Afhverju ætlar Carbfix að flytja CO2 inn til landsins? Bergur Sigfússon skrifar 22. apríl 2024 10:01 Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Á þessari mynd má sjá nokkur verkefni sem öll gera sitt í að bæta umhverfið. Árið 1904 var rafmagn fyrst framleitt með jarðhita. 102 árum síðar var Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar (í rauðum hring) gangsett en framleiðsla rafmagns og heits vatns með þessari virkjun kemur í veg fyrir umtalsverða losun koldíoxíðs sem myndi losna ef orkan væri framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis. Hið sama á við nánast öll orkuver heimsins sem framleiða rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, þau koma í veg fyrir losun CO2 og sem betur fer eru margar þjóðir heims búnar að setja í fimmta gírinn í þeim málum. Annað verkefni sem kemur í veg fyrir losun CO2 er þörungaver Vaxa technologies (í grænum hring). Þar eru prótein framleidd með margfalt minni losun CO2 á hvert kíló af próteini en í hefðbundinni matvælaframleiðslu. Vaxa eru búin að þróa sína tækni í rúman áratug og það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með vexti þeirra frá því þau settu upp litla tilraunaaðstöðu á rannsóknastofu Hellisheiðarvirkjunar. Í gufunni frá kæliturnum Hellisheiðarvirkjunar leynist einnig hreinsistöð þar sem 1/3 hluti af koldíðoxíði sem kemur upp með gufunni er fangaður og þar með er dregið úr losun virkjunarinnar. Sú hreinsistöð hefur nú starfað nánast samfleytt í 10 ár. Í byggingu er ný stöð, Steingerður, sem mun klára þetta verkefni og senda rest af gasinu til niðurdælingar og steinrenningar. Þróun þessarar föngunartækni Carbfix hefur tekið u.þ.b. 15 ár en fyrsta tilraunastöðin sem var í tveimur 40 feta gámum var gangsett (í misárangursríkum skrefum) og keyrð árin 2010-2012. Hægt er að nota þessa föngunartækni við u.þ.b. helming jarðhitaorkuvera í heiminum og eitthvað af þungaiðnaði (fer eftir efnasamsetningu útblásturs) en því miður er ekki enn hægt að nota föngunartækni Carbfix við álver, til þess þarf aðra tækni. Að lokum sjást tvö lofthreinsiver samstarfsaðila okkar Climeworks, sem fanga CO2 úr andrúmslofti (bláir hringir). Allar sviðsmyndir Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna IPCC gera ráð fyrir að slíkum tólum þurfi að beita í mjög stórum stíl árið 2050 til að hreinsa upp losun fyrri kynslóða og til að kolefnisjafna þá losun sem ekki verður hægt að koma í veg fyrir. Þess vegna fórum við í samstarf við Climeworks sem hafði staðið í sinni þróun síðan 2009 og erum nú búin að vera í því samstarfi í 7 ár. CO2 frá fyrra lofthreinsiverinu, Orca, sem hefur starfað frá 2021 er sent niður í Þrengsli til niðurdælingar (minnsti blái hringur) þar sem við þróuðum upphaflega Carbfix niðurdælingartæknina og prófuðum fyrst árin 2011 og 2012. Seinna lofthreinsiverið, Mammoth, er í uppkeyrslu núna en CO2 frá því verður dælt í litlu tvær kúlurnar vinstra megin við lofthreinsiverið. Og til að svara spurningunni sem varpað var fram um hvers vegna við flytjum inn CO2: Tækniþróun tekur tíma og fyrirhöfn. En afrakstur tækniþróunar á Hellisheiði og Þrengslum verður nýttur í Coda Terminal í Straumsvík til að dæla niður CO2 frá iðnaði á meginlandi Evrópu sem er tilbúinn með föngun á sinni losun. Föngun frá hérlendum álverum kemur svo síðar og þá er planið að Carbfix verði tilbúið að taka við þeim straumum Semsagt, allar lausnir í loftslagsmálum haldast í hendur og tækniþróun þeirra tekur tíma. En þetta hefst allt saman. Höfundur er tækniþróunarstjóri Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Á þessari mynd má sjá nokkur verkefni sem öll gera sitt í að bæta umhverfið. Árið 1904 var rafmagn fyrst framleitt með jarðhita. 102 árum síðar var Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar (í rauðum hring) gangsett en framleiðsla rafmagns og heits vatns með þessari virkjun kemur í veg fyrir umtalsverða losun koldíoxíðs sem myndi losna ef orkan væri framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis. Hið sama á við nánast öll orkuver heimsins sem framleiða rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, þau koma í veg fyrir losun CO2 og sem betur fer eru margar þjóðir heims búnar að setja í fimmta gírinn í þeim málum. Annað verkefni sem kemur í veg fyrir losun CO2 er þörungaver Vaxa technologies (í grænum hring). Þar eru prótein framleidd með margfalt minni losun CO2 á hvert kíló af próteini en í hefðbundinni matvælaframleiðslu. Vaxa eru búin að þróa sína tækni í rúman áratug og það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með vexti þeirra frá því þau settu upp litla tilraunaaðstöðu á rannsóknastofu Hellisheiðarvirkjunar. Í gufunni frá kæliturnum Hellisheiðarvirkjunar leynist einnig hreinsistöð þar sem 1/3 hluti af koldíðoxíði sem kemur upp með gufunni er fangaður og þar með er dregið úr losun virkjunarinnar. Sú hreinsistöð hefur nú starfað nánast samfleytt í 10 ár. Í byggingu er ný stöð, Steingerður, sem mun klára þetta verkefni og senda rest af gasinu til niðurdælingar og steinrenningar. Þróun þessarar föngunartækni Carbfix hefur tekið u.þ.b. 15 ár en fyrsta tilraunastöðin sem var í tveimur 40 feta gámum var gangsett (í misárangursríkum skrefum) og keyrð árin 2010-2012. Hægt er að nota þessa föngunartækni við u.þ.b. helming jarðhitaorkuvera í heiminum og eitthvað af þungaiðnaði (fer eftir efnasamsetningu útblásturs) en því miður er ekki enn hægt að nota föngunartækni Carbfix við álver, til þess þarf aðra tækni. Að lokum sjást tvö lofthreinsiver samstarfsaðila okkar Climeworks, sem fanga CO2 úr andrúmslofti (bláir hringir). Allar sviðsmyndir Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna IPCC gera ráð fyrir að slíkum tólum þurfi að beita í mjög stórum stíl árið 2050 til að hreinsa upp losun fyrri kynslóða og til að kolefnisjafna þá losun sem ekki verður hægt að koma í veg fyrir. Þess vegna fórum við í samstarf við Climeworks sem hafði staðið í sinni þróun síðan 2009 og erum nú búin að vera í því samstarfi í 7 ár. CO2 frá fyrra lofthreinsiverinu, Orca, sem hefur starfað frá 2021 er sent niður í Þrengsli til niðurdælingar (minnsti blái hringur) þar sem við þróuðum upphaflega Carbfix niðurdælingartæknina og prófuðum fyrst árin 2011 og 2012. Seinna lofthreinsiverið, Mammoth, er í uppkeyrslu núna en CO2 frá því verður dælt í litlu tvær kúlurnar vinstra megin við lofthreinsiverið. Og til að svara spurningunni sem varpað var fram um hvers vegna við flytjum inn CO2: Tækniþróun tekur tíma og fyrirhöfn. En afrakstur tækniþróunar á Hellisheiði og Þrengslum verður nýttur í Coda Terminal í Straumsvík til að dæla niður CO2 frá iðnaði á meginlandi Evrópu sem er tilbúinn með föngun á sinni losun. Föngun frá hérlendum álverum kemur svo síðar og þá er planið að Carbfix verði tilbúið að taka við þeim straumum Semsagt, allar lausnir í loftslagsmálum haldast í hendur og tækniþróun þeirra tekur tíma. En þetta hefst allt saman. Höfundur er tækniþróunarstjóri Carbfix.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun