Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 11:27 Valur og Fram gerðu jafntefli á Hlíðarenda í gærkvöld. Valsmenn hafa því aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni en Fram tvo. vísir/Anton Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. Valur komst yfir gegn Fram í gær þegar hornspyrna Gylfa Þórs Sigurðssonar rataði beint á koll Patricks Pedersen. Daninn skoraði og jafnaði þar með met Stevens Lennon yfir flest mörk erlends leikmanns í efstu deild á Íslandi, með sínu 101. marki. Viktor Bjarki kom Fram hins vegar til bjargar á síðustu stundu þegar hann skoraði úr teignum í kjölfarið á vel útfærðri aukaspyrnu. Þessi ungi leikmaður, sem er að klára grunnskóla, er á leið til danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar í sumar þegar hann verður sextán ára. Klippa: Mörk Vals og Fram Hetja Stjörnunnar í 1-0 sigrinum gegn Fylki í gær er heldur ekki gömul, en þó búin að fara í hálft ár í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Hinn tvítugi Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem kom í mars að láni heim til Stjörnunnar frá Mjällby, skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Hann endurtók þar með leikinn frá því í bikarleik gegn Augnabliki í síðustu viku. Klippa: Sigurmark Stjörnunnar gegn Fylki Fjórum umferðum er nú lokið í Bestu deild karla og næsta umferð hefst á laugardaginn, þegar FH tekur á móti Vestra. Á sunnudaginn mætast KA og KR á Akureyri, Stjarnan og ÍA í Garðabæ, HK og Víkingur í Kópavogi og Fram og Fylkir í Úlfarsárdal. Stórleikur umferðarinnar er svo á mánudagskvöld þegar Breiðablik tekur á móti Val. Besta deild karla Fram Valur Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Valur komst yfir gegn Fram í gær þegar hornspyrna Gylfa Þórs Sigurðssonar rataði beint á koll Patricks Pedersen. Daninn skoraði og jafnaði þar með met Stevens Lennon yfir flest mörk erlends leikmanns í efstu deild á Íslandi, með sínu 101. marki. Viktor Bjarki kom Fram hins vegar til bjargar á síðustu stundu þegar hann skoraði úr teignum í kjölfarið á vel útfærðri aukaspyrnu. Þessi ungi leikmaður, sem er að klára grunnskóla, er á leið til danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar í sumar þegar hann verður sextán ára. Klippa: Mörk Vals og Fram Hetja Stjörnunnar í 1-0 sigrinum gegn Fylki í gær er heldur ekki gömul, en þó búin að fara í hálft ár í atvinnumennsku til Svíþjóðar. Hinn tvítugi Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem kom í mars að láni heim til Stjörnunnar frá Mjällby, skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Hann endurtók þar með leikinn frá því í bikarleik gegn Augnabliki í síðustu viku. Klippa: Sigurmark Stjörnunnar gegn Fylki Fjórum umferðum er nú lokið í Bestu deild karla og næsta umferð hefst á laugardaginn, þegar FH tekur á móti Vestra. Á sunnudaginn mætast KA og KR á Akureyri, Stjarnan og ÍA í Garðabæ, HK og Víkingur í Kópavogi og Fram og Fylkir í Úlfarsárdal. Stórleikur umferðarinnar er svo á mánudagskvöld þegar Breiðablik tekur á móti Val.
Besta deild karla Fram Valur Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30
Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 29. apríl 2024 20:05