Fannst hennar tími vera kominn Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 21:30 Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í Pallborðinu í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að henni hafi fundist hennar tími kominn í íslenskum stjórnmálum. Hún vill enn gera gagn til góðs og telur sig geta gert það í embætti forseta. Þær Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Halla Tómasdóttir, athafnakona, og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, sem hafa allar boðið sig fram til embættis forseta, mættu í Pallborðið á Vísi í dag. Af þeim þremur hefur Katrín mælst með mest fylgi. Halla Tómasdóttir hefur komið þar á eftir og Steinunn Ólína hefur rekið lestina. Í nýjustu könnuninni sem unnin var fyrir Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna var Katrín með 32,4 prósent, Halla með 6,7 og Steinun Ólína með 1,8 prósent. Í upphafi Pallborðsins sagðist Katrín meðvituð um að hún væri umdeild manneskja enda hefði hún setið lengi á Alþingi og tekist á við erfið málefni. Hún sagðist hafa verið búin að taka þá ákvörðun að gefa sig ekki aftur fram til Alþingis og hafi í framhaldinu ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Það hafi bæði verið vegna þess mikla stuðnings sem hún fann fyrir og vegna þess að hún teldi sig geta gert gagn í embætti forseta. „Síðan er það þannig að þegar ég ákveð að segja skilið við stjórnmálin er það Alþingi og meirihlutinn á þingi sem tekur ákvörðun um framhaldið. Það er þeirra, auðvitað, að standa undir sínum merkjum þar. Því nú hef ég bara yfirgefið þetta svið,“ sagði Katrín. Um stöðuna hjá VG sagðist Katrín engan ómissandi og hún væri þar á meðal. „VG. Ég var þar lengi og nú hef ég bara horfið þaðan,“ sagði Katrín. Hún sagðist ekki í nokkrum vafa um að aðrir í flokknum myndu horfa til framtíðar. > Spurði sig hvort hún hefði dæmt Katrínu ranglega Steinunn Ólína byrjaði að viðra hugmyndir um forsetaframboð í enda febrúar en sagði svo í mars að hún myndi bjóða sig fram ef Katrín byði sig fram, því Katrínu væri ekki treystandi. Nú sagðist hún ekkert hafa við manneskjuna Katrínu Jakobsdóttur að sakast. Hún hefði hins vegar gagnrýnt ríkisstjórn hennar á undanförnum árum. „Ég væri lygari ef ég stæði ekki með þeim skoðunum mínum sem ég hef sett fram. Ég hef skrifað um samfélagsmál í meira en tuttugu ár og það er ýmislegt sem ég hef hugsað í sambandi við þetta,“ sagði Steinunn Ólína. Hún sagðist líta á það svo að mikil nálægð forseta við þingið væri ekki til góðs og þess vegna hafi henni ekki fundist það góð hugmynd að fyrrverandi forsætisráðherra yrði forseti. Hún sagðist ekki ein um þá skoðun. Steinunn Ólína sagðist oft hafa verið skömmuð fyrir að gagnrýna Katrínu sem forsætisráðherra því fjöldi fólks væri þeirrar skoðunar að Katrín hefði veitt ríkisstjórn hennar töluvert viðnám. Núna væri lokið kannski farið af. Öryggisventillinn Katrín væri farinn. „Mér finnst við merkja það á einurð þeirri og þeirri sýn sem sett er fram af nýrri ríkisstjórn. Hún er töluvert miskunnarlausari, að mínum dómi, heldur en í ráðherratíð Katrínar,“ sagði Steinunn Ólína. Því sagðist hún hafa velt fyrir sér hvort hún hefði dæmt Katrínu ranglega eða hvort eitthvað í stjórnmálunum sem væri ekki upp á yfirborðinu sem Katrín treysti sér ekki til að fylgja í gegn á þingi eða treysti sér betur til að standa með þjóðinni sem forseti. „En núna veit ég ekki hvort svo er. Er eitthvað mál sem hún vill kannski ekki að skrifist á hana, sem hún vill standa með okkur þjóðinni sem forseti en treystir sér ekki til að standa með okkur inn á þinginu?“ Ekkert í uppsiglingu Katrín benti aftur á að hún hefði varið töluverðum hluta ævi sinnar í stjórnmálin. Hún hefði bæði verið í meirihluta og í minnihluta og tekist á við risastór mál. „Satt að segja verð ég að vera algerlega heiðarleg með það að mér fannst hreinlega minn tími vera kominn. En þar með er ég ekki að segja að mig langi ekki að vinna samfélaginu gagn og ég vonast auðvitað til þess að geta gert það, hvernig sem þessar forsetakosningar fara.“ Katrín sagðist alltaf hafa verið fylgjandi þessu embætti og hún teldi það mikilvægt. Þess vegna hefði hún boðið sig fram. Það væri ekkert í uppsiglingu sem hún vildi ekki setja nafn sitt við. > Vill ekki grafa skurði heldur byggja brýr Halla Tómasdóttir kemur úr nokkuð öðruvísi átt en áður. Ísland hefur ekki haft forseta sem hefði verið eins áberandi í atvinnulífinu og hún. Þá er þetta í annað sinn sem hún gerir atlögu að forsetaembættinu. Hún sagðist hafa fengið tækifæri til að gera margt og ekki eingöngu í atvinnulífinu. Hún hefði komið að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og hefði einnig unnið mikið í jafnréttismálum. Þá væri sú ástæða sem hún bauð sig fram síðast, árið 2016, líklega sú sama og nú. „Ég tel að okkur vanti langtímasýn sem varðar alla í þessu samfélagi, eða okkur öll. Ég tel að Bessastaðir séu það embætti þar sem við getum best unnið að langtímasýn á grunni þeirra gilda sem þjóðin valdi sér,“ sagði Halla. Hún vísaði í þjóðfundinn sem haldinn var árið 2009. Lögð hafi verið áhersla á fimm gildi. Heiðarleika, réttlæti, jafnrétti, virðingu og ábyrgð. „Ég hef alla tíð frá árinu 2009 viljað sjá heimili fyrir þessi grunngildi sem þjóðin valdi sér og fyrir þá sýn sem þjóðin þarf að eiga aðkomu að.“ Halla sagði samfélagið bera lítið traust til stofnana og það ætti jafnt við á Íslandi og um allan heim. Íslendingar þyrftu að temja sér ný vinnubrögð, þar sem leiða ætti saman hópa og kynslóðir til þess að tala um framtíðina og hlusta á hvort annað. „Við þurfum að hætta að grafa skurði um stór mál sem skipta sköpum fyrir framtíð okkar allra og sérstaklega börnin okkar og byrja að byggja brýr. Mig langar til að verða brúarsmiður og gera gagn og láta gott af mér leiða í hlutverki forseta Íslands.“ Halla sagðist þeirrar skoðunar að þó við værum öll pólitísk skipti máli væri betra að vera ekki með flokkspólitík á Bessastöðum. Það skipti máli að forseti sé forseti alls samfélagsins og reyni það sem sameini þjóðina. > Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með Höllu, Katrínu og Steinunni Ólínu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona verða gestir Pallborðsins í dag, sem hefst klukkan 15. 23. apríl 2024 12:34 Össur segir Jóni Gnarr að „hætta að væla“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra fer ófögrum orðum um orðræðu Jóns Gnarr um framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta. Jóni hefur verið tíðrætt um að honum finnist óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra skuli bjóða sig fram og hefur kallað framboð hennar „steikt og absúrd.“ 23. apríl 2024 17:35 Segja baráttuna bara rétt að hefjast Þær Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðendur, segja kosningabaráttuna rétt að byrja og þær muni láta ljós þeirra skína. Ásdís er nýbúin að safna nægilega mörgum undirskriftum og Helga segist á lokametrunum með það. 22. apríl 2024 22:47 Baldur fremstur í nýrri könnun og Halla Hrund skákar Jóni Baldur Þórhallsson mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents, eða 27,2 prósent. Katrín Jakobsdóttir mælist með 23,8 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 18 prósent. 22. apríl 2024 06:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Þær Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Halla Tómasdóttir, athafnakona, og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, sem hafa allar boðið sig fram til embættis forseta, mættu í Pallborðið á Vísi í dag. Af þeim þremur hefur Katrín mælst með mest fylgi. Halla Tómasdóttir hefur komið þar á eftir og Steinunn Ólína hefur rekið lestina. Í nýjustu könnuninni sem unnin var fyrir Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna var Katrín með 32,4 prósent, Halla með 6,7 og Steinun Ólína með 1,8 prósent. Í upphafi Pallborðsins sagðist Katrín meðvituð um að hún væri umdeild manneskja enda hefði hún setið lengi á Alþingi og tekist á við erfið málefni. Hún sagðist hafa verið búin að taka þá ákvörðun að gefa sig ekki aftur fram til Alþingis og hafi í framhaldinu ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Það hafi bæði verið vegna þess mikla stuðnings sem hún fann fyrir og vegna þess að hún teldi sig geta gert gagn í embætti forseta. „Síðan er það þannig að þegar ég ákveð að segja skilið við stjórnmálin er það Alþingi og meirihlutinn á þingi sem tekur ákvörðun um framhaldið. Það er þeirra, auðvitað, að standa undir sínum merkjum þar. Því nú hef ég bara yfirgefið þetta svið,“ sagði Katrín. Um stöðuna hjá VG sagðist Katrín engan ómissandi og hún væri þar á meðal. „VG. Ég var þar lengi og nú hef ég bara horfið þaðan,“ sagði Katrín. Hún sagðist ekki í nokkrum vafa um að aðrir í flokknum myndu horfa til framtíðar. > Spurði sig hvort hún hefði dæmt Katrínu ranglega Steinunn Ólína byrjaði að viðra hugmyndir um forsetaframboð í enda febrúar en sagði svo í mars að hún myndi bjóða sig fram ef Katrín byði sig fram, því Katrínu væri ekki treystandi. Nú sagðist hún ekkert hafa við manneskjuna Katrínu Jakobsdóttur að sakast. Hún hefði hins vegar gagnrýnt ríkisstjórn hennar á undanförnum árum. „Ég væri lygari ef ég stæði ekki með þeim skoðunum mínum sem ég hef sett fram. Ég hef skrifað um samfélagsmál í meira en tuttugu ár og það er ýmislegt sem ég hef hugsað í sambandi við þetta,“ sagði Steinunn Ólína. Hún sagðist líta á það svo að mikil nálægð forseta við þingið væri ekki til góðs og þess vegna hafi henni ekki fundist það góð hugmynd að fyrrverandi forsætisráðherra yrði forseti. Hún sagðist ekki ein um þá skoðun. Steinunn Ólína sagðist oft hafa verið skömmuð fyrir að gagnrýna Katrínu sem forsætisráðherra því fjöldi fólks væri þeirrar skoðunar að Katrín hefði veitt ríkisstjórn hennar töluvert viðnám. Núna væri lokið kannski farið af. Öryggisventillinn Katrín væri farinn. „Mér finnst við merkja það á einurð þeirri og þeirri sýn sem sett er fram af nýrri ríkisstjórn. Hún er töluvert miskunnarlausari, að mínum dómi, heldur en í ráðherratíð Katrínar,“ sagði Steinunn Ólína. Því sagðist hún hafa velt fyrir sér hvort hún hefði dæmt Katrínu ranglega eða hvort eitthvað í stjórnmálunum sem væri ekki upp á yfirborðinu sem Katrín treysti sér ekki til að fylgja í gegn á þingi eða treysti sér betur til að standa með þjóðinni sem forseti. „En núna veit ég ekki hvort svo er. Er eitthvað mál sem hún vill kannski ekki að skrifist á hana, sem hún vill standa með okkur þjóðinni sem forseti en treystir sér ekki til að standa með okkur inn á þinginu?“ Ekkert í uppsiglingu Katrín benti aftur á að hún hefði varið töluverðum hluta ævi sinnar í stjórnmálin. Hún hefði bæði verið í meirihluta og í minnihluta og tekist á við risastór mál. „Satt að segja verð ég að vera algerlega heiðarleg með það að mér fannst hreinlega minn tími vera kominn. En þar með er ég ekki að segja að mig langi ekki að vinna samfélaginu gagn og ég vonast auðvitað til þess að geta gert það, hvernig sem þessar forsetakosningar fara.“ Katrín sagðist alltaf hafa verið fylgjandi þessu embætti og hún teldi það mikilvægt. Þess vegna hefði hún boðið sig fram. Það væri ekkert í uppsiglingu sem hún vildi ekki setja nafn sitt við. > Vill ekki grafa skurði heldur byggja brýr Halla Tómasdóttir kemur úr nokkuð öðruvísi átt en áður. Ísland hefur ekki haft forseta sem hefði verið eins áberandi í atvinnulífinu og hún. Þá er þetta í annað sinn sem hún gerir atlögu að forsetaembættinu. Hún sagðist hafa fengið tækifæri til að gera margt og ekki eingöngu í atvinnulífinu. Hún hefði komið að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og hefði einnig unnið mikið í jafnréttismálum. Þá væri sú ástæða sem hún bauð sig fram síðast, árið 2016, líklega sú sama og nú. „Ég tel að okkur vanti langtímasýn sem varðar alla í þessu samfélagi, eða okkur öll. Ég tel að Bessastaðir séu það embætti þar sem við getum best unnið að langtímasýn á grunni þeirra gilda sem þjóðin valdi sér,“ sagði Halla. Hún vísaði í þjóðfundinn sem haldinn var árið 2009. Lögð hafi verið áhersla á fimm gildi. Heiðarleika, réttlæti, jafnrétti, virðingu og ábyrgð. „Ég hef alla tíð frá árinu 2009 viljað sjá heimili fyrir þessi grunngildi sem þjóðin valdi sér og fyrir þá sýn sem þjóðin þarf að eiga aðkomu að.“ Halla sagði samfélagið bera lítið traust til stofnana og það ætti jafnt við á Íslandi og um allan heim. Íslendingar þyrftu að temja sér ný vinnubrögð, þar sem leiða ætti saman hópa og kynslóðir til þess að tala um framtíðina og hlusta á hvort annað. „Við þurfum að hætta að grafa skurði um stór mál sem skipta sköpum fyrir framtíð okkar allra og sérstaklega börnin okkar og byrja að byggja brýr. Mig langar til að verða brúarsmiður og gera gagn og láta gott af mér leiða í hlutverki forseta Íslands.“ Halla sagðist þeirrar skoðunar að þó við værum öll pólitísk skipti máli væri betra að vera ekki með flokkspólitík á Bessastöðum. Það skipti máli að forseti sé forseti alls samfélagsins og reyni það sem sameini þjóðina. >
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með Höllu, Katrínu og Steinunni Ólínu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona verða gestir Pallborðsins í dag, sem hefst klukkan 15. 23. apríl 2024 12:34 Össur segir Jóni Gnarr að „hætta að væla“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra fer ófögrum orðum um orðræðu Jóns Gnarr um framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta. Jóni hefur verið tíðrætt um að honum finnist óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra skuli bjóða sig fram og hefur kallað framboð hennar „steikt og absúrd.“ 23. apríl 2024 17:35 Segja baráttuna bara rétt að hefjast Þær Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðendur, segja kosningabaráttuna rétt að byrja og þær muni láta ljós þeirra skína. Ásdís er nýbúin að safna nægilega mörgum undirskriftum og Helga segist á lokametrunum með það. 22. apríl 2024 22:47 Baldur fremstur í nýrri könnun og Halla Hrund skákar Jóni Baldur Þórhallsson mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents, eða 27,2 prósent. Katrín Jakobsdóttir mælist með 23,8 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 18 prósent. 22. apríl 2024 06:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Svona var Pallborðið með Höllu, Katrínu og Steinunni Ólínu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona verða gestir Pallborðsins í dag, sem hefst klukkan 15. 23. apríl 2024 12:34
Össur segir Jóni Gnarr að „hætta að væla“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra fer ófögrum orðum um orðræðu Jóns Gnarr um framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta. Jóni hefur verið tíðrætt um að honum finnist óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra skuli bjóða sig fram og hefur kallað framboð hennar „steikt og absúrd.“ 23. apríl 2024 17:35
Segja baráttuna bara rétt að hefjast Þær Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðendur, segja kosningabaráttuna rétt að byrja og þær muni láta ljós þeirra skína. Ásdís er nýbúin að safna nægilega mörgum undirskriftum og Helga segist á lokametrunum með það. 22. apríl 2024 22:47
Baldur fremstur í nýrri könnun og Halla Hrund skákar Jóni Baldur Þórhallsson mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents, eða 27,2 prósent. Katrín Jakobsdóttir mælist með 23,8 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 18 prósent. 22. apríl 2024 06:33