Gústi birti myndband af því á samfélagsmiðlinum Tik-Tok þegar hann svipti hulunni af glæsibílnum fyrir vinum og vandamönnum. Um virðist vera að ræða bíl af gerðinni Tesla model 3 en sú gerð kostar um sjö til níu milljónir króna.
„Ertu eitthvað fokking ruglaður eða? Hvað er að gerast? Hvað ertu með í laun eiginlega?“ segir Adam Ægir Pálsson fótboltamaður við Gústa B en hann var einn fjölmargra sem ætlaði ekki að trúa eigin augum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem útvarpsmaðurinn knái vekur athygli fyrir hlutina sem hann kaupir sér. Í fyrra keypti hann sér nýtt Rolex úr og sýndi Björgólfi Guðmundssyni frænda sínum og athafnamanni úrið svo athygli vakti.
Watch on TikTok
Velti Egill Helgason sjónvarpsmaður því fyrir sér í kjölfarið hvaðan „þessi asnalega efnishyggja“ kæmi. „Gústi B kaupir sér Rolex, Prettyboitjokko kaupir dýra sundbrók og sportbíl, Gummi kíró gengur í Gucci. Um svonalagað les maður daglega í fjölmiðlum,“ skrifaði Egill.
„Hvaðan kemur þessi asnalega efnishyggja? Ég man þá tíð að svona hefði þótt alveg innilega ófínt. En nú er því stillt upp eins og þarna sé gríðarlega eftirsóknarverður veruleiki.“