Aþena vann KR eftir oddaleik í undanúrslitaeinvígi umspilsins en spennan virðist ætla að vera heldur minni í úrslitaeinvíginu ef dæmt er út frá úrslitum kvöldsins. Þó skal aldrei útiloka Tindastól í Síkinu í Skagafirði.
Bótar er þó þörf hjá Norðankonum eftir leik kvöldsins þar sem Aþena var með tögl og hagldir frá upphafi til enda.
Staðan var 25-17 eftir fyrsta leikhluta og munurinn orðinn 15 stig, 42-27 í hálfleik.
Aþenukonur sigldu sigrinum þægilega í höfn í kjölsogið og vann liðið 80-45 sigur.
Sianni Martin var stigahæst í liði Aþenu með 17 stig en var þó aðeins með skotnýtingu upp á 42 prósent. Jovanka Ljubetic skoraði 16 stig með 75 prósent skotnýtingu.
Stigahæst á vellinum var Enese Vida í liði Tindastóls með 19 stig, rúmlega 40 prósent allra stiga Tindastóls í leiknum.