Góð manneskja í djobbið Halldór Guðmundsson skrifar 29. apríl 2024 11:30 Þá er orðið ljóst hverjir eru í framboði til forseta Íslands og spennandi kosningar fram undan. Ég deili ekki þeirri skoðun að forsetaembættið sé ekki til neins, en um það gildir eins og mörg hlutverk í okkar fámennissamfélagi, hvernig það gagnast fer mest eftir því hver tekur það að sér. Embættið er táknrænt, það getur reynt á það á erfiðum tímum og þá skiptir miklu að sú sem tekst það á hendur sé skynsöm, skýr og velviljuð manneskja og standi föstum fótum í þeirri hefð sem hefur skipt okkur svo miklu í basli aldanna: tungu, menningu og bókmenntum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Síðustu vikur hefur mikil gagnrýni beinst að því stjórnarsamstarfi sem hún hefur leitt og ég get sumpart tekið undir hana, enda ekki verið samflokksmaður Katrínar. En það má ekki verða til þess að við gleymum því sem hún hefur gert um dagana, ekki síst í þágu menningar og bókmennta. Mig langar að nefna tvennt, af því þar þekki ég vel til sjálfur: Sem menntamálaráðherra studdi hún eindregið hina viðamiklu íslensku bókakynningu í Frankfurt 2011; þetta var verkefni sem nafna hennar Þorgerður Katrín hafði sett af stað, en miklu skipti að halda lífi í því á erfiðum árum eftir hrun og þá var svo sannarlega gott að eiga Katrínu að. Katrín á ennfremur sinn stóra þátt í að lokið var við byggingu Hörpu, en nú vildu allir það hús byggt hafa. Í báðum tilvikum sýndi Katrín framsýni og úthald og þeir eiginleikar munu koma sér vel í forsetaembættinu. Auk þess er hún skemmtileg og hefur húmor fyrir sjálfri sér, en sjálfshátíðleikinn er vísasta leiðin til að koðna niður í svona starfi. Er það gott djobb, spurði Halldór Laxness þegar menn vildu gera hann að forseta og mitt svar er já, ég held það verði gott djobb ef Katrín tekur það að sér. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þá er orðið ljóst hverjir eru í framboði til forseta Íslands og spennandi kosningar fram undan. Ég deili ekki þeirri skoðun að forsetaembættið sé ekki til neins, en um það gildir eins og mörg hlutverk í okkar fámennissamfélagi, hvernig það gagnast fer mest eftir því hver tekur það að sér. Embættið er táknrænt, það getur reynt á það á erfiðum tímum og þá skiptir miklu að sú sem tekst það á hendur sé skynsöm, skýr og velviljuð manneskja og standi föstum fótum í þeirri hefð sem hefur skipt okkur svo miklu í basli aldanna: tungu, menningu og bókmenntum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Síðustu vikur hefur mikil gagnrýni beinst að því stjórnarsamstarfi sem hún hefur leitt og ég get sumpart tekið undir hana, enda ekki verið samflokksmaður Katrínar. En það má ekki verða til þess að við gleymum því sem hún hefur gert um dagana, ekki síst í þágu menningar og bókmennta. Mig langar að nefna tvennt, af því þar þekki ég vel til sjálfur: Sem menntamálaráðherra studdi hún eindregið hina viðamiklu íslensku bókakynningu í Frankfurt 2011; þetta var verkefni sem nafna hennar Þorgerður Katrín hafði sett af stað, en miklu skipti að halda lífi í því á erfiðum árum eftir hrun og þá var svo sannarlega gott að eiga Katrínu að. Katrín á ennfremur sinn stóra þátt í að lokið var við byggingu Hörpu, en nú vildu allir það hús byggt hafa. Í báðum tilvikum sýndi Katrín framsýni og úthald og þeir eiginleikar munu koma sér vel í forsetaembættinu. Auk þess er hún skemmtileg og hefur húmor fyrir sjálfri sér, en sjálfshátíðleikinn er vísasta leiðin til að koðna niður í svona starfi. Er það gott djobb, spurði Halldór Laxness þegar menn vildu gera hann að forseta og mitt svar er já, ég held það verði gott djobb ef Katrín tekur það að sér. Höfundur er rithöfundur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun