„Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 13:30 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir í leik með Breiðabliki en hún hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablikskonur sitja í efsta sæti Bestu deildar kvenna eftir tvo 3-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Sex stig og markatalan 6-0. Bestu mörkin ræddu þessa byrjun Blikaliðsins og staðan segir ekki allt. „Ég velti aðeins fyrir mér stöðunni á Blikum. Mér finnst þær ekki sannfærandi alveg í sínum leik. Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna og er þar að tala um sinn gamla liðsfélaga Eddu Garðarsdóttur sem er aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Bestu mörkin fluttu enga lofræðu um topplið Bestu deildarinnar í dag. „Ég er alveg sammála því. Við sáum svipmyndirnar úr fyrri hálfleik og það var voðalega lítið að frétta. Svo voru þær með vindinn í bakið í seinni hálfleik og þær voru þá með mislagðar fætur á síðasta þriðjungi,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég saknaði þess að sjá ekki eitthvað djúsi spil,“ sagði Mist. „Einhverja svona flotta sókn,“ skaut Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, inn í. „Þær enda á að vinna þennan leik 3-0 en þetta var bara svona seiglusigur,“ sagði Mist. „Eins og við komum inn á með færið sem Stólarnir fengu í stöðunni 1-0, ein á móti markmanni. Það hefði breytt leiknum og þá hefði þetta ekki farið 3-0. Ég er alveg sannfærð um það. Mér fannst Tindastóll leggja þennan leik rosalega vel upp,“ sagði Bára. Bára sá dæmi þess að Tindastólsliðið væri búið að lesa veikleikana hjá Blikaliðinu. „Við veljum Öglu Maríu (Albertsdóttur), besta leikmann leiksins en ég sakna hennar svolítið mikið í leiknum. Hún skilar ágætis varnarvinnu en að sama skapi finnst mér hún ekki jafn áberandi fram á við,“ sagði Bára. „Hún er svolítið aftar á vellinum en hún er vön og er að skila meiri varnarskyldu. Þannig að við týnum svolítið sóknarþunganum frá henni. Ég er enn þá að mynda mér skoðun á því hvað mér finnst um þessa leikmenn í þessu kerfi hjá honum,“ sagði Bára. „Það mun taka tíma fyrir okkur að sjá Nik (Chamberlain, þjálfara) og Eddu ná sínu handbragði á þetta lið,“ sagði Mist. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Byrjun Blikakvenna Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Ég velti aðeins fyrir mér stöðunni á Blikum. Mér finnst þær ekki sannfærandi alveg í sínum leik. Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna og er þar að tala um sinn gamla liðsfélaga Eddu Garðarsdóttur sem er aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Bestu mörkin fluttu enga lofræðu um topplið Bestu deildarinnar í dag. „Ég er alveg sammála því. Við sáum svipmyndirnar úr fyrri hálfleik og það var voðalega lítið að frétta. Svo voru þær með vindinn í bakið í seinni hálfleik og þær voru þá með mislagðar fætur á síðasta þriðjungi,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég saknaði þess að sjá ekki eitthvað djúsi spil,“ sagði Mist. „Einhverja svona flotta sókn,“ skaut Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, inn í. „Þær enda á að vinna þennan leik 3-0 en þetta var bara svona seiglusigur,“ sagði Mist. „Eins og við komum inn á með færið sem Stólarnir fengu í stöðunni 1-0, ein á móti markmanni. Það hefði breytt leiknum og þá hefði þetta ekki farið 3-0. Ég er alveg sannfærð um það. Mér fannst Tindastóll leggja þennan leik rosalega vel upp,“ sagði Bára. Bára sá dæmi þess að Tindastólsliðið væri búið að lesa veikleikana hjá Blikaliðinu. „Við veljum Öglu Maríu (Albertsdóttur), besta leikmann leiksins en ég sakna hennar svolítið mikið í leiknum. Hún skilar ágætis varnarvinnu en að sama skapi finnst mér hún ekki jafn áberandi fram á við,“ sagði Bára. „Hún er svolítið aftar á vellinum en hún er vön og er að skila meiri varnarskyldu. Þannig að við týnum svolítið sóknarþunganum frá henni. Ég er enn þá að mynda mér skoðun á því hvað mér finnst um þessa leikmenn í þessu kerfi hjá honum,“ sagði Bára. „Það mun taka tíma fyrir okkur að sjá Nik (Chamberlain, þjálfara) og Eddu ná sínu handbragði á þetta lið,“ sagði Mist. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Byrjun Blikakvenna
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira