The Athletic er meðal fjölmiðla sem greina frá þessu en Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool í sumar. Hann tók við félaginu 2015 en ætlar sér ekki að ná áratug við stjórnvölin á Anfield og stígur til liðar þegar tímabilinu lýkur.
Fjölmargir hafa verið orðaðir við starfið en nú virðist sem hinn 45 ára gamli Slot sé líklegastur til að taka við. Samkvæmt The Athletic hrífast forráðamenn Liverpool að sóknarþenkjandi fótbolta hans sem og að hann er duglegur að nýta unglingastarfið.
Across Europe's top seven leagues since Arne Slot took charge of Feyenoord in July 2021:
— Squawka (@Squawka) April 23, 2024
Most possession won final ⅓
◉ 722 - Feyenoord
◎ 706 - Liverpool
Most points from losing positions
◉ 62 - Feyenoord
◎ 62 - Liverpool
Michael Edwards' laptop goes brrr. 👨💻 pic.twitter.com/gsyOchM25h
Slot hefur starfað fyrir Feyenoord frá 2021 en var þar áður hjá AZ Alkmaar. Hann var orðaður við Tottenham Hotspur í fyrra en ákvað á endanum að halda kyrru fyrir. Nú virðist sem hann sé á leið til Englands eftir allt saman.