Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2024 06:47 Tjaldbúðir við Columbia University. AP/Stefan Jeremiah Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. Mótmæli hafa staðið yfir við háskólana um nokkurt skeið og þá hafa tjaldbúðir risið síðustu daga. Að minnsta kosti 47 voru handteknir við Yale í gær samkvæmt yfirlýsingu stjórnenda háskólans en þeir höfðu ítrekað biðlað til nemenda, sem töldu nokkur hundruð, að yfirgefa háskólasvæðið. Þeir sem voru handteknir munu sæta agaviðurlögum. Í New York lét lögregla til skarar skríða þegar kvöldaði en þar höfðu hundruð mótmælenda hafnað fyrirskipun stjórnenda New York University um að yfirgefa Gould-torg, skammt frá skólanum. Myndskeið sýna lögreglu taka niður tjöld og lenda í samstuði við mótmælendur. Mótmælin hafa meðal annars snúið að því að skólarnir hætti að fjárfesta í fyrirtækjum í vopnaframleiðslu og fyrirtækjum með tengsl við Ísrael. Ríflega hundrað nemendur voru handteknir við Columbia University á fimmtudag og í gær var tilkynnt að allir tímar færu fram um fjarfundabúnað. Fjöldi kennara við skólann hefur gengið út og lagt niður kennslu vegna ákvörðunar skólastjórnenda að biðja um aðstoð lögreglu við að taka niður tjaldbúðir við skólann. Mótmælin hafa breitt úr sér og fjöldafundir verið haldnir við marga háskóla í Bandaríkjunum. Þá hafa tjaldbúðir risið við fleiri skóla, til að mynda MIT og Emerson College. Guardian greindi frá. Bandaríkin Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Mótmæli hafa staðið yfir við háskólana um nokkurt skeið og þá hafa tjaldbúðir risið síðustu daga. Að minnsta kosti 47 voru handteknir við Yale í gær samkvæmt yfirlýsingu stjórnenda háskólans en þeir höfðu ítrekað biðlað til nemenda, sem töldu nokkur hundruð, að yfirgefa háskólasvæðið. Þeir sem voru handteknir munu sæta agaviðurlögum. Í New York lét lögregla til skarar skríða þegar kvöldaði en þar höfðu hundruð mótmælenda hafnað fyrirskipun stjórnenda New York University um að yfirgefa Gould-torg, skammt frá skólanum. Myndskeið sýna lögreglu taka niður tjöld og lenda í samstuði við mótmælendur. Mótmælin hafa meðal annars snúið að því að skólarnir hætti að fjárfesta í fyrirtækjum í vopnaframleiðslu og fyrirtækjum með tengsl við Ísrael. Ríflega hundrað nemendur voru handteknir við Columbia University á fimmtudag og í gær var tilkynnt að allir tímar færu fram um fjarfundabúnað. Fjöldi kennara við skólann hefur gengið út og lagt niður kennslu vegna ákvörðunar skólastjórnenda að biðja um aðstoð lögreglu við að taka niður tjaldbúðir við skólann. Mótmælin hafa breitt úr sér og fjöldafundir verið haldnir við marga háskóla í Bandaríkjunum. Þá hafa tjaldbúðir risið við fleiri skóla, til að mynda MIT og Emerson College. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira