Suzuki mun flytja inn í höll Björgólfs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. apríl 2024 10:02 Húsið er sérlega glæsilegt. Vísir/Arnar Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi í síðasta mánuði einbýlishús sitt að Vesturbrún 22 í Laugardalnum til sendiráðs Japans. Kaupverðið er 540 milljónir króna og var fasteignin afhent í síðasta mánuði. Viðskiptablaðið greinir frá því að sendiráðið verði nýtt sem sendiherrabústaður. Sendiráðið sjálft er á efstu hæð byggingar að Laugavegi 182 sem oftast er kennd við Kauphöllina og kemur fram í umfjöllun blaðsins að sendiráðið verði þar áfram. Björgólfur eignaðist húsið árið 1994 með eiginkonu sinni heitinni Þóru Hallgrímsson. Húsið var skráð á Þóru þar til hún lést árið 2020. Hinn 83 ára athafnamaður hefur um margra ára skeið verið einn sá þekktasti hér á landi. Hann var formaður bankaráðs Landsbanka Íslands árin fyrir bankahrunið og var meðal annars stjórnarformaður og eigandi enska knattspyrnuliðsins West Ham. Árið 1993 stofnaði hann ásamt syni sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni drykkjarvöruverksmiðjuna Bravo Brewery í Rússlandi. Árið 2002 seldu þeir Heineken verksmiðjuna fyrir 400 milljónir króna. Ryotaro Suzuki er sendiherra Japan á Íslandi og hefur verið síðan árið 2021. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir skelegga og einlæga framkomu á samfélagsmiðlum. Þar hefur hann verið duglegur að greina frá störfum sínum og heimsóknum fyrir sendiráðið, auk þess sem hann hefur verið duglegur að lesa íslenskar bækur á íslensku og horfa á íslenskar myndir. Húsið eignuðust hjónin árið 1994. Vísir/Arnar Húsið hefur gjarnan verið kennt við höll í almennri umræðu. Vísir/Arnar Húsið hefur verið skráð á Björgólf síðan eiginkona hans lést fyrir fjórum árum. Vísir/Arnar Húsið verður sendiherrabústaður Japans. Vísir/Arnar Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Japan Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. 10. júlí 2021 10:17 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Viðskiptablaðið greinir frá því að sendiráðið verði nýtt sem sendiherrabústaður. Sendiráðið sjálft er á efstu hæð byggingar að Laugavegi 182 sem oftast er kennd við Kauphöllina og kemur fram í umfjöllun blaðsins að sendiráðið verði þar áfram. Björgólfur eignaðist húsið árið 1994 með eiginkonu sinni heitinni Þóru Hallgrímsson. Húsið var skráð á Þóru þar til hún lést árið 2020. Hinn 83 ára athafnamaður hefur um margra ára skeið verið einn sá þekktasti hér á landi. Hann var formaður bankaráðs Landsbanka Íslands árin fyrir bankahrunið og var meðal annars stjórnarformaður og eigandi enska knattspyrnuliðsins West Ham. Árið 1993 stofnaði hann ásamt syni sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni drykkjarvöruverksmiðjuna Bravo Brewery í Rússlandi. Árið 2002 seldu þeir Heineken verksmiðjuna fyrir 400 milljónir króna. Ryotaro Suzuki er sendiherra Japan á Íslandi og hefur verið síðan árið 2021. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir skelegga og einlæga framkomu á samfélagsmiðlum. Þar hefur hann verið duglegur að greina frá störfum sínum og heimsóknum fyrir sendiráðið, auk þess sem hann hefur verið duglegur að lesa íslenskar bækur á íslensku og horfa á íslenskar myndir. Húsið eignuðust hjónin árið 1994. Vísir/Arnar Húsið hefur gjarnan verið kennt við höll í almennri umræðu. Vísir/Arnar Húsið hefur verið skráð á Björgólf síðan eiginkona hans lést fyrir fjórum árum. Vísir/Arnar Húsið verður sendiherrabústaður Japans. Vísir/Arnar
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Japan Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. 10. júlí 2021 10:17 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. 10. júlí 2021 10:17