeim var úthlutað þótti ekki uppfylla kröfur. Þeir mættu því skömmu fyrir leik, allir saman í rútu. Það verður ekkert slíkt uppi á teningunum í kvöld? „Ekki svo ég viti. Ég held það verði bara einkabílar í kvöld og ekkert hægt að rita og ræða um það á kaffitstofunni á morgun. En það var skemmtilegt og gaf ákveðin lífleika í umræðuna, hristi aðeins upp í mönnum,“ „Ég held að það hafi bara verið þetta eina skipti. Við keyrum bara sjálfir í kvöld og förum í klefann,“ segir Kristinn. Í spilaranum að neðan má sjá þegar Blikar mættu með rútunni í Víkinga í fyrra og umræðuna um atvikið í Stúkunni. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Blikar eru efstir í deildinni, með besta markatölu, og Kristinn Steindórsson, leikmaður liðsins segir þá grænklæddu spennta fyrir kvöldinu. „Tilfinningin er bara mjög góð. Það er spenningur og alltaf fiðringur þegar það eru stórleikir. Ég veit ekki annað en að við séum mjög klárir í þetta,“ segir Kristinn. Ávallt sé auka spenna fyrir leik sem þessum. Kristinn Steindórsson er spenntur fyrir kvöldinu, líkt og fleiri.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur byggst upp undanfarin ár. Að sjálfsögðu er alltaf smá extra við þessa leiki. Á sama tíma er þetta bara þriðji leikur í deild. Það má ekki gera of mikið úr þessu, þetta er enginn úrslitaleikur. Við þurfum bara að halda áfram okkar góðu byrjun og vera með fullt hús þegar við leggjumst á koddann í kvöld,“ segir Kristinn. Leikur Víkings og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Gætu endað sjö í hvoru liði Mikil harka hefur einkennt leikina síðustu misserin. Má búast við slagsmálum í kvöld? „Góð spurning, ég veit það ekki. Þeir eru harðir og við reynum að vera harðir á móti og sjáum hvernig það gengur. Miðað við línuna sem hefur verið lögð í dómgæslunni í byrjun móts þá er kannski erfitt að hleypa þessu upp í mikla hörku. Þá verða bara sjö leikmenn í hvoru liði í byrjun seinni hálfleiks,“ „Við reynum að gera ekki of mikið úr þessu, þó þetta sé Víkingur, að reyna að halda undirbúningum eins og sníða okkar leikplan að því sem þjálfararnir sjá hjá andstæðingunum sem vonandi virkar vel.“ Einkabíllinn í kvöld Frægt var þegar Blikar mættu í Víkina í lok ágústmánaðar í fyrra en þá áttust liðin við í miðri Evrópuleikjatörn Blikanna. Þeir höfðu átt slæma reynslu síðast þar á undan í Víkinni þar sem klefinn sem þeim var úthlutað þótti ekki uppfylla kröfur. Þeir mættu því skömmu fyrir leik, allir saman í rútu. Það verður ekkert slíkt uppi á teningunum í kvöld? „Ekki svo ég viti. Ég held það verði bara einkabílar í kvöld og ekkert hægt að rita og ræða um það á kaffitstofunni á morgun. En það var skemmtilegt og gaf ákveðin lífleika í umræðuna, hristi aðeins upp í mönnum,“ „Ég held að það hafi bara verið þetta eina skipti. Við keyrum bara sjálfir í kvöld og förum í klefann,“ segir Kristinn. Í spilaranum að neðan má sjá þegar Blikar mættu með rútunni í Víkinga í fyrra og umræðuna um atvikið í Stúkunni.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti