Öryggi – Forvitni – Gleði Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 22. apríl 2024 12:31 Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd. Fátt hugnaðist mér að herma af þeim lýsingum, en það dró þó ekki úr áhuganum á að taka virkan þátt í lýðræðinu og standa upp og stíga fram fyrir land og þjóð. Það er einkennileg tilfinning að fara frá því að vera venjuleg manneskja, einstaklingur, yfir í að vera forsetaframbjóðandi. Þetta atvinnuviðtal er afar sérstakt. Ég, sem tiltölulega óþekkt manneskja og sjálfstætt starfandi kona, þurfti að koma snemma fram til að geta kynnt mig sem mest og best – fá umfjöllun, kaupa auglýsingar, standa fyrir málefni og hitta alls kyns fólk víðsvegar um landið. Ég var afar meðvituð um að um páskaleytið myndi fólk mæta með kröftugar kosningamaskínur sér að baki, enda er það þekkt aðferðafræði og virkar ágætlega. Mín von var þó og er að fólk sem er ekki þekkt, ekki í pólitík og/eða í opinberu starfi eigi jöfn tækifæri til að bjóða sig fram og til að komast að. Sjáum hvað setur. Okkur skortir ekki frambjóðendur – okkur skortir meðmælendur. Samfélag sem skapar og endurskapar sig sjálft er fullt af öryggi, forvitni og gleði. Fólk í skapandi samfélagi er öruggt til tjáningar og athafna, fólk er forvitið um nýjungar og tekur óvissu sem eðlilegum hluta tilverunnar og er með jákvætt viðhorf almennt séð. Ég hef farið um landið eftir mínum meðmælum og get staðfest að gnægð er til af öruggu, forvitnu og glaðværu fólki. Það er nóg af fólki sem viðurkennir og virðir áhuga, áræðni, þor og þolgæði frambjóðenda til að standa upp og stíga fram í embætti sem fólkið á. Það er nóg af fólki sem veitir rými fyrir tækifæri til sköpunar á nýjum siðum og venjum. Mennskan á sér enga merkimiða nema helst að góðmennsku sé. Á loka viku meðmæla langar mig til að hvetja kjósendur sem ekki hafa mælt með frambjóðanda til að nýta sinn einstaka rétt og breiða út blævæng tækifæranna. Þökkum fyrir að geta haldið lýðræðisveislu okkur til góðs og giftusemi. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna – fyrir okkur öll. Stundaðu lýðræði og jafnræði og lyftu frambjóðanda upp og áfram. Hvettu annað fólk til þátttöku. Hrósaðu frambjóðendum fyrir hugrekki og þor. Samgleðjumst á einstökum tímamótum. Verum örugg, forvitin og glöð. Til meðframbjóðenda – hjartans þakkir fyrir að standa upp og stíga fram. Vegni okkur öllum vel óháð niðurstöðu. Munum að mennskan á sér enga mælikvarða og að embættið snýst um hjartalag – ekki merkimiða. Ég færi ykkur sama ráð og mér var veitt af okkar reynslumesta fólki: „og svo hlustar þú ekki á neitt neikvætt“. Enda verður að vera gaman, annars er svo leiðinlegt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Á fimmtugsafmælisdeginum mínum, 12. janúar 2024, steig ég skref út í óvissuna og tilkynnti forsetaframboð. Þar sem ég hef aldrei verið í pólitík, en oft spurð hvort ég hafi áhuga á því, var ég búin að kynna mér hvernig framboð eru framkvæmd. Fátt hugnaðist mér að herma af þeim lýsingum, en það dró þó ekki úr áhuganum á að taka virkan þátt í lýðræðinu og standa upp og stíga fram fyrir land og þjóð. Það er einkennileg tilfinning að fara frá því að vera venjuleg manneskja, einstaklingur, yfir í að vera forsetaframbjóðandi. Þetta atvinnuviðtal er afar sérstakt. Ég, sem tiltölulega óþekkt manneskja og sjálfstætt starfandi kona, þurfti að koma snemma fram til að geta kynnt mig sem mest og best – fá umfjöllun, kaupa auglýsingar, standa fyrir málefni og hitta alls kyns fólk víðsvegar um landið. Ég var afar meðvituð um að um páskaleytið myndi fólk mæta með kröftugar kosningamaskínur sér að baki, enda er það þekkt aðferðafræði og virkar ágætlega. Mín von var þó og er að fólk sem er ekki þekkt, ekki í pólitík og/eða í opinberu starfi eigi jöfn tækifæri til að bjóða sig fram og til að komast að. Sjáum hvað setur. Okkur skortir ekki frambjóðendur – okkur skortir meðmælendur. Samfélag sem skapar og endurskapar sig sjálft er fullt af öryggi, forvitni og gleði. Fólk í skapandi samfélagi er öruggt til tjáningar og athafna, fólk er forvitið um nýjungar og tekur óvissu sem eðlilegum hluta tilverunnar og er með jákvætt viðhorf almennt séð. Ég hef farið um landið eftir mínum meðmælum og get staðfest að gnægð er til af öruggu, forvitnu og glaðværu fólki. Það er nóg af fólki sem viðurkennir og virðir áhuga, áræðni, þor og þolgæði frambjóðenda til að standa upp og stíga fram í embætti sem fólkið á. Það er nóg af fólki sem veitir rými fyrir tækifæri til sköpunar á nýjum siðum og venjum. Mennskan á sér enga merkimiða nema helst að góðmennsku sé. Á loka viku meðmæla langar mig til að hvetja kjósendur sem ekki hafa mælt með frambjóðanda til að nýta sinn einstaka rétt og breiða út blævæng tækifæranna. Þökkum fyrir að geta haldið lýðræðisveislu okkur til góðs og giftusemi. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna – fyrir okkur öll. Stundaðu lýðræði og jafnræði og lyftu frambjóðanda upp og áfram. Hvettu annað fólk til þátttöku. Hrósaðu frambjóðendum fyrir hugrekki og þor. Samgleðjumst á einstökum tímamótum. Verum örugg, forvitin og glöð. Til meðframbjóðenda – hjartans þakkir fyrir að standa upp og stíga fram. Vegni okkur öllum vel óháð niðurstöðu. Munum að mennskan á sér enga mælikvarða og að embættið snýst um hjartalag – ekki merkimiða. Ég færi ykkur sama ráð og mér var veitt af okkar reynslumesta fólki: „og svo hlustar þú ekki á neitt neikvætt“. Enda verður að vera gaman, annars er svo leiðinlegt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun