Hvetja til bólusetninga fyrir ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2024 08:42 Hægt er að fá ráðleggingar um bólusetningar fyrir ferðalög í netspjalli Heilsuveru. Vísir/Vilhelm Fólk sem hyggur á ferðalög ætti að fara yfir bólusetningar sínar og barna sinna hvort sem farið er á framandi slóðir eða stefnt á stutta ferð til nágrannalandanna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir að mikilvægt sé að kanna hvort bæta þurfi við bólusetningum með góðum fyrirvara áður en flogið sé af landi brott. Haft er eftir Nönnu Sigríði Kristinsdóttur, fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að hingað til hafi fólk aðallega skoðað bólusetningar fyrir ferðalög á fjarlægar slóðir, til Asíu, Afríku eða Suður-Ameríku til dæmis. „Það hafa komið upp alvarlegir faraldrar í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarið sem kalla á að við endurskoðum þá nálgun og tryggjum að við séum nægilega vel bólusett þó við ætlum ekki í langferð,“ segir Nanna. Hægt er að fá ráðleggingar um bólusetningar fyrir ferðalög í netspjalli Heilsuveru. Fylla þurfi inn upplýsingar um fyrirhugað ferðalag og fær viðkomandi sendar upplýsingar um ráðlagðar bólusetningar. „Fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu og skráð er á heilsugæslustöðvar sem ekki tilheyra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þarf að heyra í sinni stöð til að fá ráðleggingar um bólusetningar. Meðal þess sem yfirfara þarf fyrir ferðalög til Evrópu er hvort nauðsynlegt sé að fá örvunarskammt af bóluefni við sjúkdómum sem börn eru bólusett fyrir, til dæmis barnaveiki, kíghósta, stífkrampa og mænusótt ásamt því hvort bólusetja þurfi við lifrabólgu A og B,“ segir í tilkynningunni frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bólusetningar Heilsugæsla Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir að mikilvægt sé að kanna hvort bæta þurfi við bólusetningum með góðum fyrirvara áður en flogið sé af landi brott. Haft er eftir Nönnu Sigríði Kristinsdóttur, fagstjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að hingað til hafi fólk aðallega skoðað bólusetningar fyrir ferðalög á fjarlægar slóðir, til Asíu, Afríku eða Suður-Ameríku til dæmis. „Það hafa komið upp alvarlegir faraldrar í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarið sem kalla á að við endurskoðum þá nálgun og tryggjum að við séum nægilega vel bólusett þó við ætlum ekki í langferð,“ segir Nanna. Hægt er að fá ráðleggingar um bólusetningar fyrir ferðalög í netspjalli Heilsuveru. Fylla þurfi inn upplýsingar um fyrirhugað ferðalag og fær viðkomandi sendar upplýsingar um ráðlagðar bólusetningar. „Fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu og skráð er á heilsugæslustöðvar sem ekki tilheyra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þarf að heyra í sinni stöð til að fá ráðleggingar um bólusetningar. Meðal þess sem yfirfara þarf fyrir ferðalög til Evrópu er hvort nauðsynlegt sé að fá örvunarskammt af bóluefni við sjúkdómum sem börn eru bólusett fyrir, til dæmis barnaveiki, kíghósta, stífkrampa og mænusótt ásamt því hvort bólusetja þurfi við lifrabólgu A og B,“ segir í tilkynningunni frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Bólusetningar Heilsugæsla Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira