Þar staðfestir dómari leiksins, Gunnar Freyr Róbertsson, leiksskýrslu leiksins þrátt fyrir að tveir leikmenn Valsliðsins séu skráðar hafa spilað leikinn í treyju númer 29.
Það slæma við þetta er að önnur þeirra skoraði. Sem betur fer fékk hvorug þeirra spjald.

Dómara leiksins ruglaði hreinlega sjálfan sig í skráningu á einu marki Valsliðsins í leiknum.
Hann skráði markið vissulega á leikmann númer 29 sem var rétt. Honum tókst þó að setja það á þann leikmann sem var skráð hafa spilað í 29 þótt hún spilaði í raun í treyju 19.
Jasmín Erla Ingadóttir spilaði númer 29 og skoraði þriðja mark Valsliðsins í leiknum.
Anna Björk Kristjánsdóttir er líka skráð númer 29 en spilaði í raun í treyju númer 19. Hún var aftur á móti skráð í rangt treyjunúmer á skýrslunni og fékk að launum mark skráð á sig.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum.
Leikurinn fór fram 21. apríl og því er liðin meira en vika frá því að honum lauk.
Markið er enn skráð á vitlausan leikmann og tveir leikmenn eru enn skráðar á skýrslu númer 29.
Það verður erfitt fyrir Jasmín Erlu Ingadóttur að vinna aftur gullskóinn eins og sumarið 2022, ef öll mörkin hennar eru skráð á annan leikmann.
Þetta verður vonandi leiðrétt sem fyrst. Jasmín Erla hefur greinilega ekki gert athugasemd við þetta en getur varla verið sátt.
