Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2024 11:34 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur brugðist við gagnrýni og óánægju með ótímabundin rekstrarleyfi í frumvarpi hennar um lagareldi. Stöð 2/Einar Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. Fulltrúar matvælaráðuneytisins mættu á fund atvinnuveganefndar Alþingis í morgun til að ræða breytingar á ítarlegu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Samkvæmt frumvarpinu átti að gefa út ótímabundin rekstrarleyfi til fyrirtækja í sjókvíaeldi en samkvæmt núgildandi lögum voru leyfin gefin út til sextán ára í senn. Þetta hefur sætt harðri gagnrýni margra aðila og vakið reiði meðal hluta almennings. Sjókvíaeldi hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum og verið umdeilt.Vísir/Vilhelm Bjarkey segir sjálfsagt að taka tillit til þessarar gagnrýni og unnið hafi verið að breytingum á frumvarpinu í ráðuneytinu. Þær hugmyndir hafi verið kynntar fyrir atvinnuveganefnd í morgun og vonandi geti nefndin unnið út frá þeim. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir miklar framfarir í umhverfisvernd felast í frumvarpi hennar um lagareldi.Stöð 2/Einar „Eins og ég hef sagt þá legg ég það til að við reynum að fara þá leið að tímabinda þetta. Ef við náum sömu markmiðum um vernd á náttúru og umhverfi,“ segir Bjarkey. Það væri nefndarinnar að ákveða tímalengd leyfanna og þróa frumvarpið almennt áfram. Samkvæmt núgildandi löggjöf hafi leyfi gefin út til sextán ára endurnýjast sjálfkrafa eins og í Færeyjum. Huga þurfi að öðrum breytingum á frumvarpinu samhliða þessum. Sérfræðingar hafi talið erfiðara að svifta fyrirtæki tímabundnu leyfi en ótímabundnu og spurning hvort slá þurfi af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Margir hafa einnig gagnrýnt að sjókvíaeldi væri leyft yfirleitt þar sem þetta væri mjög mengandi starfsemi sem einnig gæti ógnað íslenska laxastofninum. „Sjókvía eins og það hefur verið stundað hér við Íslands strendur hefur ekki verið að ganga nógu vel. Ég held að við séum öll sammála um það. Þetta er í rauninni ástæðan fyrir því að við erum að reyna að taka betur utan um þetta. Búa til skýrari reglur, meira eftirlit, kröfur um betri búnað og ívilnanir í rauninni í þá átt að aðilarnir sjái sér hag í að fara í lokaðan búnað og svo framvegis. Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Fulltrúar matvælaráðuneytisins mættu á fund atvinnuveganefndar Alþingis í morgun til að ræða breytingar á ítarlegu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Samkvæmt frumvarpinu átti að gefa út ótímabundin rekstrarleyfi til fyrirtækja í sjókvíaeldi en samkvæmt núgildandi lögum voru leyfin gefin út til sextán ára í senn. Þetta hefur sætt harðri gagnrýni margra aðila og vakið reiði meðal hluta almennings. Sjókvíaeldi hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum og verið umdeilt.Vísir/Vilhelm Bjarkey segir sjálfsagt að taka tillit til þessarar gagnrýni og unnið hafi verið að breytingum á frumvarpinu í ráðuneytinu. Þær hugmyndir hafi verið kynntar fyrir atvinnuveganefnd í morgun og vonandi geti nefndin unnið út frá þeim. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir miklar framfarir í umhverfisvernd felast í frumvarpi hennar um lagareldi.Stöð 2/Einar „Eins og ég hef sagt þá legg ég það til að við reynum að fara þá leið að tímabinda þetta. Ef við náum sömu markmiðum um vernd á náttúru og umhverfi,“ segir Bjarkey. Það væri nefndarinnar að ákveða tímalengd leyfanna og þróa frumvarpið almennt áfram. Samkvæmt núgildandi löggjöf hafi leyfi gefin út til sextán ára endurnýjast sjálfkrafa eins og í Færeyjum. Huga þurfi að öðrum breytingum á frumvarpinu samhliða þessum. Sérfræðingar hafi talið erfiðara að svifta fyrirtæki tímabundnu leyfi en ótímabundnu og spurning hvort slá þurfi af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Margir hafa einnig gagnrýnt að sjókvíaeldi væri leyft yfirleitt þar sem þetta væri mjög mengandi starfsemi sem einnig gæti ógnað íslenska laxastofninum. „Sjókvía eins og það hefur verið stundað hér við Íslands strendur hefur ekki verið að ganga nógu vel. Ég held að við séum öll sammála um það. Þetta er í rauninni ástæðan fyrir því að við erum að reyna að taka betur utan um þetta. Búa til skýrari reglur, meira eftirlit, kröfur um betri búnað og ívilnanir í rauninni í þá átt að aðilarnir sjái sér hag í að fara í lokaðan búnað og svo framvegis. Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52
Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34
Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13