Fjárveitingar til vegamála standast engan samanburð Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 29. apríl 2024 16:01 Það er áhugavert að lesa rit það sem Samfylkingin hefur gefið út og ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Ég viðurkenni að ég hef ekki náð að lesa ritið staf fyrir staf en ég staðnæmdist við þann kafla er snýr að samgöngumálum og þeirrar staðreyndar sem þar kemur fram að við Íslendingar búum við það allt frá árinu 2008 að fjárfestingar í samgönguinnviðum hér hafa verið mun lægri en í samanburðarlöndum innan OECD. Innan OECD, utan Íslands, hefur verið varið að jafnaði um 1% af vergri landsframleiðslu en að jafnaði undir 0,5% hér, fyrir utan árið 2020 þegar var sett inn viðbótarfjármagn vegna Covid-aðgerða en strax árið eftir fór línan aftur niður. Við þurfum og verðum að gera betur eins og mörgum hefur orðið tíðrætt um. Ástandið er óboðlegt víða og er Vesturland þar ofarlega á blaði án þess að ástandið sé kryddað á nokkurn hátt. Í fyrirliggjandi drögum að samgönguáætlun, a.m.k. eins og ég sá þau síðast, þá förum við á Vesturlandi ansi halloka í þeirri tillögu sem liggur fyrir og hafa t.a.m. Alþingismenn kjördæmisins fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á og höfum við kallað eftir fundi með þeim, ráðherra málaflokksins og fulltrúum Vegagerðarinnar, sérstaklega í þeim tilgangi að kalla eftir bráðaaðgerðum á þjóðvegum 54 (Snæfellsnesvegi) og 60 (Vestfjarðarvegi). Fyrrnefndir vegir eru nánast ónýtir svo vægt sé tekið til orða – kannski er réttast að segja handónýtir og sleppa öllum málalengingum. Mikilvægi þjóðvegar 60 hér í gegnum Dali er sívaxandi. Hér er lífæðin inn á Vestfirði, Strandir og vaxandi umferð hér um, ekki síst í formi þungaflutninga. Til þess verður að horfa þegar undirbúningur á nauðsynlegum vegabótum fer í gang. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni. Já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni og duga þær 700 milljónir afar skammt, nánast í metrum talið, ef horft er til þeirra framkvæmda sem nú eru í gangi. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Góðir og öruggir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa og allra þeirra sem um vegina aka og er það orðið þjóðþrifamál að úrbætur verði. Dalirnir og Vestlendingar allir eiga mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Til viðbótar þurfum við sem þjóðfélag að horfa til þess hvernig á málum er haldið í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Í þeim samanburði hvað varðar fjárveitingar til vegamála komum við sem þjóð mjög illa út og ef tekinn yrði samanburður á milli landshluta hér innanlands er nokkuð ljóst að rauð ljós munu kvikna snarlega hvað fjárveitingar til vegamála á Vesturlandi varðar. Aðgerða er þörf núna strax en ekki á næstu 12 ára samgönguáætlun. Björn Bjarki Þorsteinsson Sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Vegagerð Dalabyggð Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að lesa rit það sem Samfylkingin hefur gefið út og ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Ég viðurkenni að ég hef ekki náð að lesa ritið staf fyrir staf en ég staðnæmdist við þann kafla er snýr að samgöngumálum og þeirrar staðreyndar sem þar kemur fram að við Íslendingar búum við það allt frá árinu 2008 að fjárfestingar í samgönguinnviðum hér hafa verið mun lægri en í samanburðarlöndum innan OECD. Innan OECD, utan Íslands, hefur verið varið að jafnaði um 1% af vergri landsframleiðslu en að jafnaði undir 0,5% hér, fyrir utan árið 2020 þegar var sett inn viðbótarfjármagn vegna Covid-aðgerða en strax árið eftir fór línan aftur niður. Við þurfum og verðum að gera betur eins og mörgum hefur orðið tíðrætt um. Ástandið er óboðlegt víða og er Vesturland þar ofarlega á blaði án þess að ástandið sé kryddað á nokkurn hátt. Í fyrirliggjandi drögum að samgönguáætlun, a.m.k. eins og ég sá þau síðast, þá förum við á Vesturlandi ansi halloka í þeirri tillögu sem liggur fyrir og hafa t.a.m. Alþingismenn kjördæmisins fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á og höfum við kallað eftir fundi með þeim, ráðherra málaflokksins og fulltrúum Vegagerðarinnar, sérstaklega í þeim tilgangi að kalla eftir bráðaaðgerðum á þjóðvegum 54 (Snæfellsnesvegi) og 60 (Vestfjarðarvegi). Fyrrnefndir vegir eru nánast ónýtir svo vægt sé tekið til orða – kannski er réttast að segja handónýtir og sleppa öllum málalengingum. Mikilvægi þjóðvegar 60 hér í gegnum Dali er sívaxandi. Hér er lífæðin inn á Vestfirði, Strandir og vaxandi umferð hér um, ekki síst í formi þungaflutninga. Til þess verður að horfa þegar undirbúningur á nauðsynlegum vegabótum fer í gang. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni. Já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni og duga þær 700 milljónir afar skammt, nánast í metrum talið, ef horft er til þeirra framkvæmda sem nú eru í gangi. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Góðir og öruggir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa og allra þeirra sem um vegina aka og er það orðið þjóðþrifamál að úrbætur verði. Dalirnir og Vestlendingar allir eiga mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Til viðbótar þurfum við sem þjóðfélag að horfa til þess hvernig á málum er haldið í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Í þeim samanburði hvað varðar fjárveitingar til vegamála komum við sem þjóð mjög illa út og ef tekinn yrði samanburður á milli landshluta hér innanlands er nokkuð ljóst að rauð ljós munu kvikna snarlega hvað fjárveitingar til vegamála á Vesturlandi varðar. Aðgerða er þörf núna strax en ekki á næstu 12 ára samgönguáætlun. Björn Bjarki Þorsteinsson Sveitarstjóri í Dalabyggð
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun