Eitruð blanda þegar spilling og skipulagsmál fara saman Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 08:44 Ásdís Hlökk segir nauðsynlegt að kafa dýpra ofan í niðurstöður hennar um spillingu í skipulagsmálum. Vísir/Vilhelm Stór meirihluti fagfólks sem vinnur að skipulagsmálum í íslenskum sveitarfélögum þekkir dæmi um það að fyrirgreiðsla, eða spilling, hafi haft áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga síðustu þrjú ár. Þetta sýna niðurstöður Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur, aðjúnkts við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar. „Það er sjálfu sér eitruð blanda,“ segir Ásdís Hlökk um það þega spilling og skipulagsmál fara saman. Slík mál komi þó reglulega upp hérlendis og erlendis. Ásdís Hlökk ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásdís Hlökk er nú í miðri rannsókn á þessu málefni en hún kynnti fyrr í vikunni fyrstu niðurstöður könnunar sem hún gerði sem hluti af rannsókninni. Kynningin var flutt á ársfundi Byggðastofnunar. Það sem Ásdís Hlökk rannsakar er til dæmis bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum. Hvernig þau halda utan um þau og hvernig tekst þeim til. Hluti af rannsókn Ásdísar Hlakkar eru niðurstöður könnunar sem hún sendi á alla kjörna sveitarstjórnarmenn, sveitarstjóra og fagfólk sem vinnur með sveitarfélögum eins og arkitekta, ráðgjafa og aðra sem vinna að skipulagstillögum fyrir bæði einkaaðila og sveitarfélögin beint. Ásdís spurði til dæmis um hvað væri lagt áhersla á, hverjir hafi mest áhrif á skipulagsmál, hvernig þeirra eigin fagþekking sé og svo um spillingu. „Þekkir þú dæmi frá síðustu þremur árum af því að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hafi haft áhrif skipulagsákvarðanir sveitarfélaga?,“ er spurningin sem lögð var fyrir um spillingu. Stærðargráða og alvarleiki skipti máli Ásdís segir þetta eina tegund spillingar en það sé alltaf spurning um stærðargráðu og alvarleika. En niðurstöður hennar voru afar afgerandi Alls sögðust 58 prósent skipulagsfagfólks þekkja dæmi um spillingu og 72 prósent skipulagsráðgjafa Það eru færri í hópi kjörinna fulltrúa sem sögðust þekkja dæmi en 43 prósent kjörinna fulltrúa sögðust þekkja dæmi og 29 prósent sveitarstjóra. Ásdís segir að næsta skref sé að kafa dýpra ofan í það hvers konar spillingu er um að ræða, hver alvarleikinn sé og stærðargráðan. Frændinn sem fékk fyrirgreiðslu Hvort það sé frændinn sem fékk afgreiðslu á fundi því hann hitti einhvern í sundi eða hvort þetta snúist um stærri hagsmuni. Þar sem einkahagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, þar sem hagsmunir einstaklinga eru teknir fram fyrir eða þar sem er verið að höndla með stórar fjárhæðir og hagnað af skipulagsákvörðunum. Ásdís Hlökk segir að það eigi að vera með ýmsa varnagla til að koma í veg fyrir þetta. Það sé fagfólk sem hafi eftirlit með kjörnum fulltrúum og svo sé eftirlit hjá ríkinu til að fylgjast með sveitarfélögum og svo séu siðareglur. En svo séu brotalamir í kerfinu. „Það skiptir okkur svakalega miklu máli hvernig er haldið á skipulagsmálum,“ segir hún og að það snerti sem dæmi okkar daglega líf í nútímaframtíð. Það varði samkeppnishæfni, nýtingu lands og hvernig byggð er hagað. „Það skiptir máli hvernig á er haldið og að það þar ráði almannahagur og langtímasjónarmið. En ekki skyndigróði einstakra aðila,“ segir hún og að þaðan komi spillingarpælingin. Skipulag Sveitarstjórnarmál Bítið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
„Það er sjálfu sér eitruð blanda,“ segir Ásdís Hlökk um það þega spilling og skipulagsmál fara saman. Slík mál komi þó reglulega upp hérlendis og erlendis. Ásdís Hlökk ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásdís Hlökk er nú í miðri rannsókn á þessu málefni en hún kynnti fyrr í vikunni fyrstu niðurstöður könnunar sem hún gerði sem hluti af rannsókninni. Kynningin var flutt á ársfundi Byggðastofnunar. Það sem Ásdís Hlökk rannsakar er til dæmis bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum. Hvernig þau halda utan um þau og hvernig tekst þeim til. Hluti af rannsókn Ásdísar Hlakkar eru niðurstöður könnunar sem hún sendi á alla kjörna sveitarstjórnarmenn, sveitarstjóra og fagfólk sem vinnur með sveitarfélögum eins og arkitekta, ráðgjafa og aðra sem vinna að skipulagstillögum fyrir bæði einkaaðila og sveitarfélögin beint. Ásdís spurði til dæmis um hvað væri lagt áhersla á, hverjir hafi mest áhrif á skipulagsmál, hvernig þeirra eigin fagþekking sé og svo um spillingu. „Þekkir þú dæmi frá síðustu þremur árum af því að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hafi haft áhrif skipulagsákvarðanir sveitarfélaga?,“ er spurningin sem lögð var fyrir um spillingu. Stærðargráða og alvarleiki skipti máli Ásdís segir þetta eina tegund spillingar en það sé alltaf spurning um stærðargráðu og alvarleika. En niðurstöður hennar voru afar afgerandi Alls sögðust 58 prósent skipulagsfagfólks þekkja dæmi um spillingu og 72 prósent skipulagsráðgjafa Það eru færri í hópi kjörinna fulltrúa sem sögðust þekkja dæmi en 43 prósent kjörinna fulltrúa sögðust þekkja dæmi og 29 prósent sveitarstjóra. Ásdís segir að næsta skref sé að kafa dýpra ofan í það hvers konar spillingu er um að ræða, hver alvarleikinn sé og stærðargráðan. Frændinn sem fékk fyrirgreiðslu Hvort það sé frændinn sem fékk afgreiðslu á fundi því hann hitti einhvern í sundi eða hvort þetta snúist um stærri hagsmuni. Þar sem einkahagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni, þar sem hagsmunir einstaklinga eru teknir fram fyrir eða þar sem er verið að höndla með stórar fjárhæðir og hagnað af skipulagsákvörðunum. Ásdís Hlökk segir að það eigi að vera með ýmsa varnagla til að koma í veg fyrir þetta. Það sé fagfólk sem hafi eftirlit með kjörnum fulltrúum og svo sé eftirlit hjá ríkinu til að fylgjast með sveitarfélögum og svo séu siðareglur. En svo séu brotalamir í kerfinu. „Það skiptir okkur svakalega miklu máli hvernig er haldið á skipulagsmálum,“ segir hún og að það snerti sem dæmi okkar daglega líf í nútímaframtíð. Það varði samkeppnishæfni, nýtingu lands og hvernig byggð er hagað. „Það skiptir máli hvernig á er haldið og að það þar ráði almannahagur og langtímasjónarmið. En ekki skyndigróði einstakra aðila,“ segir hún og að þaðan komi spillingarpælingin.
Skipulag Sveitarstjórnarmál Bítið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira