Ásaka dómara um óheilindi og hlutdrægni Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2024 23:00 Nottingham Forest ásakar Stuart Atwell um óheilindi. samsett / Getty / FotoJet Nottingham Forest tók til samfélagsmiðla eftir leik gegn Everton og ásakaði Stuart Atwell, myndbandsdómara leiksins, um hlutdrægni í ákvarðanatöku. Félagið hefur ekki lagt fram formlega kvörtun eða kæru en íhugar valkosti sína vandlega. Forest vildi þrisvar fá vítaspyrnu í leiknum. Fyrst á 24. mínútu þegar Ashley Young virtist fella Gio Reyna í teignum, aftur rétt fyrir hálfleik þegar boltinn virtist fara í hönd Ashley Young eftir skot Callum Hudson-Odoi. Snemma í seinni hálfleik virtist Young svo fella Hudson-Odoi í teignum. Ekkert var dæmt og myndbandsdómara leiksins þótti ekki tilefni til að láta dómarann Anthony Taylor skoða atvikin aftur. Félagið gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum fljótlega eftir að leik lauk. Three extremely poor decisions - three penalties not given - which we simply cannot accept. We warned the PGMOL that the VAR is a Luton fan before the game but they didn’t change him. Our patience has been tested multiple times. NFFC will now consider its options.— Nottingham Forest (@NFFC) April 21, 2024 Eins og lesa má eru heilindi myndbandsdómara leiksins, Stuart Atwell, dregin í efa af þeim ástæðum að hann heldur með Luton Town. Lið sem Forest er í harðri baráttu við um að halda sér uppi í úrvalsdeildinni. Luton er einu stigi og einu sæti neðar en Forest eins og er. Þá segir að Forest hafi greint dómarasamtökunum (PGMOL) frá þessu fyrir leik. Mark Clattenburg, fyrrum dómari, var ráðinn til starfa hjá Forest sem dómgæsluráðgjafi í febrúar á þessu ári, að sögn félagsins vegna fjölmargra rangra dóma sem féllu gegn þeim. Hann hafði samband við hæstráðanda PGMOL, Howard Webb. Clattenburg krafðist þess þó ekki að Atwell yrði skipt út, heldur vildi hann einungis vekja athygli á málinu. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við og hafið rannsókn á málinu. Af yfirlýsingu Forest að dæma þykir líklegt að þeir muni taka málið lengra. Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Sjá meira
Forest vildi þrisvar fá vítaspyrnu í leiknum. Fyrst á 24. mínútu þegar Ashley Young virtist fella Gio Reyna í teignum, aftur rétt fyrir hálfleik þegar boltinn virtist fara í hönd Ashley Young eftir skot Callum Hudson-Odoi. Snemma í seinni hálfleik virtist Young svo fella Hudson-Odoi í teignum. Ekkert var dæmt og myndbandsdómara leiksins þótti ekki tilefni til að láta dómarann Anthony Taylor skoða atvikin aftur. Félagið gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum fljótlega eftir að leik lauk. Three extremely poor decisions - three penalties not given - which we simply cannot accept. We warned the PGMOL that the VAR is a Luton fan before the game but they didn’t change him. Our patience has been tested multiple times. NFFC will now consider its options.— Nottingham Forest (@NFFC) April 21, 2024 Eins og lesa má eru heilindi myndbandsdómara leiksins, Stuart Atwell, dregin í efa af þeim ástæðum að hann heldur með Luton Town. Lið sem Forest er í harðri baráttu við um að halda sér uppi í úrvalsdeildinni. Luton er einu stigi og einu sæti neðar en Forest eins og er. Þá segir að Forest hafi greint dómarasamtökunum (PGMOL) frá þessu fyrir leik. Mark Clattenburg, fyrrum dómari, var ráðinn til starfa hjá Forest sem dómgæsluráðgjafi í febrúar á þessu ári, að sögn félagsins vegna fjölmargra rangra dóma sem féllu gegn þeim. Hann hafði samband við hæstráðanda PGMOL, Howard Webb. Clattenburg krafðist þess þó ekki að Atwell yrði skipt út, heldur vildi hann einungis vekja athygli á málinu. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við og hafið rannsókn á málinu. Af yfirlýsingu Forest að dæma þykir líklegt að þeir muni taka málið lengra.
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Sjá meira