Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 29. apríl 2024 14:00 Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Í heilt ár hafa ítrekað verið teknar myndir af sauðfé í neyð og alvarleg vanhöld á aðbúnaði sauðfjár verið tilkynnt til einu stofnunarinnar sem hefur með velferð dýra að gera, Matvælastofnunar. Og það í samræmi við tilkynningarskyldu 8. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013. Því miður er okkur almenningi ekki sýnilegt viðbragð MAST við þeim ábendingum er varða aðbúnað, meðferð og velferð þessara skepna. Féð á Höfða býr enn í dag við sýnilega mikil vanhöld, og aðbúnaður þess er í engu samræmi við kröfur um aðbúnað sauðfjár sbr. reglugerð nr. 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er mjög alvarlegt mál að MAST bjargi ekki þessum skepnum og í raun er það vanræksla á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar sbr. 1. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra þar sem segir "markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skynigæddar verur." og skv. 4. gr. þar sem tilgreint er að eftirlit og framfylgni laga um velferð dýra sé hjá stofnuninni. Matvælastofnun hefur allsherjar vald gagnvart velferð og heilsu dýra, og þau eiga allt sitt undir því að stofnunin sinni lögbundnu hlutverki sínu. Ég sem almennur borgari þessa lands lít það alvarlegum augum þegar eina bjargræði dýra, MAST, brýtur svo alvarlega á rétti þeirra til þess að lifa lífi án þjáningar, hungurs og þorsta. Dýr geta lítið tjáð sig, þau eiga allt sitt undir okkur mannfólkinu og það er ekki mannréttindi að eiga og/eða meðhöndla dýr heldur forréttindi. Búskapur er val einstaklings á atvinnuvettvangi og því ber að sjálfsögðu að gera ríka kröfu til þess að búfé umsjónaraðila búi við öryggi og velferð. Samkvæmt 6. gr. laga um velferð dýra er ill meðferð dýra óheimil, í 10. gr. segir að umráðamaður dýrs skal búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið og í 14. gr. segir að umráðamönnum dýra ber að tryggja dýrunum góða umönnun. Ekki verður annað séð en að það búfjárhald sem á sér stað á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði sé ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Það er því með nokkrum ólíkindum að verða vitni af því fálæti sem slíkur búskapur fær og það á kostnað þeirra dýra sem við slíkt búa. Er ekki komin tími til þess að Matvælaráðuneytið sjái til þess að tekið sé á þeim alvarlega vanda sem MAST á við að stríða þegar um alvarlega vanhöld dýra er við að etja. Því augljóst er á fyrrgreindu að Matvælastofnun er í miklum vandræðum þegar kemur að því að bjarga dýrum í neyð. Dýr eiga ekki að þjást á meðan mál eru í „ferli“, dýr eiga ávallt að njóta vafans. Það er afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð. Höfundur er M.Sc. landfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Borgarbyggð Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Í heilt ár hafa ítrekað verið teknar myndir af sauðfé í neyð og alvarleg vanhöld á aðbúnaði sauðfjár verið tilkynnt til einu stofnunarinnar sem hefur með velferð dýra að gera, Matvælastofnunar. Og það í samræmi við tilkynningarskyldu 8. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013. Því miður er okkur almenningi ekki sýnilegt viðbragð MAST við þeim ábendingum er varða aðbúnað, meðferð og velferð þessara skepna. Féð á Höfða býr enn í dag við sýnilega mikil vanhöld, og aðbúnaður þess er í engu samræmi við kröfur um aðbúnað sauðfjár sbr. reglugerð nr. 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er mjög alvarlegt mál að MAST bjargi ekki þessum skepnum og í raun er það vanræksla á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar sbr. 1. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra þar sem segir "markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skynigæddar verur." og skv. 4. gr. þar sem tilgreint er að eftirlit og framfylgni laga um velferð dýra sé hjá stofnuninni. Matvælastofnun hefur allsherjar vald gagnvart velferð og heilsu dýra, og þau eiga allt sitt undir því að stofnunin sinni lögbundnu hlutverki sínu. Ég sem almennur borgari þessa lands lít það alvarlegum augum þegar eina bjargræði dýra, MAST, brýtur svo alvarlega á rétti þeirra til þess að lifa lífi án þjáningar, hungurs og þorsta. Dýr geta lítið tjáð sig, þau eiga allt sitt undir okkur mannfólkinu og það er ekki mannréttindi að eiga og/eða meðhöndla dýr heldur forréttindi. Búskapur er val einstaklings á atvinnuvettvangi og því ber að sjálfsögðu að gera ríka kröfu til þess að búfé umsjónaraðila búi við öryggi og velferð. Samkvæmt 6. gr. laga um velferð dýra er ill meðferð dýra óheimil, í 10. gr. segir að umráðamaður dýrs skal búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið og í 14. gr. segir að umráðamönnum dýra ber að tryggja dýrunum góða umönnun. Ekki verður annað séð en að það búfjárhald sem á sér stað á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði sé ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Það er því með nokkrum ólíkindum að verða vitni af því fálæti sem slíkur búskapur fær og það á kostnað þeirra dýra sem við slíkt búa. Er ekki komin tími til þess að Matvælaráðuneytið sjái til þess að tekið sé á þeim alvarlega vanda sem MAST á við að stríða þegar um alvarlega vanhöld dýra er við að etja. Því augljóst er á fyrrgreindu að Matvælastofnun er í miklum vandræðum þegar kemur að því að bjarga dýrum í neyð. Dýr eiga ekki að þjást á meðan mál eru í „ferli“, dýr eiga ávallt að njóta vafans. Það er afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð. Höfundur er M.Sc. landfræði.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun