Helga Þórisdóttir og fjöregg íslenskrar þjóðar Páll Torfi Önundarson skrifar 23. apríl 2024 11:01 Forseti Íslands, eini þjóðkjörni fulltrúi landsmanna, gegnir grundvallarhlutverki vegna þeirrar ábyrgðar og valds, sem embættinu fylgir. Þeir sem lesið hafa þjóðsögur og ævintýri vita að brothættra fjöreggja sinna þarf hver vel að gæta, ella verða fjörbrot. Forseti Íslands gætir sjálfs fjöreggs þjóðarinnar með þeim möguleika að skrifa ekki undir lög sem hann telur varða líf þjóðarinnar eða rétt landsmanna. Forseti er því öryggisventill sem getur stöðvað samþykkt lög frá sjálfu Alþingi með vísun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum á neyðarstund í þágu þjóðarinnar þegar Alþingi og ríkisstjórn hafði gefist upp fyrir erlendu fjármálavaldi. Þar sannaðist að þjóðinni hafði borið gæfa til þess að velja sér til forystu manneskju sem hafði menntun, þekkingu á sögu lands og þjóðar, reynslu og kjark til að gæta fjöreggsins. En hvernig velur þjóðin sér frambjóðendur til forsetaembættisins? Í heimi nútímans virðist stundum sem umbúðir skipti meira máli en innihald vörunnar. Áberandi andlit í fjölmiðum, t.d. stjórnmálamenn, andlit sem birtast oft, leikarar, skemmtikraftar og forsvarsmenn þrýstihópa hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur. Hvernig á þjóðin þá að fá að kynnast fólki, sem hugsanlegt er að hafi mest fram að færa vegna menntunar, reynslu og fyrri starfa, en hefur rækt störf sín hljóðlega? Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir lögfræðingur og öflugur embættismaður til nær 30 ára, kemur ótrúlega vel fyrir vegna augljóss vits, menntunar, yfirburðaþekkingar, reynslu og skýrrar sýnar á forsetaembættið. Hlustið á viðtöl við hana á netinu. Þar kemur fram djúpstæður skilningur á landsmálum og alþjóðamálum, skilningur á ógn sem almenningi stafar af yfirþjóðlegum fyrirtækjum þar sem Mammon svífst einskis, og skilningur á nauðsyn verndar almennings fyrir slíkum öflum. Mikill skilningur á íslenskri menningu og tungu Íslendinga og þó án nokkurs þjóðernishroka. Mikill skilningur á bættri menntun barna og unglinga. Mikið vit. Engir innihaldslitlir frasar. Hlýja en samt kjarkur. Eirir ekki áhrifamönnum þurfi á því að halda. Þegar rödd frambjóðanda, sem mér finnst e.t.v. hafa mest fram að færa, nær ekki í gegn í ótímabærum skoðanakönnunum velti ég því fyrir mér hvort skoðanakannanir sem framkvæmdar eru áður en framboðsfresti lýkur séu beinlínis skoðanamótandi og því skaðlegar sjálfri þjóðinni við val forsetaefna? Ég skora á Íslendinga að kynna sér Helgu Þórisdóttur á helgathorisdottir.is og að missa ekki af tækifærinu að kjósa sér heilsteyptan forseta. Ég kýs hana verði hún á kjörseðlinum. Höfundur er yfirlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands, eini þjóðkjörni fulltrúi landsmanna, gegnir grundvallarhlutverki vegna þeirrar ábyrgðar og valds, sem embættinu fylgir. Þeir sem lesið hafa þjóðsögur og ævintýri vita að brothættra fjöreggja sinna þarf hver vel að gæta, ella verða fjörbrot. Forseti Íslands gætir sjálfs fjöreggs þjóðarinnar með þeim möguleika að skrifa ekki undir lög sem hann telur varða líf þjóðarinnar eða rétt landsmanna. Forseti er því öryggisventill sem getur stöðvað samþykkt lög frá sjálfu Alþingi með vísun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum á neyðarstund í þágu þjóðarinnar þegar Alþingi og ríkisstjórn hafði gefist upp fyrir erlendu fjármálavaldi. Þar sannaðist að þjóðinni hafði borið gæfa til þess að velja sér til forystu manneskju sem hafði menntun, þekkingu á sögu lands og þjóðar, reynslu og kjark til að gæta fjöreggsins. En hvernig velur þjóðin sér frambjóðendur til forsetaembættisins? Í heimi nútímans virðist stundum sem umbúðir skipti meira máli en innihald vörunnar. Áberandi andlit í fjölmiðum, t.d. stjórnmálamenn, andlit sem birtast oft, leikarar, skemmtikraftar og forsvarsmenn þrýstihópa hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur. Hvernig á þjóðin þá að fá að kynnast fólki, sem hugsanlegt er að hafi mest fram að færa vegna menntunar, reynslu og fyrri starfa, en hefur rækt störf sín hljóðlega? Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir lögfræðingur og öflugur embættismaður til nær 30 ára, kemur ótrúlega vel fyrir vegna augljóss vits, menntunar, yfirburðaþekkingar, reynslu og skýrrar sýnar á forsetaembættið. Hlustið á viðtöl við hana á netinu. Þar kemur fram djúpstæður skilningur á landsmálum og alþjóðamálum, skilningur á ógn sem almenningi stafar af yfirþjóðlegum fyrirtækjum þar sem Mammon svífst einskis, og skilningur á nauðsyn verndar almennings fyrir slíkum öflum. Mikill skilningur á íslenskri menningu og tungu Íslendinga og þó án nokkurs þjóðernishroka. Mikill skilningur á bættri menntun barna og unglinga. Mikið vit. Engir innihaldslitlir frasar. Hlýja en samt kjarkur. Eirir ekki áhrifamönnum þurfi á því að halda. Þegar rödd frambjóðanda, sem mér finnst e.t.v. hafa mest fram að færa, nær ekki í gegn í ótímabærum skoðanakönnunum velti ég því fyrir mér hvort skoðanakannanir sem framkvæmdar eru áður en framboðsfresti lýkur séu beinlínis skoðanamótandi og því skaðlegar sjálfri þjóðinni við val forsetaefna? Ég skora á Íslendinga að kynna sér Helgu Þórisdóttur á helgathorisdottir.is og að missa ekki af tækifærinu að kjósa sér heilsteyptan forseta. Ég kýs hana verði hún á kjörseðlinum. Höfundur er yfirlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar