Um er að ræða 185 fermetra eign á annarri hæð. Eignin skiptist í tvær opnar og bjartar stofur, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og bílskúr. Útengt er úr stofurými á svalir í suður.
Í eldhúsi er nýleg hvít innrétting með gegnheilli eikarplötu á borðum, og notalegur eldhúskrókur.
Heimili hjónanna er innréttað á smekklegan og hlýlegan máta þar sem tímalaus hönnun, vönduð húsgögn og björt rými eru í aðalhlutverki.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.






